Marcain Stungulyf, lausn 5 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
20-03-2023

Virkt innihaldsefni:

Bupivacainum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Aspen Pharma Trading Limited

ATC númer:

N01BB01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Bupivacainum

Skammtar:

5 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

169920 Hettuglas Glerglas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1980-04-08

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
MARCAIN 2,5 MG/ML STUNGULYF, LAUSN
MARCAIN 5 MG/ML STUNGULYF, LAUSN
bupivacainhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á
frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar
aukaverkanir. Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Marcain og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Marcain
3.
Hvernig nota á Marcain
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Marcain
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM MARCAIN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Marcain inniheldur virka efnið bupivacainhýdróklóríð sem er
staðdeyfilyf. Það stöðvar taugaboð
tímabundið á því svæði sem því er dælt inn.
Marcain er notað til að minnka tímabundið eða fjarlægja
tilfinningu í hluta líkamans.
Marcain er notað til:
-
staðdeyfingar fyrir aðgerð hjá fullorðnum og börnum eldri en 12
ára
-
skjótrar verkjastillingar hjá fullorðnum (þar með talið til
verkjadeyfingar við fæðingu),
ungabörnum og börnum eldri en 1 árs
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA MARCAIN
EKKI MÁ NOTA MARCAIN:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir bupivacainhýdróklóríði eða
einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
(talin upp í kafla 6).
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir staðdeyfilyfjum sem tilheyra sama
hópi lyfja (t.d. mepivakain,
lidokain)
-
ef þú ert með mjög lágan blóðþrýsting
-
í bláæð (svæðisbundin deyfing)
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður en
Marcain er notað.
Það gæti þurft að fylgjast nánar með ástandi þínu eða
minnka skammtinn ef:
-
þú ert með ákveðna tegund hjart
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Marcain 2,5 mg/ml stungulyf, lausn
Marcain 5 mg/ml stungulyf, lausn
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml Marcain inniheldur 2,5 mg eða 5 mg af
bupivacainhýdróklóríði.
Hjálparefni með þekkta verkun
Natríum 3,1 mg/ml
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
•
Staðdeyfing við skurðaðgerðir hjá fullorðnum og börnum eldri
en 12 ára.
•
Bráð verkjadeyfing hjá fullorðnum, ungbörnum og börnum eldri en
1 árs.
Íferðardeyfing þegar óskað er eftir langvarandi verkun t.d. við
verkjum eftir aðgerð. Leiðsludeyfing
með langvarandi verkun eða utanbastsdeyfing í tilfellum þegar ekki
má nota adrenalín og mikil
vöðvaslökun er ekki æskileg. Deyfing við fæðingu.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Notkun Marcain skal einungis vera í höndum eða undir eftirliti
læknis með reynslu af staðdeyfingu.
Nota skal lægsta mögulega skammt til að ná fullnægjandi deyfingu.
Til að koma í veg fyrir inndælingu í æð fyrir slysni er
mikilvægt að gæta mikillar varúðar. Ráðlagt er
að endurtaka útsog (aspiration) fyrir og meðan á inndælingu
heildarskammts stendur.
Heildarskammtinum á að dæla hægt inn 25-50 mg/mín. eða gefa í
nokkrum skömmtum og halda uppi
samræðum við sjúklinginn og fylgjast með hjartsláttartíðni.
Þegar gefa á skammt í utanbast er mælt
með reynsluskammti, 3-5 ml af Marcain Adrenalin. Inndæling í æð
fyrir slysni sést t.d. á tímabundinni
aukinni hjartsláttartíðni og inndæling fyrir slysni í mænugöng
sést á einkennum mænudeyfingar. Ef
fram koma einkenni um eitrun á að hætta inndælingu lyfsins án
tafar.
Skammtarnir hér á eftir eru leiðbeiningar og aðlaga skal skammta
eftir umfangi deyfingar og ástandi
sjúklingsins.
Við
_íferðardeyfingu_
á að gefa Marcain 2,5 mg/ml 5-60 ml (12,5-150 mg
bupivacainhýdróklóríð) eða
Marcain 5 mg/ml 5-30 ml (25-150 mg bupivacainhýdróklóríð).
Við
_millirifjadeyfingu _

                                
                                Lestu allt skjalið