Paracetamol Medical Valley Filmuhúðuð tafla 500 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
30-11-2023

Virkt innihaldsefni:

Paracetamolum INN

Fáanlegur frá:

Medical Valley Invest AB

ATC númer:

N02BE01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Paracetamolum

Skammtar:

500 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

505956 Glas HDPE V0230; 517211 Glas HDPE

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2021-03-30

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
PARACETAMOL MEDICAL VALLEY 500 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
PARACETAMOL MEDICAL VALLEY 1 G FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
parasetamól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðing ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Paracetamol Medical Valley og við hverju það er
notað
2.
Áður en byrjað er að nota Paracetamol Medical Valley
3.
Hvernig nota á Paracetamol Medical Valley
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Paracetamol Medical Valley
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PARACETAMOL MEDICAL VALLEY OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER
NOTAÐ
Paracetamol Medical Valley inniheldur parasetamól sem tilheyrir
flokki lyfja sem kallast
verkjastillandi og hitalækkandi lyf.
Paracetamol Medical Valley er notað við höfuðverk, tannverk,
tíðaverk, vöðva- og liðverkjum,
gigtarverkjum, hita vegna kvefs og illkynja ofhita.
Paracetamol Medical Valley 500 mg er ætlað fullorðnum og börnum
eldri en 3 ára (>15 kg).
Paracetamol Medical Valley 1 g er ætlað fullorðnum og unglingum sem
vega meira en 40 kg (eldri en
12 ára).
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PARACETAMOL MEDICAL VALLEY
EKKI MÁ NOTA PARACETAMOL MEDICAL VALLEY
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
ef um er að ræða mikið skerta lifrarstarfsemi
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Ekki taka Paracetamol Medical Valley án lyfseðils
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Paracetamol Medical Valley 500 mg filmuhúðaðar töflur.
Paracetamol Medical Valley 1 g filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
_500mg _
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
_1g _
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 1 g af parasetamóli.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
Parasetamól filmuhúðaðar töflur, 500 mg, eru hvítar til næstum
hvítar, (um 17 mm x 8 mm) hylkislaga
filmuhúðaðar töflur með deiliskoru á annarri hliðinni en ekki
á hinni.
Parasetamól filmuhúðaðar töflur, 1 g, eru hvítar til næstum
hvítar, (um 21 mm x 10 mm) hylkislaga
filmuhúðaðar töflur með deiliskoru á annarri hliðinni en ekki
á hinni.
Töflunni má skipta í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Einkennameðferð við höfuðverk, tannverk, tíðaverk, vöðva- og
liðverkjum, gigtarverkjum, hita vegna
kvefs og illkynja ofhita.
Paracetamol Medical Valley 1 g er ætlað fullorðnum og unglingum sem
vega meira en 40 kg (eldri en
12 ára).
Paracetamol Medical Valley 500 mg er ætlað fullorðnum og börnum
eldri en 3 ára (>15 kg).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_PARACETAMOL MEDICAL VALLEY 1 G _
Fullorðnir og unglingar (>40 kg (>12 ára))
½-1 tafla tafla (500 mg-1 g) á 4-6 klst. fresti 3-4 sinnum á dag.
Hámarksskammtur á sólarhring er 4 g.
Í einstaka tilfellum getur 500 mg 3-4 sinnum á dag verið
nægjanlegt.
Ekki er ráðlegt að gefa börnum yngri en 12 ára eða sem vega
minna en 40 kg Paracetamol Medical
Valley 1 g.
_PARACETAMOL MEDICAL VALLEY 500 MG _
Fullorðnir og unglingar (>40 kg (>12 ára))
1-2 töflur (500-1 g) á 4-6 klst. fresti. Hámarksskammtur á
sólarhring er 4 g.
_Börn _
Börn og unglingar
10-15 mg/kg 3-4 sinnum á dag, hámarksskammtur á sólarhring er 60
mg/kg, sjá töflu að neðan.
_PARACETAMOL MEDICAL VALLEY 500 MG_
Líkamsþyngd
Aldur
Skammtar
15-25 kg
3-7 ára
½ tafla (250 mg) af par
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru