Soluvit Innrennslisstofn, lausn

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
12-07-2019

Virkt innihaldsefni:

Natrii ascorbas INN; Thiaminum nítrat; Natrii riboflavinophosphas; Natrii pantothenas; Pyridoxinum hýdróklóríð; Biotinum INN; Cyanocobalaminum INN; Acidum folicum INN; Nicotinamidum INN

Fáanlegur frá:

Fresenius Kabi AB

ATC númer:

B05XC

INN (Alþjóðlegt nafn):

Vítamín

Lyfjaform:

Innrennslisstofn, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

191254 Hettuglas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1978-03-02

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
SOLUVIT INNRENNSLISSTOFN, LAUSN
Tíamín, ribóflavín, nikótínamíð, pýridoxín, pantótensýra,
askorbínsýra, fólínsýra, cýanókóbalamín,
bíótín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Soluvit og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Soluvit
3.
Hvernig nota á Soluvit
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Soluvit
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM SOLUVIT OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Soluvit er frostþurrkuð, sæfð blanda af vatnsuppleysanlegum
vítamínum.
Soluvit er gefið sem uppbótarnæring í bláæð til að uppfylla
daglega þörf fyrir vatnsuppleysanleg
vítamín.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA SOLUVIT
EKKI MÁ NOTA SOLUVIT:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp
í kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða
hjúkrunarfræðingnum áður en Soluvit er notað.
Stórir skammtar af fólínsýru geta dulið ákveðna tegund
blóðleysis, sem kallast illkynja blóðleysi
(pernicious anemia).
Bæta skal úr skorti á einu eða fleiri vítamínum með sérstakri
viðbót.
Soluvit inniheldur 0,06 mg af bíótíni í hverju hettuglasi. Ef þú
átt að f
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Soluvit innrennslisstofn, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Tíamín 2,5 mg sem tíamínnítrat
Ribóflavín 3,6 mg sem ríbóflavínnatríumfosfat
Nikótínamíð 40 mg
Pýridoxín 4,0 mg sem pýridoxínhýdróklóríð
Pantótensýra 15 mg sem natríumpantótenat
Askorbinsýra 100 mg sem natríumaskorbat
Fólínsýra 0,4 mg
Cýanókóbalamín 0,005 mg
Bíótín 0,06 mg
Hjálparefni: Metýlparahýdroxýbensóat (E218).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innrennslisstofn, lausn
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Uppbótarnæring í bláæð með vatnsleysanlegum vítamínum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar eru einstaklingsbundnir.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Soluvit má ekki gefa óþynnt.
Bæta skal úr skorti á einu eða fleiri vítamínum með sérstakri
viðbót.
Þegar Soluvit er þynnt með vatnslausnum á að verja tilbúna
blönduna ljósi. Þess gerist ekki þörf ef
Soluvit er þynnt með Intralipid vegna verndandi áhrifa
fitufleytisins.
Stórir skammtar af fólínsýru geta dulið illkynja blóðleysi
(pernicious anemia).
Soluvit inniheldur metýlparahýdroxýbenzóat (E218), sem getur
valdið ofnæmisviðbrögðum
(hugsanlega síðkomnum) og í undantekningartilvikum berkjukrampa.
2
Truflandi áhrif á klínísk rannsóknarstofupróf
Bíótín getur haft truflandi áhrif á niðurstöður
rannsóknastofuprófa byggðar á milliverkun
bíótíns/streptavídíns þannig að niðurstöðurnar geta orðið
falskt lægri eða falskt hærri eftir því hvaða
mæliaðferð er notuð. Hættan á truflun er meiri hjá börnum og
sjúklingum sem eru með skerta
nýrnastarfsemi og eykst við stærri skammta.
Þegar niðurstöður rannsóknarstofuprófa eru túlkaðar verður
að taka tillit til hugsanlegra truflandi
áhrifa bíótíns einkum ef samsvörun við klínískt ástand
skortir (t.d. ef niðurstöður á
skjaldkirtilsstarfsemi líkja 
                                
                                Lestu allt skjalið