Mometason Apofri Nefúði, dreifa 50 míkróg/skammt

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
29-01-2021

Virkt innihaldsefni:

Mometasonum fúróat

Fáanlegur frá:

Evolan Pharma AB

ATC númer:

R01AD09

INN (Alþjóðlegt nafn):

Mometasonum

Skammtar:

50 míkróg/skammt

Lyfjaform:

Nefúði, dreifa

Gerð lyfseðils:

(L R) Ekki lyfseðilsskylt/ lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

390439 Glas Hvítt HDPE plastglas með pólýprópýlen nefúðadælu V0677

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2018-04-03

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
MOMETASON APOFRI 50 MÍKRÓGRÖMM/SKAMMT, NEFÚÐI, DREIFA
mometasonfúróat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. (Sjá kafla 4).
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 14 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Mometason Apofri og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Mometason Apofri
3.
Hvernig nota á Mometason Apofri
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Mometason Apofri
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM MOMETASON APOFRI OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
HVAÐ ER MOMETASON APOFRI?
Mometason Apofri inniheldur mometasonfúróat, sem tilheyrir flokki
lyfja sem nefnast barksterar.
Þegar mometasonfúróati er úðað upp í nefið getur það dregið
úr ofnæmisbólgu (þroti og erting í nefi),
hnerra, kláða og nefstíflu eða nefrennsli.
VIÐ HVERJU ER MOMETASON APOFRI NOTAÐ?
Ofnæmiskvef og stöðug nefslímubólga (ofnæmi, svo sem fyrir
rykmaurum og dýrahárum)
Mometason Apofri er notað við einkennum ofnæmiskvefs (einnig
kallað árstíðabundin bólga í nefi) og
stöðugri nefslímubólgu hjá fullorðnum, 18 ára og eldri.
Ofnæmiskvef, sem er árstíðabundið, eru ofnæmisviðbrögð sem
koma fram þegar andað er að sér
frjókornum frá trjám, grösum og illgresi eða sporum frá myglu og
sveppum. Stöðug nefslímubólga
kemur fram allt árið um kring og einkennin geta verið vegna
ofnæmis fyrir ýmsum m
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Mometason Apofri 50 míkrógrömm/skammt nefúði, dreifa.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver úðaskammtur inniheldur mometasonfúróat einhýdrat, sem
jafngildir 50 míkrógrömmum af
mometasonfúróati.
Hjálparefni með þekkta verkun: Lyfið inniheldur 0,02 mg af
benzalkon klóríði í hverjum úðaskammti.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Nefúði, dreifa.
Hvít, einsleit dreifa.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Mometason Apofri nefúði er ætlaður til notkunar hjá fullorðnum
og börnum, 3 ára og eldri, til
meðferðar við einkennum árstíðabundinnar eða langvarandi bólgu
í nefslímhúð (rhinitis).
Mometason Apofri nefúði er ætlaður til meðferðar á sepum í
nefi hjá fullorðnum, 18 ára og eldri.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Eftir að úðadælan hefur fyrst verið undirbúin gefur hver
skammtur af Mometason Apofri nefúða
u.þ.b. 100 mg af mometasonfúróatdreifu, sem inniheldur
mometasonfúróat einhýdrat sem jafngildir
50 míkrógrömmum af mometasonfúróati.
Skammtar
_ _
Árstíðabundin eða langvarandi bólga í nefslímhúð
Fullorðnir (þ.m.t. aldraðir) og börn, 12 ára og eldri: Venjulegur
ráðlagður skammtur er 2 úðaskammtar
(50 míkróg/skammt) í hvora nös einu sinni á dag (heildarskammtur
200 míkrógrömm). Þegar náðst
hefur stjórn á einkennum má minnka skammt í einn úðaskammt í
hvora nös (heildarskammtur
100 míkrógrömm) einu sinni á dag til að viðhalda meðferðinni.
Ef einkenni lagast ekki má auka skammt í að hámarki 4 úðaskammta
í hvora nös einu sinni á dag
(heildarskammtur 400 míkrógrömm). Ráðlagt er að minnka skammt
þegar stjórn hefur náðst á
einkennum.
Börn á aldrinum 3-11 ára: Venjulegur ráðlagður skammtur er einn
úðaskammtur
(50 míkróg/úðaskammt) í hvora nös einu sinni á dag
(heildarskammtur 100 míkrógrömm).
Sýnt hefur verið fram á marktæka klíníska verkun
mometasonfúróat nefúða innan 12 klst. eftir fyrsta
skammt hjá
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru