Carepen vet

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Carepen vet Spenalyf, dreifa 600 mg
 • Skammtar:
 • 600 mg
 • Lyfjaform:
 • Spenalyf, dreifa
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Carepen vet Spenalyf, dreifa 600 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 79672759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL

Carepen vet 600 mg spenalyf, dreifa fyrir mjólkandi kýr

1.

HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS

FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi: Vetcare Oy, Salo, Finnland.

Framleiðandi sem sér um lokasamþykkt: AniMedica GmbH, Im Südfeld 9, 48308 Senden, Þýskaland.

2.

HEITI DÝRALYFS

Carepen vet 600 mg spenalyf, dreifa fyrir mjólkandi kýr.

Benzylpenicillínprokaín 600 mg

3.

VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Hver 10 g áfyllt sprauta inniheldur:

Virk(t) innihaldsefni: Benzýlpenicillínprokaín 600 mg (600 000 AE)

Hjálparefni: Metýlparahýdroxýbenzóat (E218), própýlparahýdroxýbenzóat (E216)

4.

ÁBENDING(AR)

Carepen vet er notað við júgurbólgu, í mjólkandi kúm, af völdum penicillínnæmra sýkla.

Notað samhliða penicillín stungulyfjum við júgurbólgu með einkennum, af völdum ífarandi

bakteríutegunda s.s. S. aureus.

5.

FRÁBENDINGAR

Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu (virku efnunum) eða einhverju hjálparefnanna.

6.

AUKAVERKANIR

Ef dýrið er með ofnæmi fyrir penicillíni eða prókaíni geta aukaverkanirnar bjúgur, húðbreytingar og

jafnvel bráðalost komið fram.

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður alvarlegra aukaverkana eða aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum.

7.

DÝRATEGUND(IR)

Nautgripir (mjólkandi kýr).

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Ein sprauta (10 g) af lyfinu er gefin í sýktan spena einu sinni á dag, um leið og júgrið hefur verið tæmt.

Meðhöndlun varir í 3 til 5 daga.Til að ná hærri þéttni í vefjum er ráðlagt að gefa einnig penicillín í

formi stungulyfs, a.m.k. í þeim tilfellum þar sem ífarandi bakteríur s.s. S. aureus eiga í hlut.

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Hreinsið spenann vel áður en lyfið er gefið. Fjarlægið hlífðarhettuna og dælið lyfinu í spenann.

Sprautan er með tvöföldum oddi. Í flestum tilfellum er mælt með að fjarlægja eingöngu ytri

hlífðarhettuna sem hylur 5 mm langan odd. Notkun styttri oddsins minnkar ertingu spenans við

inndælingu. Ef innri hettan er fjarlægð líka kemur í ljós 20 mm langur oddur. Hann má nota til að

auðvelda inndælingu lyfsins í spena sem t.d. er bólginn. Eftir inndælingu skal nudda mjólkurkirtilinn

varlega til þess að sýklalyfið dreifist betur. Mjólka má spenann á tveggja klst. fresti.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Mjólk: 6 sólarhringar

Sláturafurðir: 3 sólarhringar

11.

GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Notið ekki eftir fyrningardagsetningu á umbúðunum.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Bakteríueyðandi áhrif Carepen vet minnka ef samtímis eru gefin ákveðin sýklalyf, s.s. tetracýklín eða

spiromýcín.

Ofnotkun lyfsins getur stuðlað að fjölgun penicillínónæmra baktería. Taka skal mið af opinberri og

staðbundinni stefnu um sýklalyfjagjöf við notkun lyfsins. Á sumum landssvæðum eða í einstaka

hjörðum er ónæmi S. aureus fyrir penicillíni útbreitt.

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið:

Þvoið hendur eftir að lyfið hefur verið meðhöndlað. Þeir sem hafa ofnæmi fyrir penicillíni eða öðrum

betalactam sýklalyfjum skulu forðast snertingu við dýralyfið. Ofnæmi getur komið fram við snertingu

eða inntöku benzýlpenicillíns. Einkenni geta verið: Kláðaútbrot, bjúgmyndun í barka, vörum og andliti

og andnauð. Leita skal til læknis ef eitthvert þessara einkenna gera vart við sig.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Ekki má fleygja lyfjum í skólplagnir eða heimilissorp. Leitið ráða hjá dýralækni um hvernig

heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Mars 2016.

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Pakkningastærðir:

3 x 10 g og 3 hreinsiþurrkur

5 x 10 g og 5 hreinsiþurrkur

100 x 10 g og 100 hreinsiþurrkur

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er upplýsinga um lyfið:

Ísland

Vistor hf.

Sími: +354 535 7000