Prometazin Actavis Filmuhúðuð tafla 25 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
03-10-2023

Virkt innihaldsefni:

Promethazinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Actavis Group PTC ehf.

ATC númer:

R06AD02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Promethazinum

Skammtar:

25 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

545827 Þynnupakkning hvít ógegnsæ PVC/PCTFE þynna og slétt yfirfilma úr áli sem þrýsta má í gegnum eða PVC/PCTFE/PCV þynna og yfirfilma úr áli V0903

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2016-08-03

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
PROMETAZIN ACTAVIS 25 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
prómetazínhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Prometazin Actavis og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Prometazin Actavis
3.
Hvernig nota á Prometazin Actavis
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Prometazin Actavis
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PROMETAZIN ACTAVIS OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Prometazin Actavis inniheldur lyf sem kallast
prómetazínhýdróklóríð. Það tilheyrir flokki lyfja sem
kallast fentíazín. Það virkar með því að hemja náttúrlega
efnið histamín í líkamanum sem veldur kláða
sem fylgir ofnæmisviðbrögðum. Þetta lyf hefur einnig slævandi
áhrif.
Prometazin Actavis er hægt að nota við eftirfarandi aðstæður:
-
skammtíma meðferð við svefnvandamálum
-
skammtíma meðferð við kvíðaeinkennum
-
til að stuðla að aukinni slökun fyrir skurðaðgerð eða
tannaðgerð
-
til meðferðar við eða til að hindra ferðaveiki (t.d. sjóveiki)
-
til meðferðar við kláða í húð og ofnæmi
-
til að koma í veg fyrir ógleði og sundl
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða f
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Prometazin Actavis 25 mg filmuhúðaðar töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 25 mg af
prómetazínhýdróklóríði.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
_ _
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla
Hvítar, sporöskjulaga, 9,8 x 6,2 mm, tvíkúptar filmuhúðaðar
töflur, merktar með „C25“ á annarri
hliðinni og sléttar á hinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
-
Skammtíma meðferð við svefnvandamálum
-
Skammtíma meðferð við kvíðaeinkennum
-
Lyfjaforgjöf við skurð- og tannaðgerðir
-
Ferðaveiki
-
Ofnæmisviðbrögð af ýmsum orsökum
-
Kláði
-
Ógleði og svimi (morgunógleði, Ménieres sjúkdómur, ógleði
eftir geislameðferð og svæfingu)
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Nota á lægsta virka skammt af Prometazin Actavis í eins stuttan
tíma og hægt er. Ekki á að nota meira
en ráðlagðan skammt (sjá kafla 4.4).
SKAMMTÍMA MEÐFERÐ VIÐ KVÍÐAEINKENNUM:
Fullorðnir: 25-50 mg, 1-3 sinnum á dag.
SKAMMTÍMA MEÐFERÐ VIÐ SVEFNVANDAMÁLUM:
_Fullorðnir: _
25-50 mg að kvöldi, 1-2 klst. fyrir svefn
_ _
Þessi skammtur getur stundum valdið leifum af svefnhöfga að
morgni, sem hverfa eftir samfellda
notkun lyfsins í nokkra daga. Í mörgum tilvikum nást viðunandi
áhrif með minni skammti. Í alvarlegri
tilvikum er skammturinn aukinn.
_Börn á aldrinum 5-12 ára_
: 25 mg, 1-2 klst. fyrir svefn.
Yfirleitt dregur úr svæfandi áhrifunum við samfellda notkun. Ef um
er að ræða alvarleg
svefnvandamál getur þurft að gefa lyfið með hléum (sleppa
þriðju eða fjórðu hverri nótt).
Aldraðir geta alla jafna notað prómethazín samfleytt sem svefnlyf.
Sjúklingar með einhverja meinsemd þola mjög sjaldan stóra
skammta.
FERÐAVEIKI:
2
_Fullorðnir_
: 25 mg, 1-2 klst. áður en farið er í ferð eða að öðrum kosti
kvöldið fyrir ferðina. Ef nauðsyn
krefur má taka tvo viðbótarskammta á 24 klst. tímabili.
OFNÆMISSJÚKDÓMAR:
_Fullorðnir_
: 25-50 mg að kvöldi.
FORLYFJAG
                                
                                Lestu allt skjalið