Femanest Tafla 1 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
28-11-2023

Virkt innihaldsefni:

Estradiol

Fáanlegur frá:

Viatris ApS

ATC númer:

G03CA03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Estradiolum

Skammtar:

1 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

389171 Þynnupakkning PVC V0129

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1996-09-03

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
FEMANEST 1 MG OG 2 MG TÖFLUR
estradíól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Femanest og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Femanest
3.
Hvernig nota á Femanest
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Femanest
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM FEMANEST OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Femanest er lyf sem notað er sem hormónauppbótarmeðferð. Það
inniheldur kvenhormónið estrógen.
Femanest er ætlað til notkunar eftir að tíðablæðingar eru
hættar (tíðahvörf), þegar að minnsta kosti eitt
ár er liðið frá síðustu eðlilegu tíðablæðingum.
Femanest er notað:
TIL AÐ DRAGA ÚR EINKENNUM, UM OG EFTIR TÍÐAHVÖRF
Þegar tíðablæðingar eru hættar (tíðahvörf) minnkar
estrógenmagn hjá konum. Það getur valdið
óþægindum, eins og svitaköstum og hitakófum. Femanest dregur úr
þessum einkennum eftir tíðahvörf.
Femanest á eingöngu að nota ef óþægindin trufla daglegt líf.
FEMANEST 2 MG MÁ EINNIG NOTA TIL AÐ FYRIRBYGGJA BEINÞYNNINGU
Eftir tíðahvörf getur beinþynning komið fram hjá sumum konum.
Ráðfærðu þig við lækninn um öll
hugsanleg meðferðarúrræði.
Ef þú ert í aukinni hættu á beinbrotum og önnur lyf henta þér
ekki getur þú notað Femanest til að
fyrirbyggja beinþynningu eftir tíðahvörf.
Verið getur að
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Femanest 1 mg töflur.
Femanest 2 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
_1 tafla inniheldur:_
Estradíólhemihýdrat sem samsvarar estradíóli 1 mg annars vegar og
estradíóli 2 mg
hins vegar.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver 1 mg tafla inniheldur 62,77 mg mjólkursykurseinhýdrat.
Hver 2 mg tafla inniheldur 61,73 mg mjólkursykurseinhýdrat.
Hver 2 mg tafla inniheldur 0,023 mg para-appelsínugult E 110.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla
_1 mg:_
Hvít, merkt 01
_2 mg:_
Appelsínugul, merkt 02
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Uppbótarmeðferð með hormónum við einkennum estrógenskorts hjá
konum fyrir og eftir tíðahvörf.
Til varnar gegn beinþynningu eftir tíðahvörf hjá konum sem eru í
aukinni áhættu á að beinbrotna síðar,
sem ekki þola eða mega ekki nota önnur lyf sem eru viðurkennd til
varnar gegn beinþynningu (aðeins
Femanest 2 mg).
Takmörkuð reynsla er af meðferð hjá konum eldri en 65 ára.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_ _
Til varnar gegn beinþynningu má aðeins nota Femanest 2 mg.
Meðferðin er venjulega hafin með Femanest 2 mg daglega. Við
áframhaldandi meðferð á að ákvarða
skammtinn fyrir hvern einstakling fyrir sig.
Nota á Femanest annaðhvort sem samfellda eða lotuskipta meðferð.
Þegar konur með leg eru
meðhöndlaðar skal alltaf gefa gestagenviðbót.
_Samfelld meðferð:_
1 tafla af Femanest daglega án hléa. Gestagenviðbót er gefin t.d.
fyrstu 12-14 daga
hvers mánaðar ásamt Femanest. Konur sem farið hafa í legnám: 1
tafla af Femanest daglega án hléa.
Hjá konum sem hafa farið í legnám er eingöngu mælt með
gestagenviðbót hjá þeim sem hafa greinst
með legslímuflakk.
_ _
_Lotuskipt meðferð:_
1 tafla af Femanest daglega í 21 dag, síðan er gert hlé á
töflutöku í 7 daga.
Gestagenviðbót er gefin síðustu 12-14 dagana á hverju þriggja
vikna tímabili ásamt Femanest.
Við hvorn meðferðarháttinn sem er, verður venjulega blæðing 2-4

                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru