Calci kel vet. Kela

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Calci kel vet. Kela Innrennslislyf, lausn 20,8 mg Ca/ml
 • Skammtar:
 • 20,8 mg Ca/ml
 • Lyfjaform:
 • Innrennslislyf, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Calci kel vet. Kela Innrennslislyf, lausn 20,8 mg Ca/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 25102244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

FYLGISEÐILL:

Calci-kêl vet "Kela", 20,8 mg Ca/ml, innrennslislyf, lausn fyrir nautgripi og sauðfé

1.

HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA

SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

KELA N.V.

Sint Lenaartseweg 48

2320 Hoogstraten

Belgía

2.

HEITI DÝRALYFS

Calci-kêl vet "Kela"

20,8 mg Ca/ml, innrennslislyf, lausn

fyrir nautgripi og sauðfé

3.

VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Virkt innihaldsefni:

Kalsíumglúkónat 232,57 mg, þar af 20,8 mg Ca/ml

Hjálparefni:

Bórsýru 64,15 mg

Natríummetýlparahýdroxýbenzóat (E 215) 1,14 mg

Vatn fyrir stungulyf að 1 ml

4.

ÁBENDING(AR)

Fæðingarlömun og kalkskortur af öðrum orsökum hjá nautgripum og sauðfé.

5.

FRÁBENDINGAR

Á ekki að nota við hækkað kalsíum í blóði.

6.

AUKAVERKANIR

Of hratt innrennsli lyfsins getur valdið hækkuðu kalsíum í blóði. Hækkað kalsíum í blóði

getur haft í för með sér hjartsláttartruflanir eða hjartastopp. Fylgjast verður með hjartslætti

meðan á innrennsli stendur. Ef til hjartsláttartruflana kemur verður að stöðva innrennslið.

Ef vart verður við aukaverkanir eða aðrar aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli skal tilkynna það dýralækni.

7.

DÝRATEGUND(IR)

Nautgripir og sauðfé

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

1 ml/kg líkamsþunga hægt í bláæð (nautgripir 500 ml, kindur 50 – 75 ml).

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Gefa verður innrennslið í bláæð hægt og fylgjast verður með hjartslætti meðan á innrennsli stendur. Ef

til hjartsláttartruflana kemur verður að stöðva innrennslið.

Hluta skammtsins má gefa undir húð til að lengja verkun lyfsins. Ef þörf er á endurtekinni meðferð

skal endurtaka hana 6 klukkustundum eftir fyrsta skammt.Lyfið er ætlað til notkunar í eitt skipti.

Fargið lyfjaleifum.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Núll dagar fyrir mjólk og sláturafurðir

11.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VIÐ GEYMSLU

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Verjið gegn ljósi.

Geymsluþol 2 ár.

Fargið lyfjaleifum.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Sérstök varnaðarorð fyrir hverja dýrategund:

Engin.

Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum:

Hægu innrennsli í bláæð og fylgjast verður með hjartslætti meðan á innrennslinu stendur. Ef til

hjartsláttartruflana kemur verður að stöðva innrennslið.

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið:

Á ekki vi

Meðganga og mjólkurgjöf:

Reynsla eftir mikla notkun kalsíumglúkónats hjá dýrum á meðgöngu og mjólkandi dýrum sem og

einstöku rannsóknir, þar sem kýr, rottur og kanínur hafa fengið kalsíumklóríð og magnesíumklóríð,

benda til að ekki sé búist við að kalsíumglúkónat sem gefið er móðurdýri hafi óæskileg áhrif á fóstur

eða afkvæmi sem eru á spena.

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir:

Lyfið skal ekki gefa samtímis hjartaglýkósíðum, adrenvirkum lyfjum, metýlxantínum,

amínóglýkósíðum eða tetracýklínum.

Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur):

Of hratt innrennsli lyfsins getur valdið hækkuðu kalsíum í blóði. Hækkað kalsíum í blóði getur haft í

för með sér hjartsláttartruflanir eða hjartastopp. Fylgjast verður með hjartslætti meðan á innrennsli

stendur. Ef til hjartsláttartruflana kemur verður að stöðva innrennslið.

Ósamrýmanleiki:

Ekki má blanda þessu dýralyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki

verið gerðar.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Á ekki vi

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Í ágúst 2017.

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

Icepharma

Lynghálsi 13

110 Reykjavík

Iceland