Soluprick Negativ kontrol Húðstungupróf, lausn

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
07-04-2014

Fáanlegur frá:

ALK-Abelló A/S

ATC númer:

V04CL

INN (Alþjóðlegt nafn):

Lyf til greiningar á ofnæmissjúkdómum

Lyfjaform:

Húðstungupróf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

024603 Hettuglas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2006-02-13

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
SOLUPRICK POSITIV KONTROL, 10 MG/ML,
LAUSN TIL HÚÐPRÓFUNAR
Histamíntvíhýdróklóríð
og
SOLUPRICK NEGATIV KONTROL, lausn til húðprófunar
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Soluprick og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Soluprick
3.
Hvernig nota á Soluprick
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Soluprick
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM SOLUPRICK OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Soluprick er lausn til húðprófunar.
Soluprick Positiv og Negativ kontrol eru eingöngu ætluð til
sjúkdómsgreiningar. Þau eru notuð til
húðprófunar til að meta hvaða efni valda ofnæmisviðbrögðum.
Soluprick Negativ kontrol mun ekki valda neinum viðbrögðum.
Histamín tvíhýdróklóríðið í Soluprick
Positiv Kontrol framleiðir jákvæð viðbrögð sem eru
rauðkláðaþot með eða án roðaþots sem sýnir
lækninum að húðprófunin virkar. Þessar prófanir eru
sérstaklega mikilvægar ef þú hefur notað lyf sem
draga úr virkni húðprófana t.d. andhistamín, sum þunglyndislyf
eða staðbundin öflugur steraáburður.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA SOLUPRICK
_ _
EKKI MÁ NOTA SOLUPRICK POSITIV EÐA NEGATIV KONTROL
-
ef þú hefur einhvern tíma fengið slæm viðbrögð við notkun
lyfsins eða öðru lyfi sem inniheldur
histamín tvíhýdróklóríð eða einhverju öðru innihaldsefni.
-
ef þú ert með húðvandamál á svæðinu þar sem húðprófunin
á að fara fram.
ef þú hefur ofnæmi fyrir fenóli.
Hafið samband við l
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Soluprick Positiv kontrol 10 mg/ml, lausn til húðprófunar
Soluprick Negativ kontrol, lausn til húðprófunar
2.
INNIHALDSLÝSING
Soluprick Positiv kontrol: Histamín tvíhýdróklóríð 10 mg/ml
Soluprick Negativ kontrol: Engin virk efni.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Lausn til húðprófunar.
Tær vatnslausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Þetta lyf er eingöngu ætlað til sjúkdómsgreiningar.
Jákvæður og neikvæður staðall til greiningar á sértækum IgE
ofnæmissjúkdómum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Húðpróf er framkvæmt með því að láta dropa af efninu á
yfirborð húðarinnar. Stingið á húðina með
því að nota bíld. Gera má húðprófið á lófalægri hlið
framhandleggs eða á bakinu.
Soluprick Positiv kontrol (histamín tvíhýdróklóríð 10 mg/ml) er
notað sem viðmiðun til að meta
almenn viðbrögð við húðprófinu og Soluprick Negativ kontrol er
notaður til að meta ósérhæfð
viðbrögð.
Starfsfólk með reynslu á þessu sviði á að gera húðprófin.
Framkvæmd húðprófa
-
Húðpróf eru helst gerð á lófalægri hlið framhandleggs. Einnig
er hægt að gera prófið á baki
sjúklings.
-
Húðin þarf að vera hrein og þurr og mælt er með að hún sé
þvegin með alkóhóllausn.
-
Hver próflausn og jákvæður og neikvæður staðall eru sett sem
dropar á húðina með yfir
1,5 cm millibili. Framhandleggur skal vera í hvíldarstöðu. Setja
skal jákvæðan og neikvæðan
staðal síðast.
-
Stungið er í gegnum efsta lag húðar með 1 mm stöðluðum bíldi
hornrétt á húðina í gegnum
dropann. Nota verður nýjan bíld fyrir hvern ofnæmisvaka.
-
Haldið bíldnum í um 1 sekúndu og síðan er hann dreginn til baka.
-
Umfram dropar eru þurrkaðir af með þurrku. Áríðandi er að
blanda ekki ofnæmisvökunum
saman.
-
Meta á viðbrögðin eftir 15 mínútur.
-
Jákvæð viðbrögð eru rauðkláðaþot (wheal) með eða án
roðaþots (erythema
                                
                                Lestu allt skjalið