Monoprost Augndropar, lausn í stakskammtaíláti 50 míkróg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
30-05-2022

Virkt innihaldsefni:

Latanoprostum INN

Fáanlegur frá:

Laboratoires THEA*

ATC númer:

S01EE01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Latanoprostum

Skammtar:

50 míkróg/ml

Lyfjaform:

Augndropar, lausn í stakskammtaíláti

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

046248 Stakskammtaílát LDPE stakskammtaílát pakkað í skammtapoka (samfjölliðu/ál/pólýetýlen/pappír), ; 562254 Stakskammtaílát LDPE stakskammtaílát pakkað í skammtapoka (samfjölliðu/ál/pólýetýlen/pappír),

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2012-09-21

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
MONOPROST 50 MÍKRÓGRÖMM/ML AUGNDROPAR, LAUSN Í STAKSKAMMTAÍLÁTI
Latanóprost
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um MONOPROST og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota MONOPROST
3.
Hvernig nota á MONOPROST
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á MONOPROST
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM MONOPROST OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
MONOPROST
tilheyrir flokki lyfja sem kallast prostaglandín. Það lækkar
þrýstinginn í auganu með
því að auka náttúrulegt útflæði vökva úr auganu út í
blóðið.
MONOPROST er notað við meðferð sjúkdóma svo sem
GLEIÐHORNSGLÁKU
og
HÁUM AUGNÞRÝSTINGI
.
Báðir þessir sjúkdómar tengjast hækkuðum þrýstingi í auganu,
sem með tímanum hefur áhrif á
sjónina.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA MONOPROST
EKKI MÁ NOTA MONOPROST
•
Ef um er að ræða ofnæmi fyrir latanóprosti eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða
hjúkrunarfræðingnum áður en MONOPROST er notað ef
þú heldur að eitthvað af neðangreindum atriðum eigi við um
þig:
•
Ef þú ert að fara í eða hefur farið í aðgerð á augum
(þ.m.t. dreraðgerð).
•
Ef þú ert með augnvand
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
MONOPROST 50 míkrógrömm/ml augndropar, lausn í stakskammtaíláti
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml af augndropum, lausn inniheldur 50 míkróg af latanóprosti.
Einn dropi inniheldur um það bil 1,5 míkrógrömm af latanóprosti.
Hjálparefni með þekkta verkun: 1 ml af augndropum inniheldur 50 mg
af hert fjöloxýl rícínolía
(laxerolía).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Augndropar, lausn í stakskammtaíláti.
Lausnin er svolítið gulleit og ópallýsandi.
pH : 6,5 - 7,5
Osmósuþéttni: 250 - 310 mosmól/kg.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Lækkun augnþrýstings hjá sjúklingum með gleiðhornsgláku (open
angle glaucoma) og hækkaðan
augnþrýsting.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Ráðlagðir skammtar hjá fullorðnum (þ.m.t. öldruðum): _
Ráðlögð meðferð er einn augndropi í sjúka augað/sjúku augun
einu sinni á dag.
Hámarksáhrif fást ef MONOPROST er gefið að kvöldi.
Ekki skal gefa MONOPROST oftar en einu sinni á dag, vegna þess að
sýnt hefur verið fram á að ef
það er gefið oftar dregur úr þrýstingslækkandi verkun í auga.
Ef einn skammtur gleymist skal halda meðferðinni áfram og gefa
næsta skammt eins og venjulega.
_Börn: _
Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun MONOPROST lyfjaformsins.
Lyfjagjöf
Til notkunar í augu.
Eins og á við um alla augndropa er mælt með því að þrýst sé
á tárapokann, við neflæga augnkrókinn, í
eina mínútu, til að koma í veg fyrir hugsanlegt altækt frásog.
Þetta skal gert strax eftir að hver dropi er
settur í augað.
Fjarlægja skal snertilinsur áður en augndroparnir eru settir í
augað og þær má setja í aftur eftir
15 mínútur.
Ef verið er að nota meira en eitt augnlyf, skal gefa lyfin með
a.m.k. fimm mínútna millibili.
Í stakskammtaílátinu er nóg af augndropum til að meðhöndla
bæði augun.
Eingöngu einnota.
2
Þetta lyf er dauðhreinsuð lausn sem inniheldur ekki rotvarnarefni.
Lausnina úr hverju sta
                                
                                Lestu allt skjalið