Madopar Quick Lausnartafla 100 mg/25 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
09-01-2023

Virkt innihaldsefni:

Levodopum INN; Benserazidum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Roche Pharmaceuticals A/S

ATC númer:

N04BA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Levodopum og dópadekarboxýlasahemill

Skammtar:

100 mg/25 mg

Lyfjaform:

Lausnartafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

372151 Töfluílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1999-10-19

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
MADOPAR QUICK „62,5“ OG „125“ LAUSNARTÖFLUR
50 mg/12,5 mg og 100 mg/25 mg
levódópa/benserazíð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ TAKA
LYFIÐ.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Madopar Quick og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Madopar Quick
3.
Hvernig nota á Madopar Quick
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Madopar Quick
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM MADOPAR QUICK OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
−
Madopar Quick er lyf við Parkinsonsveiki, sem tilheyrir flokknum
dópamínvirk efni.
−
Madopar Quick eykur verkun dópamíns (boðefni í heila). Það
dregur þar með úr einkennum
Parkinsonsveiki eins og vöðvastífleika og skjálfta. Madopar Quick
inniheldur 2 efni. Annars
vegar levódópa sem bætir upp skort á dópamíni í heila og hins
vegar benserazíð sem gerir það
að verkum að nota þarf minna magn af levódópa.
−
Madopar Quick á að taka við Parkinsonsveiki.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA MADOPAR QUICK
EKKI MÁ NOTA MADOPAR QUICK
−
ef um er að ræða ofnæmi fyrir levódópa eða benserazíði eða
einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
(talin upp í kafla 6).
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Madopar Quick „62,5“ og Madopar Quick„125“ lausnartöflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Levódópa 50 mg + benserazíð 12,5 mg sem hýdróklóríð.
Levódópa 100 mg + benserazíð 25 mg sem hýdróklóríð.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Lausnartafla.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Parkinsonsveiki sem ekki er af völdum lyfjameðferðar.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_Parkinsonsveiki sem er ekki af völdum lyfja _
Fullorðnir:
Einstaklingsbundið. Í upphafi 1 Madopar Quick „62,5“ tafla 3-4
sinnum á dag.
Skammta má auka í 1 Madopar Quick „125“ töflu 4-6 sinnum á
dag.
Madopar Quick „62,5“ og Madopar Quick „125“ eru sérstaklega
ætlaðar sjúklingum með
kyngingartregðu eða þegar óskað er eftir fljótvirkum áhrifum,
t.d. hjá sjúklingum sem hafa
hreyfitregðu á morgnanna eða síðdegis, eða með síðbúið
“on” eða “off” fyrirbæri.
Taflan er leyst upp í 25 ml af vatni og verður innan nokkurra
mínútna að mjólkurkenndri dreifu. Þar
sem botnfall verður fljótt er mælt með því að hræra í
dreifunni áður en hún er tekinn inn. Madopar
Quick á að taka innan hálfrar klukkustundar frá því að taflan
er leyst upp.
Ráðlagt er að taka Madopar Quick (levódópa-benserazíð) minnst
30 mínútum fyrir máltíð eða
1 klukkustund eftir máltíð, til að verkun lyfsins hefjist fyrr,
þar sem samhliða neysla próteins dregur úr
upptöku levódópa (sjá kafla 4.5). Ef fram koma aukaverkanir frá
meltingarfærum má yfirleitt koma í
veg fyrir þær með því að taka levódópa-benserazíð með smá
snarli með litlu próteininnihaldi eða
vökva eða með því að auka skammtinn hægt. Aukaverkanir frá
meltingarfærum koma yfirleitt fram í
upphafi meðferðar.
Börn og ungt fólk yngra en 25 ára:
Börn og ungt fólk yngra en 25 ára mega ekki taka
levódópa-benserazíð, sjá kafla 4.3.
4.3
FRÁBENDINGAR
Frábendingar eru gegn notkun Madopar hjá:
•
Sjúklingum m
                                
                                Lestu allt skjalið