Puri-nethol Tafla 50 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
21-08-2023

Virkt innihaldsefni:

Mercaptopurinum INN

Fáanlegur frá:

Aspen Pharma Trading Limited

ATC númer:

L01BB02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Mercaptopurinum

Skammtar:

50 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

576714 Töfluílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1966-11-04

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
PURI-NETHOL 50 MG TÖFLUR
mercaptopurin
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ TAKA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Puri-nethol og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Puri-nethol
3.
Hvernig nota á Puri-nethol
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Puri-nethol
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PURI-NETHOL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Puri-nethol inniheldur virka efnið mercaptopurin. Mercaptopurin
tilheyrir lyfjaflokki sem er þekktur
sem frumudrepandi lyf (einnig kölluð krabbameinslyf) og virkar með
því að fækka nýjum frumum í
blóði sem líkaminn myndar.
Puri-nethol er notað við krabbameini í blóði (hvítblæði) hjá
fullorðnum, unglingum og börnum.
Það er sjúkdómur sem ágerist mjög hratt og eykur fjölda nýrra
hvítra blóðkorna. Þessi nýju hvítu
blóðkorn eru óþroskuð (ófullmótuð) og geta hvorki vaxið né
starfað á eðlilegan hátt. Þau eru því ófær
um að berjast gegn sýkingum og geta valdið blæðingum.Spyrðu
lækninn ef þú óskar þess að fá nánari
upplýsingar um sjúkdóminn
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.

                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Puri-nethol 50 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver 50 mg tafla inniheldur 50 mg af virka efninu mercaptopurini.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver tafla inniheldur 59 mg laktósaeinhýdrat.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
Töflurnar eru gular með deilistriki með áletruninni „PT/50“ á
annarri hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1 ÁBENDINGAR
Mercaptopurin er ætlað til meðferðar við bráðu hvítblæði
hjá fullorðnum, unglingum og börnum.
Það má nota við:
-
Bráðu lymphoblastísku hvítblæði (acute lymphoblastic leukaemia,
[ALL]);
-
Bráðu formerglingahvítblæði (acute promyelocytic leukaemia
[APL])/Bráðu
kyrningahvítblæði (acute myeloid leukaemia M3 [AML M3]).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Meðferð með mercaptopurini á að vera undir umsjón læknis eða
annars heilbrigðisstarfsmanns með
reynslu í að meðhöndla sjúklinga með ALL og APL (AML M3).
Skammtar
Skammtar stjórnast af nákvæmu eftirliti með eiturverkunum á
blóði og því skal laga skammta á
nákvæman hátt að hverjum sjúklingi fyrir sig í samræmi við
meðferðaráætlun sem notuð er hverju
sinni.
Háð fasa meðferðar skulu upphafsskammtar eða markskammtar vera
lægri hjá sjúklingum með skerta
eða enga ensímvirkni tíópúrín metýltransferasa (TPMT) (sjá
kafla 4.4).
Fyrir fullorðna og börn er venjulegur skammtur 2,5 mg/kg
líkamsþunga á dag, eða 50 til 75 mg/m
2
líkamsyfirborðs á dag, en skammtastærð og tímalengd meðferðar
eru háð því hvernig önnur
frumudrepandi lyf eru notuð samhliða mercaptopurini og því hve
stórir skammtar eru gefnir af þeim.
Skammtastærðir skal aðlaga vandlega að hverjum einstökum
sjúklingi.
2
Mercaptopurin hefur verið notað í ýmis konar samsettri meðferð
við bráðu hvítblæði, og á að skoða
ritaðar heimildir og núverandi leiðbeiningar um meðferð varðandi
nánari upplýsingar.
Rannsóknir sem gerðar hafa verið hjá börnum með brátt
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru