Fucidin-Hydrocortison Krem 20 + 10 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
22-10-2018

Virkt innihaldsefni:

Acidum fusidicum INN; Hydrocortisonum acetat

Fáanlegur frá:

LEO Pharma A/S*

ATC númer:

D07CA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Hydrocortisonum og sýklalyf

Skammtar:

20 + 10 mg

Lyfjaform:

Krem

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

445155 Túpa

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1998-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
FUCIDIN
-
HYDROCORTISON 20 MG/G + 10 MG/G KREM
fúsidínsýra og hýdrókortisónasetat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Fucidin-Hydrocortison og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Fucidin-Hydrocortison
3.
Hvernig nota á Fucidin-Hydrocortison
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Fucidin-Hydrocortison
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM FUCIDIN-HYDROCORTISON OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Fucidin-Hydrocortison krem sameinar bakteríudrepandi verkun
fúsidínsýru (sýklalyf) og
bólguhamlandi verkun hýdrókortisóns (barksteri).
Lyfið er notað til útvortis meðferðar á ofnæmishúðbólgu með
sýkingu (almennt þekkt sem exem,
húðsjúkdómur sem fylgir roði, vilsa, sár (hrúður) og kláði,
sem venjulega orsakast af ofnæmi)
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA FUCIDIN-HYDROCORTISON
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA FUCDIN-HYDROCORTISON
-
ef um er að ræða
OFNÆMI
fyrir fúsidínsýru, natríumfúsidat, hýdrókortisónasetati eða
einhverju
öðru innihaldsefni Fucidin-Hydrocortison (talin upp í kafla 6)
-
ef þú ert með
HÚÐSÝKINGU
sem er aðallega
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Fucidin-Hydrocortison 20 mg/g+ 10 mg/g krem.
2.
INNIHALDSLÝSING
Fúsidínsýra 20 mg/g og hýdrókortisónasetat 10 mg/g.
Hjálparefni með þekkta verkun
Bútýlhýdroxýanísól E320 (40 míkrógrömm/g), cetýlalkóhól
(111 mg/g) og kalíumsorbat E202
(2,7 mg/g)
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Krem.
Hvítt krem sem má blanda með vatni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til meðferðar á ofnæmishúðbólgu, þar sem sýking er einnig til
staðar.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Fullorðnir og börn:
Fucidin-Hydrocortison krem á að bera á sýkt húðsvæði 3 sinnum
á sólarhring, að hámarki í 2 vikur.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
Þar sem Fucidin-Hydrocortison inniheldur barkstera má ekki nota
það við eftirfarandi ástandi:
Frumkomnar húðsýkingar af völdum sveppa, veira eða baktería,
annaðhvort ómeðhöndlaðar eða sem
ekki hefur náðst stjórn á við meðhöndlun (sjá kafla 4.4).
Húðsjúkdómar sem tengjast berklum, annaðhvort ómeðhöndlaðir
eða sem ekki hefur náðst stjórn á við
meðhöndlun.
Húðbólga umhverfis munn (perioral dermatitis) og rósroði.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Forðast skal langvarandi meðferð með Fucidin-Hydrocortison.
Háð notkunarstaðnum, skal alltaf meta mögulega altæka upptöku
hýdrókortisónasetats við meðferð
með Fucidin-Hydrocortison.
2
Þar sem lyfið inniheldur barkstera skal gæta varúðar þegar
Fucidin-Hydrocortison er notað nálægt
augum. Forðist að Fucidin-Hydrocortison berist í augun (sjá kafla
4.8).
Verið getur að skýrt sé frá sjóntruflunum við altæka og
staðbundna notkun barkstera. Ef sjúklingur fær
einkenni á borð við þokusýn eða aðrar sjóntruflanir skal
íhuga að vísa honum til augnlæknis til að
meta mögulegar ástæður, þ.m.t. drer, gláka eða sjaldgæfir
sjúkdómar á borð við miðlægan ve
                                
                                Lestu allt skjalið