Hyprosan (Hypromellose) Augndropar, lausn 3,2 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
16-03-2021

Virkt innihaldsefni:

Hypromellosum INN

Fáanlegur frá:

Santen Oy

ATC númer:

S01XA20

INN (Alþjóðlegt nafn):

Gervitár og aðrar óvirkar samsetningar

Skammtar:

3,2 mg/ml

Lyfjaform:

Augndropar, lausn

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

182086 Dropaílát Gagnsætt glas úr plasti (LDPE) með hvítum dropateljara úr HDPE og sílíkoni með bláum sprota og hvítu loki úr HDPE. ; 188338 Dropaílát Gagnsætt glas úr plasti (LDPE) með hvítum dropateljara úr HDPE og sílíkoni með bláum sprota og hvítu loki úr HDPE.

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2013-01-21

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
HYPROSAN 3,2 MG/ML AUGNDROPAR, LAUSN.
Hypromellósi
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Notið lyfið alltaf eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða
læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Hyprosan og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Hyprosan
3.
Hvernig nota á Hyprosan
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Hyprosan
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM HYPROSAN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Hyprosan er gervitár sem vökvar og smyr augun. Hyprosan augndropar
eru notaðir við einkennum
augnþurrks.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA HYPROSAN
EKKI MÁ NOTA HYPROSAN
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir hypromellósa eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Engin.
BÖRN OG UNGLINGAR
Hyprosan hefur ekki verið rannsakað hjá börnum og unglingum. Því
má ekki nota það hjá börnum
og unglingum yngri en 18 ára.
NOTKUN ANNARRA LYFJA SAMHLIÐA HYPROSAN
Ef önnur lyf eru notuð í augu á
ALLTAF AÐ NOTA HYPROSAN SÍÐAST, OG EKKI FYRR EN 5 MÍNÚTUM EFTIR
AÐ
ÖNNUR LYF ERU NOTUÐ
.
MEÐGANGA, BRJÓSTAGJÖF OG FRJÓSEMI
Óhætt er að nota Hyprosan á meðgöngu og við brjóstagjöf.
AKSTUR OG NOTKUN VÉLA
Augndroparnir geta valdið tímabundinni þokusjón. Ef þú finnur
fyrir slíku átt þú ekki að aka eða
stjórna vélum fyrr en sjónin hefur jafnað sig til fulls.
H
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Hyprosan 3,2 mg/ml augndropar, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml af lausn inniheldur 3,2 mg af hypromellósa.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Einn ml af augndropum, lausn, inniheldur 1,9 mg af fosfötum og einn
dropi inniheldur u.þ.b. 0,06 mg
af fosfötum.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Augndropar, lausn
Tær, litlaus lausn
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Gervitár til meðferðar við augnþurrki, þ.m.t. glæru- og
tárusiggi (keratoconjunctivitis sicca), hjá
fullorðnum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
1 dropi í hvort auga þrisvar á dag, eða eftir þörfum.
_Börn _
Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Hyprosan hjá
börnum og unglingum yngri en 18 ára.
Vegna þess hvernig glasið verkar er að hámarki hægt að skammta
30 dropa úr því á dag.
_ _
Lyfjagjöf
Til að forðast að skola lyfjum úr augum á alltaf að gefa
Hyprosan a.m.k. fimm mínútum eftir að önnur
augnlyf hafa verið sett í augu.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu / virku efnunum eða einhverju
hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Engin.
Hyprosan inniheldur ekki rotvarnarefni, því má nota Hyprosan með
augnlinsum.
4.5
MILLIVERKANIR VIÐ ÖNNUR LYF OG AÐRAR MILLIVERKANIR
2
Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum.
4.6
FRJÓSEMI, MEÐGANGA OG BRJÓSTAGJÖF
Meðganga
Ekki er gert ráð fyrir neinum áhrifum á meðgöngu þar sem almenn
útsetning fyrir hypromellósa er
hverfandi.
Óhætt er að nota Hyprosan á meðgöngu.
Brjóstagjöf
Ekki er gert ráð fyrir neinum áhrifum á nýbura/ungbörn á
brjósti þar sem almenn útsetning móðurinnar
fyrir hypromellósa er hverfandi.
Óhætt er að nota Hyprosan við brjóstagjöf.
Frjósemi
Ekki er gert ráð fyrir neinum áhrifum á frjósemi þar sem almenn
útsetning fyrir hypromellósa er
hverfandi.
4.7
ÁHRIF Á HÆFNI TIL AKSTURS OG NOTKUNAR VÉLA
Hyprosan hefur væg áhr
                                
                                Lestu allt skjalið