Gaviscon Tuggutafla

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
29-09-2014

Virkt innihaldsefni:

Aluminium hydroxide; Sodium hydrogen carbonate; Acidum alginicum

Fáanlegur frá:

Nordic Drugs AB

ATC númer:

A02BX13

INN (Alþjóðlegt nafn):

Acidum alginicum

Lyfjaform:

Tuggutafla

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

087932 Þynnupakkning ; 089094 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1975-09-18

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
GAVISCON TUGGUTÖFLUR
algínsýra 350 mg, natríumhýdrógenkarbónat 120 mg, álhýdroxíð
100 mg
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Meðferð við bakflæði á
ekki að vara lengur en í 8 vikur.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Gaviscon og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Gaviscon
3.
Hvernig nota á Gaviscon
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Gaviscon
6. Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM GAVISCON OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Gaviscon myndar lag af froðu, sem dreifist yfir hið súra innihald
magans og kemur í veg fyrir
bakflæði þess til vélinda.
Gaviscon er notað við brjóstsviða, súru uppflæði og
þindarsliti. 2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA GAVISCON TUGGUTÖFLUR
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en
tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum
læknis og leiðbeiningum á
merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA GAVISCON TUGGUTÖFLUR
Ef um er að ræða ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin
upp í kafla 6).
VARNARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Þeir sem eru með óeðlilega nýrnastarfsemi eiga alltaf að hafa
samband við lækni áður en
byrjað er að nota Gaviscon tuggutöflur.
NOTKUN ANNARRA LYFJA SAMHLIÐA GAVISCON
Láti
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Gaviscon tuggutöflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Alginsýra 350 mg, natríumkarbónat 120 mg, álhýdroxíð 100 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tuggutafla.
Gaviscon tugguafla er hvít eða beinhvít, kringlótt, flöt og
auðkennd með „GAVISCON“ á annarri
hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Vélindisbólga vegna bakflæðis (reflux oesophagitis), t.d. við
þindarslit (hiatius hernia). Bólga í maga
vegna offramleiðslu sýru (gastritis, einkum í þeim tilvikum þegar
magainnihald flæðir upp í vélinda).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir_
1-3 tuggutöflur eftir þörfum. Töflur eru tuggðar vandlega u.þ.b
½ klst eftir máltíð, rétt fyrir svefn eða
eins og læknir hefur ráðlagt. Ekki má gleypa töflurnar því þá
hafa þær ekki tilætlaða verkun. Ef þurfa
þykir, má drekka örlítinn vatnssopa með töflunum. Meðferð við
bakflæði á ekki að vara lengur en í 8
vikur.
Þegar töflurnar eru tuggðar myndast froða. Þetta getur valdið
óþægindum hjá þeim sem eru með
gervitennur. Betra er fyrir þessa sjúklinga að tyggja ½ töflu í
senn eða nota Gaviscon mixtúru.
_Börn_
Samkvæmt fyrirmælum læknis.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp i kafla 6.1.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Notist með varúð þegar um alvarlega skerta nýrnastarfsemi er að
ræða.
Inniheldur mannitól sem getur haft væg hægðalosandi áhrif.
2
4.5
MILLIVERKANIR VIÐ ÖNNUR LYF OG AÐRAR MILLIVERKANIR
Tuggutöflurnar má ekki nota samhliða eftirfarandi lyfjum:
Flúórókínólónum:
Sýrubindandi lyf innihalda tví- eða þrígildar katjónir (t.d. Ca
++
, Mg
++
eða
Al
+++
), sem klóbindast
flúórókínólónum sem draga verulega úr frásogi
flúórókínóla og þar af leiðandi verkun þeirra.
Tetracýklínsamböndum:
Sýrubindandi lyf innihalda tví- eða þrígildar katjónir(t.d. Ca
++
, Mg
++
e
                                
                                Lestu allt skjalið