Relpax Filmuhúðuð tafla 40 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
01-03-2021

Virkt innihaldsefni:

Eletriptanum brómíð

Fáanlegur frá:

Upjohn EESV

ATC númer:

N02CC06

INN (Alþjóðlegt nafn):

Eletriptanum

Skammtar:

40 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

553339 Þynnupakkning V0237; 553206 Þynnupakkning V0237

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2001-08-15

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
RELPAX
20 MG EÐA 40 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
eletriptan
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Relpax og við hverju það er notað.
2.
Áður en byrjað er að nota Relpax.
3.
Hvernig nota á Relpax.
4.
Hugsanlega aukaverkanir.
5.
Hvernig geyma á Relpax.
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar.
1.
UPPLÝSINGAR UM RELPAX OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Relpax inniheldur virka efnið eletriptan. Relpax tilheyrir flokki
lyfja, svonefndra serótónín-
viðtakaörva. Serótónín er efni í heilanum og veldur samdrætti
í æðunum.
Relpax er notað við meðferð á höfuðverk, tengdum
mígreniköstum með eða án fyrirboða hjá
fullorðnum. Fyrirboði getur verið sjóntruflanir, dofi og
taltruflanir sem geta komið fram á undan
höfuðverknum.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA RELPAX
EKKI MÁ NOTA RELPAX:
•
Ef um er að ræða ofnæmi fyrir eletriptani eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
•
Ef þú hefur alvarlegan lifrar- eða nýrnasjúkdóm.
•
Ef þú hefur í meðallagi alvarlegan til alvarlegan háþrýsting
eða ómeðhöndlaðan háþrýsting.
•
Ef þú hefur 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Relpax 20 mg eða 40 mg, filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Relpax 20 mg filmuhúðaðar töflur
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 20 mg af eletriptani (sem
hýdróbrómið).
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 23 mg af laktósa og 0,036 mg af
sólsetursgulu.
Relpax 40 mg filmuhúðaðar töflur
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 40 mg af eletriptani (sem
hýdróbrómið).
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 46 mg af laktósa og 0,072 mg af
sólsetursgulu.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
Relpax 20 mg filmuhúðaðar töflur
Kringlóttar, kúptar, appelsínugular töflur, merktar ,,REP20“ á
annarri hliðinni og ,,Pfizer“ á hinni.
Relpax 40 mg filmuhúðaðar töflur
Kringlóttar, kúptar, appelsínugular töflur, merktar ,,REP40“ á
annarri hliðinni og ,,Pfizer“ á hinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Relpax er ætlað til bráðrar meðferðar á höfuðverk
mígrenikasta, með eða án fyrirboða (aura) hjá
fullorðnum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Relpax töflur á að taka svo fljótt sem auðið er eftir að
mígrenihöfuðverkur byrjar, en lyfið verkar
einnig þótt það sé tekið á síðari stigum mígrenikasta.
Sýnt hefur verið fram á að Relpax, tekið meðan á fyrirboða
stendur, kemur ekki í veg fyrir höfuðverk.
Því á aðeins að taka Relpax eftir að mígrenihöfuðverkurinn
byrjar.
Relpax töflur á ekki að taka sem fyrirbyggjandi við mígreni.
_Fullorðnir (18-65 ára): _
_ _
Ráðlagður upphafsskammtur er 40 mg.
2
_Ef höfuðverkur kemur að nýju innan 24 klst.: _
Ef mígrenihöfuðverkur kemur að nýju innan 24 klst. frá
því að fyrra kast kom hefur annar skammtur af Relpax í sama
styrkleika reynst árangursríkur.
Ef þörf er á viðbótarskammti á ekki að taka hann innan 2 klst.
frá upphafsskammti.
_ _
_ _
_Ef lyfið gefur enga svörun: _
Ef sjúklingur sýnir eng
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru