Klyx Endaþarmslausn

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
20-03-2023

Virkt innihaldsefni:

Docusatum natricum INN; Sorbitolum

Fáanlegur frá:

Ferring Lægemidler A/S (F)

ATC númer:

A06AG10

INN (Alþjóðlegt nafn):

Docusatum natricum þ.m.t. í blöndum

Lyfjaform:

Endaþarmslausn

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

371609 Glas ; 371617 Glas ; 371583 Glas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1978-11-16

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
KLYX 1MG/ML + 250 MG/ML, ENDAÞARMSLAUSN
dókusatnatríum/sorbitól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn, eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4
-
Leitið til læknis ef sjúkdómsreinkenni versna eða lagast ekki..
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Klyx og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Klyx
3.
Hvernig nota á Klyx
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Klyx
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM KLYX OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Klyx er hægðalyf, sem er sett í endaþarm.
Klyx eykur vökvamagn í hægðum og mýkir þær og auðveldar
þannig hægðalosun.
Vegna aukins vökvamagns kemur fram eðlileg hægðaþörf. Klyx
virkar eftir u.þ.b. 5-20 mínútur.
Klyx er notað við hægðatregðu og til hreinsunar fyrir aðgerðir
og þarma rannsóknir.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA KLYX
EKKI MÁ NOTA KLYX
-
ef fyrirstaða er í þörmum, t.d. garnaflækja eða þrengsli
-
ef kviðverkir af óþekktum orsökum eru fyrir hendi
-
ef þú ert með ofnæmi fyrir dókusatnatríumi, sorbitóli eða
einhverju öðru innihaldsefni Klyx (sjá
kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
-
Eingöngu skal nota Klyx í stuttan tíma þar sem langtímanotkun
getur valdið v
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Klyx 1mg/ml + 250 mg/ml, endaþarmslausn.
2.
VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR
1 ml inniheldur: Dókusatnatríum 1 mg, Sorbitolum 250 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Endaþarmslausn.
Litlaus, ekki alveg tær og örlítið þykkfljótandi vökvi.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Hægðatregða. Tæming þarma fyrir röntgenrannsóknir,
endaþarmsspeglun og bugaristilsspeglun.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Fullorðnir: 120-240 ml gefið í endaþarm.
Ekki til notkunar hjá börnum þar sem gögn um skammta liggja ekki
fyrir.
Klyx endaþarmslausn verkar staðbundið, halda skal vökvanum í
ristlinum í 5-10 mínútur fyrir
hægðalosun.
4.3
FRÁBENDINGAR
Þrengingar í þörmum.
Kviðverkir vegna óþekktra orsaka.
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Lyfið skal aðeins nota í skamman tíma. Langtímanotkun getur leitt
til truflana á saltajafnvægi og
skemmda í slímhúð þarmanna. Rannsaka skal örsök
hægðatregðunnar ef þörf er fyrir notkun
hægðalosandi lyfja daglega.
Gæta skal varúðar við gyllinæð og rifum við endaþarm.
Almennt er notkun endaþarmslausna ekki æskileg þegar blæðingar og
bólgur eru í meltingarveginum.
Inniheldur metýlparahýdroxýbanzóat (E218) og
própýlparahýdoxýbenzóat (E216), sem geta valdið
ofnæmi.
4.5
MILLIVERKANIR VIÐ ÖNNUR LYF OG AÐRAR MILLIVERKANIR
Íhuga skal minnkun skammta hægðalosandi lyfja sem innihalda
antraquínón.
2
4.6
FRJÓSEMI, MEÐGANGA OG BRJÓSTAGJÖF
Meðganga:
Endaþarmslausnina má nota á meðgöngu en önnur lyf eru æskilegri
vegna hættu á aukinni spennu í
legi. Má nota í fæðingum.
Brjóstagjöf:
Konur með barn á brjósti mega nota endaþarmslausnina.
4.7
ÁHRIF Á HÆFNI TIL AKSTURS OG NOTKUNAR VÉLA
Engin þekkt áhrif á hæfni til akstur eða notkunar véla.
4.8
AUKAVERKANIR
Aukaverkanir eru mjög sjaldgæfar og ekki liggja fyrir klínískar
upplýsing
                                
                                Lestu allt skjalið