Mianserin Viatris (Mianserin Mylan) Filmuhúðuð tafla 10 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
04-07-2022

Virkt innihaldsefni:

Mianserinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Viatris Limited

ATC númer:

N06AX03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Mianserinum

Skammtar:

10 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

041898 Þynnupakkning ; 139060 Þynnupakkning PVC/ál

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1994-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
MIANSERIN VIATRIS 10 MG TÖFLUR
MIANSERIN VIATRIS 30 MG TÖFLUR
míanserínhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita
um allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Mianserin Viatris og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Mianserin Viatris
3.
Hvernig nota á Mianserin Viatris
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Mianserin Viatris
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM MIANSERIN VIATRIS OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Mianserin Viatris inniheldur virka efnið míanserínhýdróklóríð.
Míanserínhýdróklóríð tilheyrir flokki
þunglyndislyfja sem notuð eru til meðferðar við mismunandi
tegundum þunglyndis.
Ekki er alveg ljóst hvað veldur þunglyndi, en vitað er að um er
að ræða skort á ákveðnum boðefnum í
heila sem eru nauðsynleg við flutning boða frá einni taugafrumu
til annarrar. Lyf gegn þunglyndi
vinna gegn þessum skorti og hafa þannig áhrif gegn þunglyndinu.
Verið gæti að míanserínhýdróklóríð, sem er að finna í
Mianserin Viatris, sé einnig samþykkt til
meðferðar við öðrum sjúkdómum sem ekki er minnst á í þessum
fylgiseðli. Leitið til lækna,
lyfjafræðinga eða annars heilbrigðisstarfsfólks ef frekari
spurningar vakna og fylgið alltaf
leiðbeiningum þeirra.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA MIANSERIN VIATRIS
EKKI MÁ NOTA 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Mianserin Viatris 10 mg filmuhúðaðar töflur,
Mianserin Viatris 30 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 10 mg eða 30 mg af
míanserínhýdróklóríði.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla
_10 mg_
: hvít, filmuhúðuð, kúpt, 6 mm í þvermál, merkt „MI 10“ og
„G“.
_30 mg_
: hvít, filmuhúðuð, kúpt, 8 mm í þvermál, merkt „MI 30“ og
„G“.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Alvarlegt þunglyndi og geðlægð. Alvarlegt eða langvinnt
þunglyndi án geðlægðar.
Geðhvarfasjúkdómur ásamt þunglyndi. Lyfið er aðeins ætlað til
notkunar þegar meðferð með
hefðbundnum þunglyndislyfjum veldur óásættanlegum aukaverkunum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Einstaklingsbundin skömmtun:_
Dagsskammtinn má taka annað hvort í aðskildum skömmtum eða helst
(vegna áhrifa á svefn) sem einn skammt fyrir nóttina. Stakur
skammtur má ekki vera stærri en 90 mg.
_Fullorðnir_
: Meðferð er hafin með 30-40 mg á dag og skammturinn aðlagaður
miðað við klínísk áhrif.
Virkur skammtur er yfirleitt á milli 30 og 90 mg (oftast 60 mg) á
dag.
_Aldraðir_
: Meðferð er hafin með skammti sem er 30 mg á dag eða minni.
Skammtinn má auka eftir
þörfum undir nákvæmu eftirliti. Minni viðhaldsskammtur, en hjá
þeim sem yngri eru, getur dugað til
að ná klínískri verkun.
Lyfjagjöf
Töflurnar skal gleypa í heilu lagi þar sem
míanserínhýdróklóríð er bragðvont. Meðferð skal standa í
minnst 3, yfirleitt 6, mánuði eftir að bata er náð. Ekki er hægt
að meta hugsanleg áhrif fyrr en eftir
meðferð í 2-3 vikur. Ef ástand sjúklings batnar ekki á innan
við mánuði skal leita ráða hjá sérfræðingi.
Hætta skal meðferð smám saman undir nákvæmu eftirliti vegna
hugsanlegrar endurkomu einkenna.
4.3
FRÁBENDINGAR
Geðhæð.
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
Samhli
                                
                                Lestu allt skjalið