Elebrato Ellipta

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Elebrato Ellipta
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Elebrato Ellipta
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Ekki enn úthlutað
 • Lækningarsvæði:
 • Lungnasjúkdómur, langvarandi hindrandi
 • Ábendingar:
 • Elebrato Ellipta er ætlað eins og viðhald í meðferð hjá fullorðnum með í meðallagi til alvarlega langvinn veikindi í lungum (LLT) sem eru ekki nægilega meðhöndluð með sambland af andað barksteri og langverkandi β2-örva.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 5

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/004781
 • Leyfisdagur:
 • 14-11-2017
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/004781
 • Síðasta uppfærsla:
 • 23-05-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Elebrato Ellipta 92 míkróg/55 míkróg/22 míkróg innöndunarduft, afmældir skammtar

flútíkasónfúróat/umeclidinium/vílanteról

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og

örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram.

Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Elebrato Ellipta og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Elebrato Ellipta

Hvernig nota á Elebrato Ellipta

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Elebrato Ellipta

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Leiðbeiningar, skref fyrir skref

1.

Upplýsingar um Elebrato Ellipta og við hverju það er notað

Upplýsingar um Elebrato Ellipta

Elebrato Ellipta inniheldur þrjú virk efni sem kallast flútíkasónfúróat, umeclidinium og vílanteról.

Flútíkasónfúróat tilheyrir lyfjaflokki sem kallast barksterar, oft einungis kallaðir

sterar

Umeclidinium og vílanteról tilheyra lyfjaflokki sem kallast

berkjuvíkkandi lyf

Við hverju Elebrato Ellipta er notað

Elebrato Ellipta er notað til meðferðar á

langvinnri lungnateppu

hjá fullorðnum. Langvinn

lungnateppa er langvinnur sjúkdómur sem einkennist af öndunarerfiðleikum með hægfara versnun.

Við langvinna lungnateppu dragast vöðvarnir í öndunarveginum saman og öndun verður erfiðari. Þetta

lyf slakar á vöðvunum í lungunum og minnkar þrota og ertingu í berkjum og auðveldar þannig lofti að

komast til og frá lungum. Þegar lyfið er notað reglulega hjálpar það við að ná stjórn á

öndunarerfiðleikunum og dregur úr áhrifum langvinnrar lungnateppu á daglegt líf.

Nota skal Elebrato Ellipta daglega, en ekki einungis þegar þú færð öndunarerfiðleika eða

önnur einkenni langvinnrar lungnateppu. Ekki skal nota það við skyndilegri mæði eða

blísturshljóðum við öndun

. Ef slíkt gerist þarftu að nota skjótvirkt innöndunarlyf (t.d. salbútamól).

2.

Áður en byrjað er að nota Elebrato Ellipta

Ekki má nota Elebrato Ellipta:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir flútíkasónfúróati, umeclidinium, vílanteróli eða einhverju öðru

innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Elebrato Ellipta er notað

ef þú ert með

astma

(ekki nota Elebrato Ellipta til meðferðar við astma)

-

ef þú ert með

hjartavandamál

eða

háan blóðþrýsting

ef þú ert með

lifrarvandamál

ef þú ert með

berkla í lungum

eða

einhverjar aðrar langvarandi eða ómeðhöndlaðar

sýkingar

-

ef þú ert með augnvandamál sem kallast

þrönghornsgláka

-

ef þú ert með

stækkaðan blöðruhálskirtil

þvaglátavandamál

eða

teppu í þvagblöðru

ef þú ert með

flogaveiki

ef þú ert með

skjaldkirtilsvandamál

-

ef þú ert með

lítið kalíum

í blóði

ef þú ert með sögu um

sykursýki

ef þú færð þokusýn eða aðrar

sjóntruflanir

Ræddu við lækninn

ef þú heldur að eitthvað af þessu eigi við um þig.

Skyndilegir öndunarerfiðleikar

Ef þú finnur fyrir þyngslum fyrir brjósti, hósta, blísturshljóðum við öndun eða mæði strax eftir notkun

Elebrato Ellipta innöndunartækisins:

Hættu notkun lyfsins og leitaðu til læknis tafarlaust

þar sem þú getur verið með alvarlegan

kvilla sem nefnist óvæntur berkjukrampi.

Augnvandamál meðan á meðferð með Elebrato Ellipta stendur

Ef þú færð augnverk eða óþægindi, tímabundna þokusýn, sérð ljósbauga eða ef sjónflötur litast, auk

roða í augum meðan á meðferð með Elebrato Ellipta stendur:

Hættu notkun lyfsins og leitaðu til læknis tafarlaust

þar sem þetta geta verið merki um bráða

þrönghornsgláku.

Sýking í lungum

Þar sem þú notar lyfið við langvinnri lungnateppu getur þú verið í aukinni hættu á að fá sýkingu í

lungun sem er þekkt sem lungnabólga. Sjá „Hugsanlegar aukaverkanir“ í kafla 4 varðandi upplýsingar

um einkenni sem þarf að vera vakandi fyrir þegar lyfið er notað.

Láttu lækninn vita eins fljótt og mögulegt er ef þú færð einhver þeirra einkenna.

Börn og unglingar

Ekki gefa lyfið börnum eða unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Elebrato Ellipta

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Nokkur lyf geta haft áhrif á verkun þessa lyfs eða aukið líkur á aukaverkunum. Þetta eru m.a.:

-

lyf sem kallast beta-blokkar (t.d. própranólól), til meðferðar við háum blóðþrýstingi

eða öðrum

hjartasjúkdómum

-

ketókónazól eða ítrakónazól, við sveppasýkingum

-

klaritrómýcín eða telitrómýcín, við bakteríusýkingum

-

rítónavír eða cobicistat, við HIV sýkingu

lyf sem lækka magn kalíums í blóðinu, t.d. sum þvagræsilyf (vatnslosandi töflur)

-

önnur langverkandi lyf svipuð og þetta lyf sem eru notuð við öndunarerfiðleikum, t.d.

tíótrópíum, indaceteról. Ekki nota Elebrato Ellipta ef þú notar þessi lyf.

Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita

ef þú notar eitthvert þessara lyfja. Læknirinn gæti óskað eftir að

fylgjast nánar með þér ef þú tekur eitthvert þessara lyfja þar sem þau geta aukið aukaverkanir Elebrato

Ellipta.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

áður en lyfið er notað. Ekki nota lyfið ef þú ert barnshafandi nema læknirinn segi þér að gera það.

Ekki er þekkt hvort innihalsefni lyfsins geti borist í brjóstamjólk. Ef þú ert með barn á brjósti þarftu að

ræða við lækninn áður en þú notar Elebrato Ellipta. Ekki nota lyfið ef þú ert með barn á brjósti nema

læknirinn segi þér að gera það.

Akstur og notkun véla

Ólíklegt er að lyfið hafi áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Elebrato Ellipta inniheldur laktósa

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækninn áður en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Elebrato Ellipta

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur

er ein innöndun á hverjum degi, á sama tíma dag hvern. Þar sem lyfið verkar í

24 klst. dugar ein innöndun á dag.

Ekki nota meira en læknirinn segir þér að nota.

Notið Elebrato Ellipta reglulega

Það er mjög mikilvægt að nota Elebrato Ellipta á hverjum degi samkvæmt fyrirmælum læknisins. Það

hjálpar við að halda einkennunum niðri bæði daga og nætur.

Ekki

skal nota Elebrato Ellipta við

skyndilegri mæði eða blísturshljóðum við öndun

. Ef þú færð

slíkt kast verður þú að nota innöndunartæki með skjótvirku lyfi (t.d. salbútamól).

Hvernig nota skal innöndunartækið

Sjá „

Leiðbeiningar, skref fyrir skref

“ í þessum fylgiseðli til að fá nákvæmar upplýsingar.

Þegar búið er að opna bakkann er Elebrato Ellipta tilbúið til notkunar.

Ef einkennin batna ekki

Ef einkenni langvinnu lungnateppunnar (andnauð, blísturshljóð við öndun, hósti) batna ekki eða

versna, eða ef þú notar skjótvirka innöndunarlyfið oftar en áður:

hafðu samband við lækninn eins fljótt og hægt er.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú notar of mikið af lyfinu

skaltu strax leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi

þar sem þú

gætir þurft á læknisaðstoð að halda. Sýndu þeim ef unnt er innöndunartækið, umbúðirnar eða þennan

fylgiseðil. Þú gætir fundið fyrir hraðari hjartslætti en venjulega, skjálfta, sjóntruflunum, munnþurrki

eða höfuðverk.

Ef gleymist að nota Elebrato Ellipta

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Taktu næsta

skammt á venjulegum tíma. Við blísturshljóð við öndun eða mæði á að nota innöndunartæki með

skjótvirku lyfi (t.d. salbútamól) og leita síðan ráða hjá lækni.

Ef hætt er að nota Elebrato Ellipta

Notið lyfið eins lengi og læknirinn ráðleggur það. Ekki hætta nema samkvæmt ráðleggingum

læknisins, jafnvel þó þér líði betur, þar sem einkennin geta versnað.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um

notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Skyndilegir öndunarerfiðleikar

Ef öndunin eða blísturshljóðin versna strax eftir að þú notar lyfið, þá skal þegar í stað

hætta notkun

þess

leita eftir læknisaðstoð

tafarlaust.

Lungnabólga (sýking í lungum)

hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (algeng aukaverkun)

Láttu lækninn vita

ef þú færð eitthvað af eftirtöldum einkennum þegar þú notar Elebrato Ellipta –

þetta geta verið einkenni lungnasýkingar:

hiti eða kuldahrollur

aukinn uppgangur slíms, breytingar á lit slíms

aukinn hósti eða auknir öndunarerfiðleikar

Algengar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá

allt að 1 af hverjum 10

einstaklingum:

sárir, upphleyptir blettir í munni eða hálsi vegna sveppasýkingar (hvítsveppasýkingar). Til að

minnka líkur á þessari aukaverkun má skola munninn með vatni strax eftir notkun Elebrato

Ellipta

sýking í nefi, ennis- eða kinnholum eða hálsi

sýking í efri hluta öndunarfæra

kláði eða stíflur í nefi, nefrennsli

verkur aftast í munni og hálsi

bólga í kinnholum

bólga í lungum

(berkjubólga)

flensa (

inflúensa

kvef

höfuðverkur

hósti

sársaukafull og tíð þvaglát (getur verið merki um þvagfærasýkingu)

liðverkir

bakverkur

hægðatregða.

Sjaldgæfar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá

allt að 1 af hverjum 100

einstaklingum:

Elebratoóreglulegur hjartsláttur

hraður hjartsláttur

hæsi

veiking beina sem leiðir til beinbrota.

Aðrar aukaverkanir

Aðrar aukaverkanir hafa komið fram en tíðni þeirra er ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá

fyrirliggjandi gögnum):

þokusýn

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Elebrato Ellipta

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni, lyfjabakkanum og

innöndunartækinu á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 30°C.

Geymið innöndunartækið í innsiglaða bakkanum til varnar gegn raka og takið það ekki úr honum fyrr

en rétt fyrir fyrstu notkun. Nota má lyfið í allt að 6 vikur eftir að bakkinn er opnaður.

Ef lyfið er geymt í kæli á að geyma það við stofuhita í a.m.k. klukkustund fyrir notkun.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Elebrato Ellipta inniheldur

Virku innihaldsefnin eru flútíkasónfúróat, umeclidiniumbrómíð og vílanteról.

Hver stök innöndun gefur skammt (skammt sem fer í gegnum munnstykkið) sem er 92 míkróg af

flútíkasónfúróati, 65 míkróg af umeclidiniumbrómíði sem jafngildir 55 míkróg af umeclidiniumi og

22 míkróg af vílanteróli (sem trífenatat).

Önnur innihaldsefni eru laktósaeinhýdrat (sjá „Elebrato Ellipta inniheldur laktósa“ í kafla 2) og

magnesíumsterat.

Lýsing á útliti Elebrato Ellipta og pakkningastærðir

Ellipta innöndunartækið samanstendur af ljósgráum meginhluta, drapplituðu loki yfir munnstykkið og

skammtateljara. Því er pakkað inn í lagskiptan álbakka sem er innsiglaður með filmu sem fletta má af.

Bakkinn inniheldur þurrkpoka til varnar gegn raka í pakkningunni.

Virku efnin eru til staðar sem hvítt duft í aðskildum þynnustrimlum innan í innöndunartækinu. Hvert

innöndunartæki inniheldur annaðhvort 14 eða 30 skammta (14 eða 30 daga birgðir). Fjölpakkning sem

inniheldur 90 skammta (3 innöndunartæki með 30 skömmtum) (90 daga birgðir) fæst einnig. Ekki er

víst að allar pakkningastærðir fáist hér á landi.

Markaðsleyfishafi

GlaxoSmithKline Trading Services Limited

Currabinny

Co. Cork

Írland

Framleiðandi

Glaxo Operations UK Ltd (trading as Glaxo Wellcome Operations)

Priory Street

Ware

Hertfordshire SG12 0DJ

Bretland

Glaxo Wellcome Production

Zone Industrielle No.2,

23 Rue Lavoisier,

27000 Evreux,

Frakkland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

GlaxoSmithKline Pharmaceuticals s.a./n.v.

Tél/Tel: + 32 (0) 10 85 52 00

Lietuva

GlaxoSmithKline Lietuva UAB

Tel: + 370 5 264 90 00

info.lt@gsk.com

България

ГлаксоСмитКлайн ЕООД

Teл.: + 359 2 953 10 34

Luxembourg/Luxemburg

GlaxoSmithKline Pharmaceuticals s.a./n.v.

Belgique/Belgien

Tél/Tel: + 32 (0) 10 85 52 00

Česká republika

GlaxoSmithKline, s.r.o.

Tel: + 420 222 001 111

cz.info@gsk.com

Magyarország

GlaxoSmithKline Kft.

Tel.: + 36 1 225 5300

Danmark

GlaxoSmithKline Pharma A/S

Tlf: + 45 36 35 91 00

dk-info@gsk.com

Malta

GlaxoSmithKline (Malta) Limited

Tel: + 356 21 238131

Deutschland

Berlin-Chemie AG

Tel: +49 (0) 30 67070

Nederland

GlaxoSmithKline BV

Tel: + 31 (0)30 6938100

nlinfo@gsk.com

Eesti

GlaxoSmithKline Eesti OÜ

Tel: + 372 6676 900

estonia@gsk.com

Norge

GlaxoSmithKline AS

Tlf: + 47 22 70 20 00

Ελλάδα

GlaxoSmithKline A.E.B.E.

Τηλ: + 30 210 68 82 100

Österreich

GlaxoSmithKline Pharma GmbH

Tel: + 43 (0)1 97075 0

at.info@gsk.com

España

FAES FARMA, S.A.

Tel: + 34 900 460 153

aweber@faes.es

Polska

GSK Services Sp. z o.o.

Tel.: + 48 (0)22 576 9000

France

Menarini France

Tél: + 33 (0)1 45 60 77 20

Portugal

GlaxoSmithKline – Produtos Farmacêuticos,

Lda.

Tel: + 351 21 412 95 00

FI.PT@gsk.com

Hrvatska

GlaxoSmithKline d.o.o.

Tel: + 385 1 6051 999

România

GlaxoSmithKline (GSK) S.R.L.

Tel: + 4021 3028 208

Ireland

GlaxoSmithKline (Ireland) Limited

Tel: + 353 (0)1 4955000

Slovenija

GlaxoSmithKline d.o.o.

Tel: + 386 (0)1 280 25 00

medical.x.si@gsk.com

Ísland

Vistor hf.

Sími: +354 535 7000

Slovenská republika

GlaxoSmithKline Slovakia s. r. o.

Tel: + 421 (0)2 48 26 11 11

recepcia.sk@gsk.com

Italia

A. Menarini Industrie Farmaceutiche Riunite

s.r.l.

Tel: +39 (0)55 56801

Suomi/Finland

GlaxoSmithKline Oy

Puh/Tel: + 358 (0)10 30 30 30

Finland.tuoteinfo@gsk.com

Κύπρος

GlaxoSmithKline (Cyprus) Ltd

Τηλ: + 357 22 397000

gskcyprus@gsk.com

Sverige

GlaxoSmithKline AB

Tel: + 46 (0)8 638 93 00

info.produkt@gsk.com

Latvija

GlaxoSmithKline Latvia SIA

Tel: + 371 67312687

lv-epasts@gsk.com

United Kingdom

GlaxoSmithKline UK Ltd

Tel: + 44 (0)800 221441

customercontactuk@gsk.com

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

mánuður ÁÁÁÁ

}>

.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu<.

Leiðbeiningar, skref fyrir skref

Upplýsingar um innöndunartækið

Þegar Elebrato Ellipta er notað í fyrsta skipti þarf ekki að athuga hvort innöndunartækið virki rétt; það

inniheldur afmælda skammta og er tilbúið til notkunar strax.

Askjan með Elebrato Ellipta innöndunartækinu inniheldur

Innöndunartækið er í bakka.

Ekki opna bakkann

fyrr en rétt fyrir notkun. Lokið er rifið af rétt

fyrir notkun

. Í bakkanum er poki með þurrkefni til að minnka raka. Fleygðu þurrkpokanum — það

hvorki

opna hann, borða

anda honum inn.

Þegar innöndunartækið er tekið úr bakkanum er það lokað.

Ekki opna innöndunartækið fyrr en þú

ert tilbúin/n til að nota lyfið.

Þegar bakkinn hefur verið opnaður skaltu skrá förgunardagsetninguna á

miðann á tækinu og öskjuna. Förgunardagsetningin er 6 vikum eftir að þú opnar bakkann.

Eftir það á

ekki að nota innöndunartækið.

Bakkanum má farga þegar búið er að opna hann.

Leiðbeiningar um notkun innöndunartækisins hér á eftir eiga bæði við um Ellipta innöndunartæki með

30 skömmtum (30 daga birgðir) og 14 skömmtum (14 daga birgðir).

1)

Lesið þetta áður en byrjað er

Þurrkpoki

Ef þú opnar og lokar lokinu án þess að lyfinu sé andað inn, tapast skammturinn

Skammturinn sem tapast er vel geymdur innan í innöndunartækinu, en verður ekki lengur

aðgengilegur til innöndunar.

Það er ekki hægt að taka af slysni viðbótarmagn af lyfinu eða tvöfaldan skammt í einni innöndun.

Skammtateljarinn á 14-skammta innöndunartækinu verður einnig rauður til hálfs þegar færri en

10 skammtar eru eftir og verður hálfur rauður og sýnir töluna 0 þegar síðasti skammturinn hefur verið

notaður. Skammtateljarinn verður alveg rauður ef lokið er opnað aftur.

2)

Skammturinn undirbúinn

Ekki opna lokið fyrr en þú ert tilbúin/n til að taka skammtinn.

Ekki hrista innöndunartækið.

Renndu lokinu niður þar til heyrist „smellur“.

Lyfið er nú tilbúið til innöndunar.

Skammtateljarinn telur niður um

1

því til staðfestingar.

Ef skammtateljarinn telur ekki niður þegar þú heyrir „smell“ gefur innöndunartækið ekki

skammt

. Farðu með það í apótekið og fáðu ráðleggingar.

Ekki má hrista innöndunartækið

3)

Andaðu lyfinu að þér

Haltu innöndunartækinu langt frá munninum og andaðu eins vel frá þér og þú getur með

góðu móti.

Ekki

anda frá þér í gegnum innöndunartækið.

Láttu munnstykkið á milli varanna og lokaðu munninum þétt umhverfis það.

Ekki

teppa loftopin með fingrunum.

Andaðu einu sinni rólega, jafnt og djúpt að þér. Haltu niðri í þér andanum eins lengi og þú getur

(a.m.k. 3-4 sekúndur).

Taktu innöndunartækið frá munninum.

Andaðu hægt og rólega frá þér.

Ekki er víst að þú finnir fyrir bragði eða áferð lyfsins, jafnvel þótt innöndunartækið sé notað á

réttan hátt.

Notaðu

þurra pappírsþurrku

ef þú vilt hreinsa munnstykkið

áður

en lokinu er rennt til baka.

4)

Lokaðu innöndunartækinu og skolaðu munninn

Renndu lokinu upp eins langt og það kemst til að hylja munnstykkið.

Skolaðu munninn með vatni eftir að þú hefur notað innöndunartækið, ekki kyngja.

Það dregur út líkum þess að þú fáir særindi í munn og háls sem aukaverkun.