Targin Forðatafla 10 mg /5 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
09-10-2023

Virkt innihaldsefni:

Oxycodonum hýdróklóríð; Naloxonum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Mundipharma A/S

ATC númer:

N02AA55

INN (Alþjóðlegt nafn):

Oxycodone and naloxone

Skammtar:

10 mg /5 mg

Lyfjaform:

Forðatafla

Gerð lyfseðils:

(R X) Eftirritunarskylt (og lyfseðilsskylt)

Vörulýsing:

033195 Þynnupakkning V1004; 033206 Þynnupakkning V1005

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2008-12-08

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
TARGIN 5 MG/2,5 MG FORÐATÖFLUR
TARGIN 10 MG/5 MG FORÐATÖFLUR
TARGIN 20 MG/10 MG FORÐATÖFLUR
TARGIN 40 MG/20 MG FORÐATÖFLUR
oxýkódonhýdróklóríð/naloxónhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ TAKA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
•
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
•
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Targin og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Targin
3.
Hvernig nota á Targin
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Targin
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM TARGIN
OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Targin er forðatafla, en það þýðir að losun virku efnanna á
sér stað yfir lengri tíma. Virkni þeirra
endist í 12 klukkustundir.
Töflurnar eru eingöngu ætlaðar fullorðnum.
Verkjastilling
Targin er notað til meðferðar við miklum verkjum sem ekki næst
nægileg stjórn á nema með ópíóíð
verkjalyfjum. Naloxónhýdróklóríði er bætt við til að verka
gegn hægðatregðu.
Hvernig verka þessar töflur við verkjastillingu
Þessar töflur innihalda virku efnin oxýkódonhýdróklóríð og
naloxónhýdróklóríð.
Oxýkódonhýdróklóríð sér um verkjastillandi áhrif Targin og er
öflugt verkjalyf í flokki ópíóíða. Hinu
virka efninu í Targin, naloxónhýdróklóríði, er ætlað að
verka gegn hægðatregðu. Truflun á
þarmastarfsemi (þ.e. hægðatregða) er dæmigerð aukaverkun við
meðferð með ópíóíð verk
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Targin 5 mg/2,5 mg forðatöflur
Targin 10 mg/5 mg forðatöflur
Targin 20 mg/10 mg forðatöflur
Targin 40 mg/20 mg forðatöflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Targin 5 mg/2,5 mg
Hver forðatafla inniheldur 5 mg af oxýkódonhýdróklóríði sem
jafngilda 4,5 mg af oxýkódoni og
2,5 mg af naloxónhýdróklóríði sem 2,73 mg af
naloxónhýdróklóríðtvíhýdrati, sem jafngilda 2,25 mg
af naloxóni.
Targin 10 mg/5 mg
Hver forðatafla inniheldur 10 mg af oxýkódonhýdróklóríði sem
jafngilda 9 mg af oxýkódoni og 5 mg
af naloxónhýdróklóríði sem 5,45 mg af
naloxónhýdróklóríðtvíhýdrati, sem jafngilda 4,5 mg af
naloxóni.
Targin 20 mg/10 mg
Hver forðatafla inniheldur 20 mg af oxýkódonhýdróklóríði sem
jafngilda 18 mg af oxýkódoni og
10 mg af naloxónhýdróklóríði sem 10,9 mg af
naloxónhýdróklóríðtvíhýdrati, sem jafngilda 9 mg af
naloxóni.
Targin 40 mg/20 mg
Hver forðatafla inniheldur 40 mg af oxýkódonhýdróklóríði sem
jafngilda 36 mg af oxýkódoni og
20 mg af naloxónhýdróklóríði sem 21,8 mg af
naloxónhýdróklóríðtvíhýdrati, sem jafngilda 18 mg af
naloxóni.
Targin 5 mg/2,5 mg
Hjálparefni með þekkta verkun: Hver forðatafla inniheldur 68,2 mg
af laktósaeinhýdrati
Targin 10 mg/5 mg
Hjálparefni með þekkta verkun: Hver forðatafla inniheldur 61,0 mg
af laktósaeinhýdrati
Targin 20 mg/10 mg
Hjálparefni með þekkta verkun: Hver forðatafla inniheldur 51,8 mg
af laktósaeinhýdrati
Targin 40 mg/20 mg
Hjálparefni
með þekkta verkun
: Hver forðatafla inniheldur 103,6 mg af laktósaeinhýdrati
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Forðatafla
Targin 5 mg/2,5 mg
Bláar, ílangar, filmuhúðaðar töflur, 9,5 mm á lengd, með
upphleyptu ,,OXN” öðrum megin og ,,5”
hinum megin.
2
Targin 10 mg/5 mg
Hvítar, ílangar, filmuhúðaðar töflur, 9,5 mm á lengd, með
upphleyptu ,,OXN” öðrum megin og ,,10”
hinum megin.
Targin 20 mg/10 mg
Bleikar, ílangar, filmuhúðaðar töflur, 9,5 m
                                
                                Lestu allt skjalið