Penomax Filmuhúðuð tafla 200 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
09-10-2023

Virkt innihaldsefni:

Pivmecillinamum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Orion Corporation

ATC númer:

J01CA08

INN (Alþjóðlegt nafn):

Pivmecillinamum

Skammtar:

200 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

148263 Þynnupakkning Blister pack consists of cold form laminate Alu-Alu peelable V0577; 148285 Töfluílát Bulk pack consists of Low Density Polyethylene (LDPE) bag ; 148274 Þynnupakkning Blister pack consists of cold form laminate Alu-Alu peelable

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2012-04-20

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
PENOMAX 200 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
pivmecillinamhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Penomax og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Penomax
3.
Hvernig nota á Penomax
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Penomax
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PENOMAX OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Virka innihaldsefnið í Penomax, pivmecillinam, er sýklalyf sem
tilheyrir lyfjaflokki sem kallast
penicillín. Penomax verkar með því að drepa bakteríur sem valda
sýkingu. Ef sýkingin er ekki
meðhöndluð getur bakterían haldið áfram að fjölga sér í
líkamanum.
Penomax er notað við þvagfærasýkingum.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PENOMAX
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA PENOMAX
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir pivmecillinami eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp
í kafla 6)
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir penicillíni eða cefalósporín
sýklalyfjum
-
ef um er að ræða þekkt þrengsli í vélinda og/eða
teppusjúkdóm í meltingarveginum
-
ef um er að ræða þekktan meðfæddan efnaskiptasjúkdóm svo sem
sjúkdóm
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Penomax 200 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur pivmecillinamhýdróklóríð 200 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
Penomax 200 mg filmuhúðaðar töflur: [Stærð: 9,6 mm]
Hvítar til beinhvítar kringlóttar, kúptar, filmuhúðaðar töflur
merktar með „F“
á annarri hliðinni og
„48“ á hinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Þvagfærasýkingar án fylgikvilla.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir og unglingar: _
Venjulegur skammtur fyrir fullorðna er 200-400 mg 3 sinnum á
sólarhring.
_Börn 5 ára og eldri: _
200 mg 3 sinnum á sólarhring.
_Aldraðir: _
Ekki er nauðsynlegt að breyta skammti.
_ _
_Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi: _
Ekki er nauðsynlegt að breyta venjulegum skömmtum.
_ _
_Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi: _
Ekki er nauðsynlegt að breyta skammti.
_ _
Lyfjagjöf
Töflurnar á að taka sitjandi eða standandi, með að minnsta kosti
hálfu glasi af vatni. Ef taflan festist
getur langvarandi snerting við slímhúð valdið ertingu og
sáramyndun í vélinda.
2
4.3
FRÁBENDINGAR
•
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
•
Ofnæmi fyrir penicillíni eða cefalósporíni.
•
Allir sjúkdómar sem valda hindrun á flæði um vélinda t.d.
þrengsli í vélinda og/eða teppa í
meltingarvegi, því að langvarandi snerting töflunnar við
slímhúð getur valdið ertingu og
sáramyndun.
•
Sjúklingar með meðfæddan efnaskiptasjúkdóm svo sem skort á
karnitín flutningspróteini eða
óeðlilega lífræna þvagsýrumyndun (organic aciduria type) svo sem
metýlmalón þvagsýringu eða
própíon blóðsýringu.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Þó svo að ekki hafi verið sýnt fram á krossofnæmi milli annarra
penicillínafleiða eða cefalósporína er
möguleiki á krossofnæmi talinn vera til staðar (sjá kafla 4.3).
Vegna 
                                
                                Lestu allt skjalið