Paxetin Filmuhúðuð tafla 20 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
13-02-2023

Virkt innihaldsefni:

Paroxetinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Teva B.V.*

ATC númer:

N06AB05

INN (Alþjóðlegt nafn):

Paroxetinum

Skammtar:

20 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

022537 Glas Plastglas V0321

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2003-09-15

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
PAXETIN 20 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
_ _
paroxetin
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Paxetin og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Paxetin
3.
Hvernig nota á Paxetin
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Paxetin
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PAXETIN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
PAXETIN ER ÆTLAÐ TIL MEÐFERÐAR VIÐ ÞUNGLYNDI OG/EÐA
KVÍÐARÖSKUNUM HJÁ FULLORÐNUM.
Þær kvíðaraskanir sem Paxetin er notað gegn eru:
-
þráhyggju- og árátturöskun (endurteknar þráhyggjuhugsanir með
stjórnlausri hegðun)
-
ofsakvíði (kvíðaköst, þ.á m. vegna víðáttufælni)
-
félagsfælni (ótti eða fælni við félagslegar aðstæður)
-
áfallastreituröskun (kvíði í kjölfar áfalls)
-
almenn kvíðaröskun (almennur kvíði og taugaspenna).
Paxetin er í flokki lyfja sem nefnd eru sérhæfðir
serótónín-endurupptökuhemlar (SSRI - selective
serotonine reuptake inhibitors). Ekki er að fullu ljóst hvernig
Paxetin og önnur lyf í sama flokki verka
en það getur verið að þau hjálpi með því að hækka gildi
serótóníns í heilanum.
Mikilvægt er að fá viðeigandi meðferð gegn þunglyndi og
kvíðaröskunum til þess að ná bata.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PAXETIN
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúk
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Paxetin 20 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 20 mg paroxetín (sem
hýdróklóríð).
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 0,24 mg af sojalesitíni.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
Töflurnar eru hvítar, tvíkúptar, kringlóttar með deiliskoru og
eru 10 mm í þvermál. Merktar með „P“ á
öðrum fleti og „20“ á hinum.
Töflunni má skipta í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Meðferð við:
−
Alvarlegum þunglyndisköstum
−
Þráhyggju- og árátturöskun
−
Felmtursröskun með eða án víðáttufælni
−
Félagslegum ótta/félagsfælni
−
Almennri kvíðaröskun
−
Áfallastreituröskun
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Alvarleg þunglyndisköst _
Ráðlagður skammtur er 20 mg á dag. Yfirleitt fer ástand
sjúklingsins að batna eftir eina viku en þó
getur verið að bati komi fram frá og með annarri viku meðferðar.
Eins og á við um öll þunglyndislyf á
að endurskoða skammta innan 3 til 4 vikna frá upphafi meðferðar
og breyta þeim ef nauðsynlegt þykir
og eftir það eins og talið er klínískt hæfilegt. Hjá sumum
sjúklingum sem sýna ekki nægilega svörun
við 20 mg, má auka skammtinn smám saman allt að hámarki 50 mg á
dag í 10 mg þrepum, í samræmi
við svörun sjúklingsins. Meðhöndla á þunglyndissjúklinga í
a.m.k. 6 mánuði til að fullvíst sé að
einkennin séu horfin.
_Þráhyggju- og árátturöskun _
Ráðlagður skammtur er 40 mg á dag. Sjúklingar eiga að hefja
meðferð með 20 mg á dag og auka má
skammtinn smám saman í 10 mg þrepum að ráðlögðum skammti. Ef
svörun er ekki nægileg eftir
nokkurra vikna meðferð við ráðlagða skammta getur það gagnast
sumum sjúklingum að auka
skammtinn smám saman upp að hámarki 60 mg á dag. Meðhöndla á
sjúklinga með þráhyggju- og
2
árátturöskun nægilega lengi til að 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru