Imogaze Mjúkt hylki 240 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
21-12-2023

Virkt innihaldsefni:

Simeticonum INN

Fáanlegur frá:

McNeil Sweden AB

ATC númer:

A03AX13

INN (Alþjóðlegt nafn):

Silíkonsambönd

Skammtar:

240 mg

Lyfjaform:

Mjúkt hylki

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

087215 Töfluílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2007-03-22

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
IMOGAZE 240 MG MJÚKT HYLKI
simeticon
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 10 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Imogaze og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Imogaze
3.
Hvernig nota á Imogaze
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Imogaze
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM IMOGAZE OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Imogaze verkar með því að rjúfa loftbólur í meltingarveginum
sem valda uppþembu. Lyfið er notað
handa fullorðnum og unglingum frá 15 ára aldri til að meðhöndla
einkenni uppþembu í meltingarvegi
(vindgangs) sem veldur því að kviðurinn er þaninn.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA IMOGAZE
EKKI MÁ NOTA IMOGAZE
ef um er að ræða ofnæmi fyrir simeticoni eða einhverju öðru
innihaldsefni
lyfsins (talin upp í kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækni ef:
-
uppþemban er ekki liðin hjá eftir 10 daga meðferð.
-
þú ert með hægðatregðu sem ekki líður hjá.
-
einkenni versna eða ný einkenni koma fram.
MEÐGANGA OG BRJÓSTAGJÖF
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru
notuð.
Nota má Imogaze á meðgöngu og við brjóstagjöf vegna þess að
upptaka simeticons í líkamanum
(altæk útsetning) er hverfandi.
AKSTUR OG NOTKUN VÉLA
Imogaze hefur engin þekkt áhrif á hæfni
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Imogaze 240 mg mjúkt hylki.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert hylki inniheldur:
Simeticon 240,00 mg
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Mjúkt hylki.
Egglaga, gegnsætt mjúkt hylki.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til meðferðar við einkennum uppþembu (vindgangs) hjá fullorðnum
og unglingum (frá 15 ára aldri).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Til inntöku.
Einungis ætlað fullorðnum (frá 15 ára aldri).
Eitt hylki með glasi af vatni í lok hverrar meginmáltíðar.
Ekki má taka fleiri en 3 hylki á sólarhring.
Meðferð skal ekki vara lengur en í 10 daga.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Ef einkennin eru viðvarandi eða fara versnandi, ef ný einkenni koma
fram eða ef um langvarandi
hægðatregðu er að ræða, á sjúklingurinn að leita til læknis.
Simeticon er ekki ætlað til meðferðar við ungbarnakveisu, vegna
þess að takmarkaðar upplýsingar
liggja fyrir um öryggi við notkun þess handa hvítvoðungum og
börnum.
4.5
MILLIVERKANIR VIÐ ÖNNUR LYF OG AÐRAR MILLIVERKANIR
Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum.
4.6
FRJÓSEMI, MEÐGANGA OG BRJÓSTAGJÖF
Meðganga
Engin klínísk gögn liggja fyrir um notkun simeticons á meðgöngu.
Fyrirliggjandi upplýsingar úr
dýrarannsóknum nægja ekki til að segja fyrir um eiturverkanir á
æxlun (sjá kafla 5.3).
2
Ekki er búist við neinum áhrifum á meðgöngu vegna þess að
simeticon dreifist í óverulegum mæli um
líkamann með blóðrás. Nota má Imogaze á meðgöngu.
Brjóstagjöf
Ekki er búist við neinum áhrifum á börn sem eru á brjósti vegna
þess að simeticon dreifist í
óverulegum mæli með blóðrás um líkama móðurinnar. Konur með
barn á brjósti mega nota Imogaze.
Frjósemi
Ólíklegt er að simeticon valdi altækum eiturverkunum á æxlun
(sjá kafla 5.3).
4.7
ÁHRIF Á HÆFNI TIL AK
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru