Nicorette Nefúði, lausn 0,5 mg/skammt

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
18-09-2023

Virkt innihaldsefni:

Nicotinum INN

Fáanlegur frá:

McNeil Denmark ApS

ATC númer:

N07BA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Nicotinum

Skammtar:

0,5 mg/skammt

Lyfjaform:

Nefúði, lausn

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

194029 Glas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1994-04-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
NICORETTE 0,5 MG/SKAMMT NEFÚÐI
NIKÓTÍN
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn,
lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Nicorette nefúða og við hverju hann er notaður
2.
Áður en byrjað er að nota Nicorette nefúða
3.
Hvernig nota á Nicorette nefúða
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Nicorette nefúða
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM NICORETTE NEFÚÐA OG VIÐ HVERJU HANN ER NOTAÐUR
Nicorette nefúði er notaður sem hjálpartæki til að hætta að
reykja. Notkun hans dregur úr nikótínþörf
og fráhvarfseinkennum. Úr Nicorette færðu það nikótín sem þú
venjulega færð úr tóbakinu. Nikótín
fer út í blóðið í gegnum slímhúð nefsins. Meðferðin er
ætluð þeim sem reykja, 15 ára og eldri.
Þú getur notað Nicorette ef þú vilt:
•
hætta að reykja
•
tímabundið hætta að reykja
•
draga úr reykingunum.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki. Ef
læknirinn hefur sagt þér að nota
Nicorette við einhverju öðru skaltu alltaf fylgja fyrirmælum
læknis.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA NICORETTE NEFÚÐA
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Nicorette 0,5 mg/skammt nefúði, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Nikótín 0,5 mg/skammt (úða).
Hjálparefni með þekkta verkun
Metýlparahýdroxýbensóat.
Própýlparahýdroxýbensóat.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Nefúði, lausn.
Tær lausn í úðaíláti.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Meðferð við tóbaksfíkn hjá einstaklingum eldri en 15 ára með
því að draga úr nikótínþörf og
fráhvarfseinkennum. Meðferðin auðveldar því reykingarfólki að
venja sig af tóbaki:
•
sem hefur áhuga á að hætta að reykja
•
sem tímabundið þarf að hætta að reykja
•
sem ekki getur hætt eða ekki vill hætta reykingum en vill draga úr
þeim.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Fullorðnir
Einn úði (0,5 mg) í hvora nös við reykingarþörf. Upphafsskammt
skal miða við það hve háður
sjúklingurinn er nikótíni.
Nefúðann skal nota þegar sígarettur hefðu að öðrum kosti
verið reyktar eða um leið og upp kemur
reykingarþörf, til að forðast reykingar. Til að hámarka
líkurnar á árangursríkri stöðvun reykinga er
mikilvægt að nota ekki of litla skammta, því skal hvetja
sjúklinga til að nota a.m.k. 8 skammta á
sólarhring. Nota skal nægilega marga skammta, 1-2 skammta á
klukkustund (hámark 3) í upphafi
meðferðar, þó að hámarki 40 skammta (80 úða) á sólarhring.
Nikótíngjöf skal stöðva tímabundið ef einkenni ofskömmtunar
nikótíns koma fram. Minnka skal
nikótíninntöku, annað hvort með því að minnka skammtatíðnina
eða styrkleikann, ef einkenni
ofskömmtunar eru viðvarandi (sjá kafla 4.9).
Ráðgjöf og leiðsögn eykur venjulega líkur á því að fólki
takist að hætta að reykja.
_Notkun þegar reykingum er hætt _
Hvetja skal sjúkling til að hætta reykingum alveg þegar meðferð
hefst.
Ráðlagt er að nota Nicorette nefúða í a.m.k. 3 mánuði áður
en skammtar eru minnkaðir. Síðan er
dregið úr notkuninni á 6-8 vikum með því að m
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru