Imodium Filmuhúðuð tafla 2 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
25-01-2023

Virkt innihaldsefni:

Loperamidum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

McNeil Sweden AB

ATC númer:

A07DA03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Loperamidum

Skammtar:

2 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(L R) Ekki lyfseðilsskylt/ lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

114072 Þynnupakkning ; 193242 Þynnupakkning V0447

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1991-10-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
IMODIUM 2 MG TÖFLUR
loperamidhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 2 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Imodium og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Imodium
3.
Hvernig nota á Imodium
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Imodium
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM IMODIUM OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Imodium kemur þarmahreyfingum í eðlilegt horf, vinnur gegn
vökvatapi og eykur getuna til þess að
halda hægðum.
Imodium er notað við tilfallandi (skyndilegum) niðurgangi.
Læknirinn getur einnig ávísað lyfinu til
meðferðar við langvarandi (langvinnum) niðurgangi og handa þeim
sem eru með poka á kviðnum
(stóma) eftir sumar maga- og þarmaaðgerðir, sem og þeim sem eiga
í erfiðleikum með að halda
hægðum (hægðaleki).
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 2 daga.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA IMODIUM
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA IMODIUM:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir loperamidi eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
ef blóð er í hægðum 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Imodium 2 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur loperamidhýdróklóríð 2 mg.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver tafla inniheldur 163 mg mjólkursykureinhýdrat.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla (hvít, kringlótt, auðkennd „L2“ á annarri hliðinni).
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til meðferðar við einkennum bráðs tilfallandi niðurgangs og
langvarandi niðurgangs, þ.m.t. niður-
gangur vegna of mikils hraða þarmainnihalds, með eða án
hægðaleka, t.d. hjá sjúklingum með daus-
garnarrauf, ristilrauf eða sturttæmingu (dumping).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Töflurnar á að taka inn með vökva.
_Bráður niðurgangur:_
Hefja skal meðferðina með 4 mg (2 töflur). Þaðan í frá 2 mg (1
tafla) eftir hverja
hægðalosun með niðurgangi. Þó skulu líða 2-3 klst. milli
fyrsta og annars skammts. Sólarhrings-
skammtur á ekki að fara yfir 16 mg (8 töflur).
_Langvarandi niðurgangur_
: Hefja skal meðferðina með 4 mg (2 töflur). Skömmtun er síðan
ein-
staklingsbundin á bilinu 2-16 mg (1-8 töflur) á sólarhring og
leitast skal við að gefa minnsta við-
haldsskammt sem mögulegur er. Oft nægir að gefa lyfið 1-2 sinnum
á sólarhring. Sólarhrings-
skammtur á ekki að fara yfir 16 mg (8 töflur).
_Börn yngri en 12 ára_
Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um meðferð hjá börnum yngri
en 12 ára. Sjá kafla 4.8.
_Aldraðir _
Ekki er þörf á aðlögun skammta fyrir aldraða sjúklinga.
_Skert nýrnastarfsemi _
Ekki er þörf á aðlögun skammta fyrir sjúklinga með skerta
nýrnastarfsemi.
_Skert lifrarstarfsemi _
Þó að engar upplýsingar um lyfjahvörf séu fyrirliggjandi um
sjúklinga með skerta lifrarstarfsemi skal
gæta varúðar við notkun Imodium hjá þessum sjúklingum vegna
skertra umbrota við fyrstu umferð um
lifur (sjá kafla 4.4).
2
4.3
FRÁBENDINGAR
-
Ekki má nota Imodium handa sjúklingum með ofnæmi fyrir virka
efninu eða einhverju
hj
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru