Lopid Hart hylki 300 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
22-03-2022

Virkt innihaldsefni:

Gemfibrozilum INN

Fáanlegur frá:

Pfizer ApS

ATC númer:

C10AB04

INN (Alþjóðlegt nafn):

Gemfibrozilum

Skammtar:

300 mg

Lyfjaform:

Hart hylki

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

400143 Þynnupakkning PVC/Álþynnur

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1988-04-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
LOPID
300 MG HÖRÐ HYLKI
gemfíbrózíl
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ.
Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
•
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
•
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Lopid og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota
Lopid
3.
Hvernig nota á
Lopid
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Lopid
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM LOPID OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Lopid inniheldur virka efnið gemfíbrózíl, sem tilheyrir flokki
lyfja, sem eru kölluð fíbröt. Slík lyf eru
notuð til að lækka magn fitu (lípíð) í blóðinu, t.d. fitu sem
þekkt er sem þríglýseríð.
Lopid er ætlað sem viðbót við fitusnautt mataræði og aðrar
meðferðir án lyfja, svo sem líkamsþjálfun
og megrun til að lækka magn fituefna í blóði.
Lopid má nota þegar önnur lyf (statín) henta ekki til að minnka
tíðni hjartasjúkdóma hjá karlmönnum
sem eru í mikilli áhættu og sem eru með hækkun á „slæmu
kólesteróli“.
Lopid má einnig ávísa fólki sem ekki er hægt að ávísa öðrum
fitulækkandi lyfjum til að lækka magn
kólesteróls í blóði.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað Lopid við öðrum
sjúkdómi en tiltekið er í þessum fylgiseðli.
Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA LOPID
EKKI MÁ NOTA LOPID
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir gemfíbrózíli eða einhverju
ö
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS

Lopid 300 mg, hart hylki

Lopid 600 mg, filmuhúðuð tafla
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert hart hylki inniheldur gemfíbrózíl 300 mg.
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur gemfíbrózíl 600 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Hart hylki.
Filmuhúðuð tafla.
Lýsing

Lopid 300 mg: fíngert, hvítt duft í hörðu matarlímshylki með
hvítum, ógagnsæjum botni og
rauðbrúnu, ógagnsæju loki, með „Lopid 300“ prentað á báða
helminga hylkisins.

Lopid 600 mg: hvítar, tvíkúptar, sporöskjulaga, filmuhúðaðar
töflur.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Lopid er ætlað sem viðbót við breytingu á mataræði og aðra
meðferð án lyfja (t.d. líkamsþjálfun og
megrun) í eftirfarandi tilvikum:
-
Meðferð við verulegri hækkun þríglýseríða, með eða án
lágs HDL-kólesteróls.
-
Blönduð blóðfituhækkun, þegar ekki má nota statín eða þau
þolast ekki.
-
Frumkomin kólesterólhækkun, þegar ekki má nota statín eða þau
þolast ekki.
Fyrsta stig forvarna
Til að fækka sjúkdómstilvikum af völdum hjarta- og
æðasjúkdóma hjá karlmönnum með hækkað
kólesteról, annað en HDL, sem eru í aukinni áhættu á að fá
kransæðasjúkdóma og í mikilli hættu á
fyrsta tilfelli hjarta- og æðasjúkdóms, þegar ekki má nota
statín eða þau þolast ekki (sjá kafla 5.1).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Áður en meðferð með gemfibrózíli hefst, þarf að ganga úr
skugga um að stjórn á öðrum sjúkdómum,
svo sem vanstarfsemi skjaldkirtils og sykursýki, sé eins og best
verður kosið og sjúklingar eiga að
byrja á stöðluðu kólesteróllækkandi fæði og á að halda
því áfram á meðan á meðferðinni stendur.
Lopid er ætlað til inntöku.
2
Skammtar
Fullorðnir
Skammtar eru á bilinu 900-1.200 mg á sólarhring.
Eini skammturinn sem sýnt hefur verið fram á að hafi áhrif á
dánartíðni er 1.200 mg á sólarhring.
Sjá Lyfjagjöf.
Aldraðir (eldri en 65 ára)

                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru