Lambivac, vet. Stungulyf, dreifa

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
22-12-2015

Virkt innihaldsefni:

Clostridium perfringens Type-C Beta Toxoid; Clostridium perfringens Type-D Epsilon Toxoid; Clostridium perfringens Type-B Beta Toxoid; Clostridium tetani toxoid

Fáanlegur frá:

Intervet International B.V.*

ATC númer:

QI04AB01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Clostridíum bóluefni

Lyfjaform:

Stungulyf, dreifa

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

041749 Glas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1997-01-14

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL
LAMBIVAC, VET
Stungulyf, dreifa (bóluefni) handa sauðfé
LYFJAFORM
Stungulyf, dreifa sem inniheldur Clostridium perfringens beta
toksóíð örvandi
10 a.e.; Clostridium
perfringens epsilon toksóíð örvandi
5 a.e.; Clostridium tetani toksóíð örvandi
2,5 a.e.
Inniheldur einnig ónæmisglæðinn álhýdroxíð og 0,13 mg/ml
tíómersal sem rotvörn.
NOTKUN
SAUÐFÉ
Virk ónæmisaðgerð á sauðfé til að:
- draga úr klínískum einkennum og dánartíðni af völdum eiturs
_Clostridium tetani_ (stífkrampi);
- draga úr dánartíðni af völdum epsilon eiturs _Clostridium
perfringens_ (flosnýrnaveiki);
- framkalla sermissvar gegn beta eitri _Clostridium perfringens
_(lambablóðsótt, garnakreppa).
Nota má bóluefnið hjá lambfullum ám svo að ónæmi flytjist með
óvirkum flutningi yfir fylgju, að því
gefnu að lömbin fá nægilegt magn mótefna í broddmjólk fyrstu 12
klst eftir burð, til að:
- draga úr klínískum einkennum og dánartíðni af völdum eiturs
_Clostridium tetani_ (stífkrampi);
- draga úr dánartíðni af völdum epsilon eiturs _Clostridium
perfringens_ (flosnýrnaveiki);
- framkalla sermissvar gegn beta eitri _Clostridium perfringens
_(lambablóðsótt, garnakreppa).
Full vörn fæst ekki fyrr en tveimur vikum eftir aðra
grunnbólusetningu.
Út frá reynslu af notkun bóluefnisins, má búast við að vörnin
endist í eitt ár hjá sauðfé og lömbum.
Ónæmi sem flyst yfir fylgju með óvirkum flutningi endist í
u.þ.b. 12 vikur, að því gefnu að lömbin fái
nægilegt magn mótefna í broddmjólk fyrstu 12 klst eftir burð.
SKAMMTAR OG AÐFERÐ VIÐ LYFJAGJÖF
Bóluefnið er gefið undir húð utanvert ofarlega á hálsi að
viðhafðri smitgát.
Bólusetja má á seinni hluta meðgöngu.
Sauðfé og lömb: 2 ml í hverjum skammti.
Allt sauðfé frá 3 vikna aldri sem ekki hefur áður verið
bólusett með Lambivac skal bólusetja með
tveimur skömmtum með minnst 6 vikna millibili og ljúka
lyfjagjöfinni áður en möguleg áhætta á smiti
er f
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI DÝRALYFS
Lambivac, vet, stungulyf, dreifa (bóluefni), sauðfé.
2.
VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR
VIRK INNIHALDSEFNI:
Í HVERJUM ML
_Clostridium perfringens_ beta toxoid örvandi
≥ 10 a.e.
_Clostridium perfringens_ epsilon toxoid örvandi
≥ 5 a.e.
_Clostridium tetani_ toxoid örvandi
≥ 2,5 a.e.
ÓNÆMISGLÆÐIR:
Álhýdroxíð hlaup
250 mg
HJÁLPAREFNI:
Tíómersal (rotvörn)
0,13 mg
Formaldehýð
< 0,2 mg
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, dreifa (bóluefni).
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
DÝRATEGUND(IR)
Sauðfé.
4.2
ÁBENDINGAR FYRIR TILGREINDAR DÝRATEGUNDIR
Til bólusetningar gegn lambablóðsótt, flosnýrnaveiki, garnapest
og stífkrampa í sauðfé. Lömb undan ám
bólusettum nokkru fyrir burð fá mótefni með broddmjólkinni og
endist sú vörn í allt að 12 vikur. Full
vörn fæst ekki fyrr en tveimur vikum eftir aðra grunnbólusetningu
4.3
FRÁBENDINGAR
Engar.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ FYRIR HVERJA DÝRATEGUND
Næringar- og efnaskiptaástand lambafullra áa er sérstaklega
mikilvægt á þeim tíma sem bólusett er.
Leita skal ráða hjá dýralækni ef vafi leikur á þessum atriðum.
Engar upplýsingar liggja fyrir um verkun bóluefnisins hjá ungum
dýrum sem hafa fengið mótefni frá
móður.
4.5
SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN HJÁ DÝRUM
Í hvaða dýrahópi sem er getur verið að fáein dýr svari ekki
bólusetningu vegna vangetu til ónæmingar.
Fullnægjandi ónæmissvörun næst einungis hjá heilbrigðum dýrum
og því er mikilvægt að forðast að
bólusetja dýr þar sem sjúkdómur er í gangi eða eru í lélegu
næringarástandi.
Hlífa skal fénu við áreynslu, kulda og sulti fyrstu dagana eftir
bólusetningu, einkum skal gæta þess að
fara vel með lambfullar ær vegna hættu á fósturláti og
efnaskiptasjúkdómum.
SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR FYRIR ÞANN SEM GEFUR DÝRINU LYFIÐ
Ef sá sem annast lyfjagjöf sprautar sig með dýralyfin
                                
                                Lestu allt skjalið