Postinor Tafla 1,5 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
31-08-2021

Virkt innihaldsefni:

Levonorgestrelum INN

Fáanlegur frá:

Gedeon Richter Plc.*

ATC númer:

G03AD01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Levonorgestrelum

Skammtar:

1,5 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(L R) Ekki lyfseðilsskylt/ lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

181890 Þynnupakkning PVC/ál-þynna með einni töflu. Þynnunni er pakkað í kassa.

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2006-03-15

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
POSTINOR 1,5 MG TÖFLUR
levónorgestrel
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og lyfjafræðingur hefur
mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Postinor og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Postinor
3.
Hvernig nota á Postinor
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Postinor
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM POSTINOR OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Postinor er neyðargetnaðarvörn sem nota á innan 72 klst. (3 daga)
eftir óvarðar samfarir eða ef
getnaðarvarnir hafa brugðist.
Það á við í eftirfarandi tilfellum:
-
Þegar engin getnaðarvörn var notuð við samfarir.
-
Þegar getnaðarvörnin var rangt notuð, t.d. ef verja rifnaði, rann
af eða var notuð á rangan hátt,
ef leghringur eða hetta færðist úr stað, rifnaði, var ónýt
fyrir eða tekin út of snemma, ef ekki
tókst að rjúfa samfarir (t.d. sæði sprautast inn í leggöng eða
á ytri kynfæri).
Postinor inniheldur samtengt efni, levonorgestrel, sem líkir eftir
hormóni í líkamanum.
Það kemur í veg fyrir um 84% væntanlegra þungana þegar það er
tekið innan 72 klst. eftir óvarðar
samfarir. Það mun ekki koma í veg fyrir þungun í öllum tilfellum
og er áhrifaríkara ef það er tekið eins
fljótt og hægt er eftir óvarðar samfarir. Betra er að taka það
innan 12 klst. frekar en að bíða þangað til
á þriðja degi.
Postinor er talið verka með því að:
•
hindra egglos;
•
hindra að 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Postinor 1,5 mg, tafla.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 1,500 míkrógrömm af levónorgestreli.
Hjálparefni með þekkta verkun: 142,5 mg af laktósaeinhýdrati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
Nærri hvít, flöt tafla sem er um 8 mm í þvermál með
áletruninni „G00“ á annarri hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Neyðargetnaðarvörn eigi síðar en 72 klst. eftir óvarðar
samfarir eða eftir að getnaðarvörn sem verið er
að nota bregst.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Takið eina töflu eins fljótt og hægt er, helst innan 12
klukkustunda og eigi síðar en 72 klukkustundum
eftir óvarðar samfarir (sjá kafla 5.1).
Kona sem kastar upp innan þriggja klst. eftir að hafa tekið
töfluna skal umsvifalaust taka aðra töflu.
Konum sem notað hafa ensímvirkjandi lyf á síðastliðnum 4 vikum
og þurfa að nota
neyðargetnaðarvörn er ráðlagt að nota neyðargetnaðarvörn án
hormóna, þ.e. koparlykkju eða að taka
tvöfaldan skammt af levónorgestreli (þ.e. 2 töflur samtímis) ef
þær geta ekki eða vilja ekki nota
koparlykkju (sjá kafla 4.5).
Postinor má taka hvenær sem er á tíðahringnum, ef konan er ekki
komin fram yfir áætlaða
tíðablæðingu.
Eftir notkun neyðargetnaðarvarnar er ráðlagt að nota staðbundna
getnaðarvörn (t.d. verju, hettu,
sæðisdrepandi efni eða leghálshúfu) þar til næsta
tíðablæðing hefst. Notkun levónorgestrels er ekki
frábending fyrir áframhaldandi notkun á reglubundnum
hormónagetnaðarvörnum.
_Börn_
Notkun Postinor neyðargetnaðarvarnar á aldrei við hjá börnum sem
ekki eru orðin kynþroska.
2
Lyfjagjöf
Til inntöku.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Neyðargetnaðarvörn skal einungis notuð í sérstökum tilvikum.
Hún á undir engum kringumstæðum að
koma í staðinn fyrir r
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru