Kestine Filmuhúðuð tafla 10 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
31-01-2022

Virkt innihaldsefni:

Ebastinum INN

Fáanlegur frá:

Almirall S.A.*

ATC númer:

R06AX22

INN (Alþjóðlegt nafn):

Ebastinum

Skammtar:

10 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

396318 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1997-04-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
KESTINE 10 MG OG 20 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
ebastín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn,
lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 10 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Kestine og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Kestine
3.
Hvernig nota á Kestine
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Kestine
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM KESTINE OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Kestine er lyf sem tilheyrir flokki andhistamína sem ekki eru
slævandi. Það verkar með því að hemja
ofnæmisviðbrögð, sem koma fram vegna mismunandi utanaðkomandi
áhrifa.
Kestine er notað sérstaklega gegn ofsakláða, frjónæmi,
skordýrabitum og ofnæmiskvefi. Kestine má
einnig nota gegn öðrum ofnæmisviðbrögðum.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA KESTINE
EKKI MÁ NOTA KESTINE:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir ebastíni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Ráðfærðu þig við lækninn áður en þú tekur Kestine ef þú
ert með verulega skerta lifrarstarfsemi.
Ef taka á bló
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Kestine 10 mg og 20 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg eða 20 mg af ebastíni.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver 10 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 88,5 mg af
laktósaeinhýdrati.
Hver 20 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 177 mg af
laktósaeinhýdrati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
10 mg: Töflurnar eru kringlóttar, hvítar og merktar E10 á annarri
hliðinni.
20 mg: Töflurnar eru kringlóttar, hvítar og merktar E20 á annarri
hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Ofnæmissjúkdómar, einkum ofsakláði, frjónæmi og nefslímubólga
af völdum ofnæmis. (Sjá kafla 5.1)
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_Fullorðnir og börn 12 ára og eldri: _
10 mg einu sinni á dag.
Skammtinn má auka í 20 mg einu sinni á dag við slæmum einkennum.
_Börn yngri en 12 ára: _
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára þar sem ekki liggja
fyrir upplýsingar um
öryggi/verkun/skammta hjá börnum.
_Skert nýrnastarfsemi: _
Ekki er nauðsynlegt að breyta skömmtum hjá sjúklingum með væga,
miðlungsmikla og verulega
skerðingu á nýrnastarfsemi.
_Skert lifrarstarfsemi: _
Ekki er nauðsynlegt að breyta skömmtum hjá sjúklingum með væga
til miðlungsmikla skerðingu á
lifrarstarfsemi. Engin reynsla er af notkun stærri skammts en 10 mg
hjá sjúklingum með verulega
skerðingu á lifrarstarfsemi. Þess vegna má skammtur hjá
sjúklingum með verulega skerðingu á
lifrarstarfsemi ekki vera stærri en 10 mg á dag.
Framlengja má meðferð þangað til einkennin hverfa.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir ebastíni eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru
upp í kafla 6.1.
2
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Hjá sumum sjúklingum getur langtímameðferð með ebastíni valdið
aukinni hættu á tannskemmdum
vegna munnþurrks. Sjúklinga skal því upplýsa um mikilvægi
munnhirðu.
Gæta skal varúðar við meðfer
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru