Prednisolon EQL Pharma Tafla 5 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
24-10-2022

Virkt innihaldsefni:

Prednisolonum INN

Fáanlegur frá:

EQL Pharma AB

ATC númer:

H02AB06

INN (Alþjóðlegt nafn):

Prednisolonum

Skammtar:

5 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

569171 Þynnupakkning PVC/PVdC/álþynnur ; 409594 Glas Hvít HDPE-glös með hvítu PP-skrúfloki með innsigli. V0414

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2019-01-22

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
PREDNISOLON EQL PHARMA 5 MG TÖFLUR
prednisolon
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Prednisolon EQL Pharma og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Prednisolon EQL Pharma
3.
Hvernig nota á Prednisolon EQL Pharma
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Prednisolon EQL Pharma
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PREDNISOLON EQL PHARMA
OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Prednisolon EQL Pharma er barksteri sem kemur í veg fyrir og bælir
ofnæmissjúkdóma, bólgu- og
gigtarsjúkdóma.
Lyfið er notað þegar þörf er á að bæla viðbrögð líkamans,
eins og bólgusvar við iktsýki. Önnur dæmi
sem má nefna eru bandvefssjúkdómur (SLE), bólga í æðaveggjum,
breytingar á bandvef, astmi,
alvarleg bólga í ristli (sáraristilbólga), ákveðnir
blóðsjúkdómar, alvarlegir ofnæmiskvillar og meðferð
við æxlum.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PREDNISOLON EQL PHARMA
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA PREDNISOLON EQL PHARMA:
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir prednisoloni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
•
ef þú ert með sve
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Prednisolon EQL Pharma 5 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 5 mg af prednisoloni.
Hjálparefni með þekkta verkun: 80 mg af laktósaeinhýdrati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
Hvít, kringlótt, flöt tafla, 7 mm í þvermál.
Taflan er með deiliskoru á annarri hliðinni og henni má skipta í
jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Ósértæk meðferð þegar um er að ræða ástand þar sem þörf
er á bólgueyðandi og ónæmisbælandi
verkun prednisolons. Dæmi um slíkt er m.a. iktsýki, rauðir úlfar
(SLE), ákveðnar gerðir æðabólgu eins
og risafrumuslagæðabólga (arteritis temporalis) og
risafrumuæðabólga (periarteritis nodosa), sarklíki,
berkjuastmi, sáraristilbólga, blóðlýsublóðleysi og
kyrningafæð og alvarlegt ofnæmi.
Í meðferð við æxlum, í sumum tilfellum þegar um
bráðahvítblæði er að ræða, eitilæxli,
brjóstakrabbamein og blöðruhálskirtilskrabbamein.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Einstaklingsbundið. Almennt, 10-30 mg á dag. Í mjög alvarlegum
neyðartilfellum má gefa allt að
50-60 mg eða meira í nokkra daga. Þegar fullnægjandi svörun er
náð skal minnka dagskammtinn um
2,5-5 mg fimmta hvern dag (hraðar þegar um stærstu skammta er að
ræða) í lágmarks
viðhaldsskammt. Æskilegt er að sá skammtur sé ekki stærri en 10
mg á dag.
Ef allur viðhaldsskammturinn er gefinn að morgni (kl. 8) verkar
prednisolon líkt og náttúruleg
dægursveifla nýrnahettubarkar og veldur lágmarks bælingu á
nýrnahettuberki.
Almennt má íhuga þessa skammtaáætlun í upphafi. Hins vegar, í
sumum tilfellum, t.d. við iktsýki með
verulegum stífleika að morgni og hjá astmasjúklingum sem þurfa
barkstera á nóttunni, getur hentað
betur að gefa skammt seint að kvöldi eða að skipta skammtinum.
Í sumum tilfellum þegar um er að ræða astma, ofnæmi,
húðsjúkdóma o.s.frv. getur hentað betur að
gefa tvöfaldan skammt í einu
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru