Hydrocortison med Terramycin og Polymyxin B Eyrna-/augndropar, dreifa

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
02-05-2023

Virkt innihaldsefni:

Polymyxinum B súlfat; Oxytetracyclinum hýdróklóríð; Hydrocortisonum acetat

Fáanlegur frá:

Pfizer ApS

ATC númer:

S03CA04

INN (Alþjóðlegt nafn):

Hydrocortisonum og sýkingalyf

Lyfjaform:

Eyrna-/augndropar, dreifa

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

180729 Túpa

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1981-11-03

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
HYDROCORTISON MED TERRAMYCIN OG POLYMYXIN B
15 MG/ML + 5 MG/ML + 10.000 A.E./ML
AUGN- OG EYRNADROPAR, DREIFA
hydrocortisonacetat/oxytetracyclinhydrochlorid/polymyxin B sulfat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Hydrocortison med Terramycin og Polymyxin B og við
hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Hydrocortison med Terramycin og
Polymyxin B
3.
Hvernig nota á Hydrocortison med Terramycin og Polymyxin B
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Hydrocortison med Terramycin og Polymyxin B
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM HYDROCORTISON MED TERRAMYCIN OG POLYMYXIN B OG VIÐ
HVERJU ÞAÐ ER
NOTAÐ
Hydrocortison med Terramycin og Polymyxin B er augn- og eyrnalyf með
blöndu af
nýrnabarkarhormóni og sýklalyfi.
Hydrocortison med Terramycin og Polymyxin B dregur úr bólgu
(sýkingu) og kláða og kemur í veg
fyrir bakteríuvöxt.
Hydrocortison med Terramycin og Polymyxin B augn- og eyrnadropa má
nota til meðferðar við:
−
bólgu (sýkingum) í auga.
−
exemi í hlust.
−
bólgum (sýkingum) í ytri hlustargangi.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
HYDROCORTISO
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Hydrocortison med Terramycin og Polymyxin-B.
2.
INNIHALDSLÝSING
Oxýtetrasýklínhýdróklóríð 5 mg/ml, hýdrókortisónasetat 15
mg/ml og pólýmýxín B súlfat
10.000 IE/ml.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Augn- og eyrnadropar, dreifa.
Útlit: Gul til ljósgulbrún dreifa.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Staðbundin meðferð við bólgu (sýkingu) í auga. Meðferð við
exemi í hlust og bólgum í ytri
hlustargangi af völdum örvera sem eru næmar fyrir
oxýtetrasýklíni og pólýmyxíni.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Fullorðnir:
Augndropar: 1–2 dropar þrisvar sinnum á sólarhring.
Eyrnadropar: 2–4 dropar þrisvar sinnum á sólarhring.
Leiðbeina á sjúklingnum um að forðast að stútur túpunnar
komist í beina snertingu við útferð frá
sýkingunni. Hrista skal augn-/eyrnadropana fyrir notkun.
4.3
FRÁBENDINGAR

Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.

Glæruáblástur (herpes simplex keratitis (dendritic keratitis)) eða
sýkingar í hornhimnu og táru af
völdum kúabólu (vaccinia), hlaupabólu (varicella) eða annarra
veira.

Sýkingar í augum af völdum
_Mycobacteriae_
.

Sveppasýkingar í augum eða eyrum.

Veirusýking í eyrum.

Má ekki nota í auga eftir að aðskotahlutur hefur verið
fjarlægður úr hornhimnu.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Eyrnadropar: Ekki er ráðlagt að nota eyrnadropana ef gat er á
hljóðhimnu.
Langvarandi notkun barkstera í auga getur valdið gláku með
skemmdum á sjóntaug, skerðingu á
sjónskerpu og sjónsviði og myndun hjúpdrers (cataracta
corticalis). Langvarandi notkun getur bælt
ónæmissvörun sjúklingsins og þar með aukið hættu á
fylgisýkingum í auga. Þekkt er við sýkingar sem
valda þynningu á hornhimnu eða augnhvítu, að notkun barkstera í
auga hefur leitt til gatmyndunar
(perforation). Við bráða sjúkdóma með greftri í auga geta
st
                                
                                Lestu allt skjalið