Immex (Loperamide Tenshi) Frostþurrkuð tafla 2 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
31-10-2022

Virkt innihaldsefni:

Loperamidum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Tenshi Kaizen B.V.

ATC númer:

A07DA03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Loperamidum

Skammtar:

2 mg

Lyfjaform:

Frostþurrkuð tafla

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

561549 Þynnupakkning PVC-/pólýamið-/ál-/PVC

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2021-11-23

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
IMMEX 2 MG FROSTÞURRKUÐ TAFLA
lóperamíðhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn,
lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 2 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Immex
og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Immex
3.
Hvernig nota á Immex
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Immex
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM IMMEX OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Þetta lyf inniheldur lóperamíðhýdróklóríð, sem hjálpar til
við að stöðva niðurgang með því að gera
hægðirnar þéttari og fátíðari. Þetta lyf er notað til að
meðhöndla skyndileg, skammvinn (bráð)
niðurgangsköst hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri.
LYFIÐ MÁ EKKI NOTA LENGUR EN Í 2 DAGA
ÁN ÞESS AÐ LEITA RÁÐA HJÁ LÆKNI OG ÁN EFTIRLITS.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 2 daga.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA IMMEX
EKKI MÁ NOTA IMMEX
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir lóperamíðhýdróklóríði eða
einhverju hjálparefnanna (talin upp í
kafla 6),
-
hjá börnum yngri en 2 ára,
-
hjá sjúklingum með bráða iðrakreppu, sem einkennist af blóði
í hægðum og hækkuðum
líkamshita,
-
hjá sjúklingum með bráða sáraristilbólgu,
-
hjá sjúklingum með garna- og ristilbólgu af völdum baktería s
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Immex 2 mg frostþurrkuð tafla
2.
INNIHALDSLÝSING
Lóperamíðhýdróklóríð 2 mg sem jafngildir lóperamíði 1,85 mg
í hverri frostþurrkaðri töflu
Hjálparefni með þekkta verkun: 1,0 mg aspartam (E951)
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1
3.
LYFJAFORM
Frostþurrkuð tafla
Hvítar til beinhvítar, kringlóttar töflur, ígreyptar með T á
annarri hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til meðferðar við einkennum bráðs niðurgangs hjá fullorðnum og
unglingum
_ _
12 ára og eldri.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir _
Tvær frostþurrkaðar töflur (4 mg) í upphafi og síðan 1
frostþurrkuð tafla (2 mg) eftir hverjar lausar
hægðir, í fyrsta lagi klukkustund eftir upphafsskammt. Venjulegur
skammtur er 3–4 frostþurrkaðar
töflur (6 mg–8 mg) á sólarhring; hámarksskammtur á sólarhring
skal ekki fara yfir 6 frostþurrkaðar
töflur (12 mg).
_Unglingar 12 ára og eldri _
Ein frostþurrkuð tafla (2 mg) í upphafi og síðan 1 frostþurrkuð
tafla (2 mg) eftir hverjar lausar hægðir,
í fyrsta lagi 1 klukkustund eftir upphafsskammt.
Hámarksskammtur á sólarhring skal ekki að fara yfir 4
frostþurrkaðar töflur (8 mg).
Hámarksmeðferðarlengd án samráðs við lækni er 2 dagar.
_Börn _
Þetta lyf er ekki ætlað börnum á aldrinum 2 til 12 ára.
_ _
_Aldraðir: _
Ekki er þörf á aðlögun skammta fyrir aldraða sjúklinga.
_Skert nýrnastarfsemi: _
Ekki er þörf á aðlögun skammta fyrir sjúklinga með skerta
nýrnastarfsemi.
_ _
_Skert lifrarstarfsemi: _
Þó að engar upplýsingar um lyfjahvörf séu fyrirliggjandi um
sjúklinga með skerta lifrarstarfsemi skal
2
gæta varúðar við notkun lyfsins hjá þessum sjúklingum vegna
skertra umbrota við fyrstu umferð um
lifur (sjá kafla 4.4).
Lyfjagjöf
Setja skal frostþurrkaða töflu á tunguna, þar sem hún leysist
upp og hægt er að gleypa hana með
munnvatni. Ekki þarf að neyta vökva með frostþurrkuðu töflunni.
4.3
FRÁBENDI
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru