Hydrokortison Orion (Hydrocortisone Orion) Tafla 10 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
02-06-2023

Virkt innihaldsefni:

Hydrocortisonum INN

Fáanlegur frá:

Orion Corporation

ATC númer:

H02AB09

INN (Alþjóðlegt nafn):

Hydrocortisonum

Skammtar:

10 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

049319 Þynnupakkning OPA/Ál/PVC ; 487361 Þynnupakkning OPA/Ál/PVC

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2015-05-19

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
HYDROKORTISON ORION 10 MG TÖFLUR
hydrocortison
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Hydrokortison Orion og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Hydrokortison Orion
3.
Hvernig nota á Hydrokortison Orion
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Hydrokortison Orion
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM HYDROKORTISON ORION OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Hydrokortison Orion töflur innihalda lyf sem er kallað
hydrocortison. Hydrocortison tilheyrir hópi
lyfja sem eru kölluð sterar, barksterar fullu nafni. Þessir
barksterar eru náttúrulega til staðar í
líkamanum, og þeir hjálpa til við að viðhalda heilsu og
velferð. Það að örva líkamann með viðbótar-
barksterum (eins og hydrocortisoni) er áhrifarík leið til að
meðhöndla ýmsa sjúkdóma sem tengjast
bólgum í líkamanum. Hydrocortison dregur úr þessum bólgum, sem
gætu annars orðið til þess að
ástand þitt versni. Þú verður að taka þetta lyf reglulega til
að ná hámarksárangri.
Hydrokortison Orion töflur eru notaðar fyrir:
-
fullorðna, börn og unglinga til að bæta upp hydrocortison því
hluti nýrnahettunnar starfar ekki
eðlilega
-
neyðarmeðferð við alvarlegum astma, ofnæmisviðbragði vegna
lyfja, blóðvatnseitrun
(ofnæmisviðbrögð við próteinum), staðbundinni bólgu í
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Hydrokortison Orion 10 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 10 mg hydrocortison.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver tafla inniheldur 64,6 mg af laktósa.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
Hvítar, sléttar töflur með deiliskoru, flatar með skábrún,
u.þ.b. 7 mm að þvermáli, merktar „ORN35“.
Hægt er að skipta töflunni í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
•
Uppbótarmeðferð við meðfæddum ofvexti nýrnahettna hjá börnum.
•
Meðferð við skertri starfsemi nýrnahettna hjá fullorðnum,
börnum og unglingum < 18 ára.
•
Bráðameðferð við verulegum berkjuastma,
lyfjaofnæmisviðbrögðum, sermissótt, ofnæmisbjúg
og bráðaofnæmi hjá fullorðnum og börnum.
Hydrokortison Orion 10 mg töflur eru ætlaðar fullorðnum og börnum
á aldrinum frá 1 mánaða til
18 ára þegar skammturinn 10 mg og lyfjaformið tafla hentar.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Skammtar eru einstaklingsbundnir og þarf að aðlaga að svörun
sjúklingsins. Nota á lægsta mögulega
skammt.
Hjá sjúklingum sem þurfa uppbótarmeðferð á fyrsti skammtur að
morgni að vera hærri en hinir
skammtarnir til að líkja eftir eðlilegri dægursveiflu á seytingu
cortisols.
Sjúklingar þurfa að vera undir nákvæmu eftirliti hvað varðar
einkenni sem geta kallað á aðlögun
skammta, þ.á m. breytingar á klínísku ástandi vegna
sjúkdómshlés eða elnunar sjúkdóms,
einstaklingsbundinnar svörunar og áhrifa streitu (t.d.
skurðaðgerð, sýking og áfall). Meðan
streituástand er getur verið nauðsynlegt að auka skammtinn
tímabundið.
Til að fyrirbyggja vanstarfsemi nýrnahettna og/eða bakslag
undirliggjandi sjúkdóms getur verið
nauðsynlegt að hætta notkun lyfsins smám saman (sjá kafla 4.4).
2
Uppbótarmeðferð
_Börn _
Við meðfæddum ofvexti nýrnahettna, 9-15 mg/m
2
/sólarhring skipt í 3 skammta, aðlagað eftir svörun.
Við skertri starfsemi nýrnahett
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru