Florinef Tafla 0,1 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
11-09-2023

Virkt innihaldsefni:

Fludrocortisonum acetat

Fáanlegur frá:

Viatris ApS

ATC númer:

H02AA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Fludrocortisonum

Skammtar:

0,1 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

183871 Töfluílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1965-12-30

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
FLORINEF TÖFLUR 0,1 MG
flúdrókortisónasetat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Florinef og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Florinef
3.
Hvernig nota á Florinef
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Florinef
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM FLORINEF OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Florinef er kortisónlyf sem hefur sérstaklega öflug áhrif á salt-
og vökvajafnvægi líkamans.
Florinef er notað við ákveðnum sjúkdómum í nýrnahettum.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA FLORINEF
EKKI MÁ NOTA FLORINEF:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Florinef
er notað.
Florinef getur haft áhrif á ýmsa sjúkdóma og er því mikilvægt
að láta lækninn vita um alla sjúkdóma,
bæði fyrir og meðan á töku lyfsins stendur. Þetta á
sérstaklega við um: sýkingar, sjúkdóma í
meltingarfærum, nýrna- og lifrarsjúkdóma, blóðtappa, háan
blóðþrýsting, hjartabilun, sykursýki
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Florinef 0,1 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Fludrocortisonasetat 0,1 mg.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver tafla inniheldur 58,9 mg af vatnsfríum laktósa, 0,7 mg af
laktósaeinhýdrati og 0,01 mg af
natríumbensóati (E 211).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
Hvítar, kringlóttar, tvíkúptar töflur með skoru á annarri
hliðinni og merktar með „FT01“ á hinni
hliðinni.
Töflunni má skipta í tvo jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Addisonsveiki og meðfædd nýrnahettustækkun (congenital adrenal
hyperplasia (CAH)).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_ _
_Addisonsveiki: _
0,05-0,2 mg á sólarhring til viðbótar við kortison þegar þörf
er á frekari áhrifum
saltstera. Hjá sjúklingum með háþrýsting er yfirleitt mælt með
0,05 mg á sólarhring.
_Nýrnahettustækkun _
(„salt losing adrenogenital syndrome“): 0,1-0,2 mg á sólarhring.
_ _
_Börn _
_ _
Börn og unglingar yngri en 18 ára: Hálf (0,05 mg) – ein tafla 0,1
mg) á sólarhring. Skammtinn á
að aðlaga með hliðsjón af aldri, þyngd og alvarleika sjúkdóms
(sjá kafla 4.4).
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Fludrocortisonacetat er öflugur saltsteri með sykursteraverkun sem
er aðallega notað sem
uppbótarmeðferð. Þótt sykursteraaukaverkanir geti komið fram er
ekki gert ráð fyrir þeim við
lága skammta eins og við gjöf Florinef. Hægt er að lágmarka
aukaverkanir með því að hafa
skammta eins litla og mögulegt er.
Vegna
öflugrar
saltsteraverkunar
fludrocortisons
á
ekki
að
nota
Florinef
við
ósértæka
barksterameðferð. Florinef á ekki að gefa sjúklingum með
ómeðhöndlaða hjartabilun. Við langvarandi
2
sterameðferð er mælt með að fylgst sé með blóðsöltum og
saltinntöku til þess að koma í veg fyrir
háþrýsting, bjúg og þyngdaraukningu. Saltsnaut
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru