Imdur Forðatafla 60 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
03-09-2019

Virkt innihaldsefni:

Isosorbidi mononitras INN

Fáanlegur frá:

TopRidge Pharma (Ireland) Limited

ATC númer:

C01DA14

INN (Alþjóðlegt nafn):

Isosorbidi mononitras

Skammtar:

60 mg

Lyfjaform:

Forðatafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

102871 Þynnupakkning V0041

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1989-07-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
IMDUR
30 MG OG 60 MG FORÐATÖFLUR
Isosorbid-5-einnítrat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota og á ekki
að gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem
ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Imdur og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Imdur
3.
Hvernig nota á Imdur
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Imdur
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM IMDUR OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Imdur tilheyrir flokki lyfja sem nefnist nítröt. Lyfið víkkar út
slagæðar og bláæðar með því að slaka á
vöðvum í æðunum. Þannig dregur úr álagi á hjartað.
Töflurnar hafa forðaverkun sem stjórnar hversu hratt lyfið losnar
út í líkamann og tryggir jöfn áhrif yfir
daginn. Plastgrindin í töflunum er að öllu leyti óleysanleg í
meltingarvökva, en sundrast yfirleitt niður í
þörmunum þegar allt virka efnið hefur losnað.
VIÐURKENND NOTKUN IMDUR
Til að koma í veg fyrir hjarta- og brjóstverk sem kemur fram við
áreynslu eða streitu (fyrirbyggjandi
meðferð við hjartaöng).
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA IMDUR
EKKI MÁ NOTA IMDUR:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir isosorbid-5-einnítrati eða
einhverju öðru innihal
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Imdur 30 mg og 60 mg forðatöflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver forðatafla inniheldur: Isosorbidi mononitras INN 30 mg eða 60
mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Forðatafla.
Imdur forðatöflur 30 mg eru bleikar, sporöskjulaga með deiliskoru,
merktar A/II, 7x13 mm.
Imdur forðatöflur 60 mg eru gular, sporöskjulaga með deiliskoru,
merktar A/ID, 7x13 mm.
Uppbygging forðataflanna tryggir hæga losun virka efnisins á
löngum tíma. Meltingarvökvi hefur ekki
áhrif á plastgrindina í forðatöflunum, en garnahreyfingar brjóta
hana niður eftir að allt virka efnið
hefur losnað úr henni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Hjartaöng, til að koma í veg fyrir verk.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Venjulegur skammtur er 60 mg einu sinni á sólarhring tekinn að
morgni. Þennan skammt má auka í
120 mg á sólarhring, sem tekinn er að morgni. Til að minnka líkur
á höfuðverk má hefja meðferð með
30 mg fyrstu 2 – 4 daganna. Taka má forðatöflurnar án eða með
mat.
Deiliskora er á forðatöflunum og má skipta þeim. Hvort sem
töflurnar eru teknar heilar eða hálfar á
hvorki að tyggja þær né mylja heldur gleypa þær með hálfu
glasi af vökva. Imdur er ekki ætlað til
meðferðar á bráðu hjartaangarkasti. Í slíkum tilvikum á að
nota tungurótartöflur eða munnsogtöflur
sem innihalda nítróglýserín eða lyfjaform til innúðunar.
Plastgrindin í töflunum er óleysanleg en brotnar niður þegar
lyfið hefur losnað úr henni. Í einstaka
tilvikum getur plastgrindin borist í gegnum meltingarveginn án þess
að brotna niður og verið sjáanleg
í hægðum. Komi þetta fyrir þýðir það ekki að lyfið hafi
haft minni áhrif en venjulega.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1, lost, of lágur
blóðþrýstingur, hjartavöðvakvilli með rennslishindrunum og
gollurshússbólga.
Sjúklingar sem fá meðferð með Imd
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru