Questran

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Questran Mixtúruduft, dreifa 4 g
 • Skammtar:
 • 4 g
 • Lyfjaform:
 • Mixtúruduft, dreifa
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Questran Mixtúruduft, dreifa 4 g
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 6e5d2759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Questran 4 g mixtúruduft, dreifa í skammtapoka

Kólestýramín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Í fylgiseðlinum

Upplýsingar um Questran og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Questran

Hvernig nota á Questran

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Questran

Aðrar upplýsingar

1.

UPPLÝSINGAR UM QUESTRAN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Questran er notað:

til að draga úr hækkuðu kólesteróli í blóði, þegar breytt mataræði hefur ekki haft tilætluð

áhrif

við kláða sem er vegna þrengsla í gallgöngum

við niðurgangi af völdum mikillar þéttni gallsýra í þörmum.

Questran bindur gallsýrur í þörmum en þær eru myndaðar úr kólesteróli. Við nýmyndun gallsýra

dregur því úr þéttni kólesteróls í blóði.

2.

ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA QUESTRAN

Ekki má nota Questran

ef þú ert með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru innihaldsefni Questran.

þegar um algera gallstíflu er að ræða

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Questran

ef þú ert með bólgusjúkdóm í þörmum.

við langvarandi notkun, þar sem það getur dregið úr upptöku fituleysanlegra vítamína og skortur

á K-vítamíni getur aukið blæðingartilhneigingu. Í sumum tilvikum getur þurft að gefa A-, D- og

K-vítamín sem fyrirbyggjandi aðgerð.

ef þú ert með hægðatregðu.

Notkun annarra lyfja

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig

þau sem fengin eru án lyfseðils.

Questran getur haft áhrif á önnur lyf ef þau eru tekin samtímis. Því á alltaf að leita ráða hjá lækni áður

en önnur lyf eru notuð samtímis.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Takmörkuð reynsla er á notkun Questran á meðgöngu. Því á alltaf að leita ráða hjá lækni áður en

Questran er notað á meðgöngu.

Kólestýramín berst ekki í brjóstamjólk

Akstur og notkun véla

Hver og einn verður að leggja mat á hæfni til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt eru lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Mikilvægar upplýsingar um tiltekin innihaldsefni Questran

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

Þar sem Questran inniheldur sykur verður munn- og tannhirða að vera í góðu lagi.

3.

HVERNIG NOTA Á QUESTRAN

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið

leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Venjulegur skammtur fyrir

fullorðna

er 2 - 4 skammtapokar 2 - 3 sinnum á sólarhring.

Börn:

Læknir ákveður skammtinn sem fer eftir aldri og þyngd.

Til að koma í veg fyrir hæga magatæmingu og hægðatregðu er best að taka hálfan skammtapoka á

sólarhring fyrstu vikuna og auka skammtinn síðan smám saman vikulega þar til ráðlögðum skammti er

náð. Önnur lyf á að taka 1 klst. fyrir eða 4 - 6 klst. á eftir Questran til að koma í veg fyrir áhrif á

upptöku lyfjanna.

Duftinu er blandað út í vatn, ávaxtasafa eða annan drykk. Einnig má blanda því út í súpur eða

ávaxtamauk, t.d. eplamauk eða ananaskurl.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

4.

HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur Questran valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Greint hefur verið frá eftirfarandi aukaverkunum við meðferð með Questran: breytt prótrombíngildi,

þyndaraukning, þyngdarminnkun, blæðingartilhneiging, minnkað prótein í blóði, blóðleysi, eitlakvillar,

stórir marblettir, höfuðverkur, sundl, svimi, yfirlið, syfja, taugaverkir, náladofi, bragðtruflanir,

náttblinda (ásamt A-vítamín skorti), bólga í lithimnu augans, eyrnasuð, astma, hvæsandi öndun,

andnauð, hiksti, hægðatregða, brisbólga, óþægindi í maga, uppþemba, ógleði, uppköst, niðurgangur,

meltingartruflanir, fitugar hægðir, bólga í tungu, óþægindi í endaþarmi, blæðingar frá meltingarvegi,

blæðing frá endaþarmi, mislitun hægða, blæðing frá gyllinæð, blæðandi sár í smáþörmum,

kyngingarerfiðleikar, verkur í endaþarmi, ropi, miklir kviðverkir, tannskemmdir, blæðingar í munni,

bólga í þörmum, blóð í þvagi, erfiðleikar með að kasta vatni, óeðlileg lykt af þvagi, aukið þvagmagn,

roði, erting í húð, ofsakláði, beinþynning, bakverkur, vöðvaverkur, liðverkur, liðbólga, A-

vítamínskortur, K-vítamínskortur, D- vítamínskortur, aukið sýrumagn í blóði, of mikill klór í blóði (hjá

börnum), lystarleysi, þreyta, bjúgur, gallsteinar, kölkun í gallblöðru, verkur í gallblöðru, óeðlileg gildi

lifrarensíma, aukin kynhvöt og kvíði.

Skortur á K-vítamíni getur komið fram eftir langvarandi meðferð og valdið aukinni

blæðingartilhneigingu, og skortur á A vítamíni getur í mjög sjaldgæfum tilvikum valdið náttblindu. Að

auki hefur verið tilkynnt um beinþynningu og minnkaða fólinsýru í blóði.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar. Þar með er hægt að tilkynna

aukaverkanir til Lyfjastofnunar og bæta þannig þekkingu á aukaverkunum.

Sjúklingar og aðstandendur þeirra geta einnig tilkynnt aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar.

Leiðbeiningar eru á heimasíðu Lyfjastofnunar (sjá „Aukaverkanir“) www.lyfjastofnun.is.

5.

HVERNIG GEYMA Á QUESTRAN

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Questran eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir „Fyrnist“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má fleygja lyfjum í skólplagnir eða heimilissorp. Leitið ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig

heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

6.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Hvað inniheldur Questran

Virka innihaldsefnið er kólestýramín 4 g/skammtapoka

Önnur innihaldsefni eru súkrósi, akasíagúmmí, própýlenglýkólalgínat, vatnsfrí sítrónusýra,

pólýsorbat 80, bragðefni (appelsína).

Útlit Questran og pakkningastærðir

Askja með 50 skammtpokum.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Bristol-Myers Squibb AB

Hemvärnsgatan 9

S-171 23 Solna

Svíþjóð

Framleiðandi

Farmea

10 rue Bouche Thomas

ZAC d'Orgemont

49000 Angers

Frakkland

Umboð á íslandi

Vistor hf.

Hörgatúni 2

210 Garðabæ

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í mars 2013.