Enalapril/Hydrochlorothiazide Medical Valley Tafla 20/12,5 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
08-06-2022

Virkt innihaldsefni:

Enalaprilum maleat

Fáanlegur frá:

Medical Valley Invest AB

ATC númer:

C09BA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Enalaprilum og þvagræsilyf

Skammtar:

20/12,5 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

532351 Glas HDPE ; 084826 Glas HDPE V0098

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2020-04-03

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ENALAPRIL/HYDROCHLOROTHIAZIDE MEDICAL VALLEY 20 MG/12,5 MG TÖFLUR
enalapríl maleat/hýdróklórtíazíð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Enalapril/Hydrochlorothiazide Medical Valley og við
hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Enalapril/Hydrochlorothiazide Medical
Valley
3.
Hvernig nota á Enalapril/Hydrochlorothiazide Medical Valley
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Enalapril/Hydrochlorothiazide Medical Valley
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ENALAPRIL/HYDROCHLOROTHIAZIDE MEDICAL VALLEY OG VIÐ
HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Enalapril/Hydrochlorothiazide Medical Valley inniheldur enalapríl
maleat og hýdróklórtíazíð:
-
enalapríl tilheyrir flokki lyfja sem kallast angíótensín
breytiensím hemlar (ACE-hemlar), sem
hafa áhrif með því að víkka æðar.
-
hýdróklórtíazíð tilheyrir flokki lyfja sem kallast vatnstöflur
(þvagræsandi), sem auka
þvagframleiðslu.
Lyfin verka með því að lækka blóðþrýstinginn þinn.
Enalapril/Hydrochlorothiazide Medical Valley er
notað til að meðhöndla háan blóðþrýsting (háþrýsting).
Með því að taka bæði lyfin sem
Enalapril/Hydrochlorothiazide Medical Valley inniheldur má auka
áhrif þeirra miðað við að taka bara
annað þeirra.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúk
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Enalapril/Hydrochlorothiazide Medical Valley 20 mg/12,5 mg töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 20 mg af enalapríl maleati og 12,5 mg af
hýdróklórtíazíði.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver tafla inniheldur 130 mg laktósaeinhýdrat.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla
Fölgular um það bil 8,5 mm kringlóttar, tvíkúptar óhúðaðar
töflur með deiliskoru á annarri hliðinni og
sléttar á hinni hliðinni.
Deiliskoran er eingöngu til þess að hægt sé að skipta töflunni
svo auðveldara sé að kyngja henni en
ekki til þess að skipta henni í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Enalapril/Hydrochlorothiazide Medical Valley er ætlað við
háþrýstingi þegar staklyfsmeðferð með
ACE-hemlum eða tíazíð þvagræsilyfjum hefur ekki haft nægileg
áhrif.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Ráðlagður skammtur er ein tafla á dag.
_Í kjölfar meðferðar með þvagræsilyfjum_
: lágþrýstingur með einkennum getur komið fram eftir
upphafsskammt enalapríls/hýdróklórtíazíð töflu; þetta er
líklegra hjá sjúklingum sem skortir vökva
og/eða sölt vegna þvagræsimeðferðar. Stöðva skal
þvagræsimeðferð 2-3 dögum fyrir upphaf
meðferðar með Enalapril/Hydrochlorothiazide Medical Valley (sjá
kafla 4.5).
_Skert nýrnastarfsemi_
:
Þar sem upphafsskammtur enalapríls hjá sjúklingum með væga
skerðingu á nýrnastarfsemi (kreatínín
úthreinsun
>
30 ml/mín. til
<
80 ml/mín.) er 5-10 mg, er ekki mælt með enalapríl
maleat/hýdróklórtíazíði sem upphafsmeðferð hjá þessum
sjúklingum (sjá kafla 4.4). Ekki má nota
Enalapríl maleat/hýdróklórtíazíð handa sjúklingum sem hafa
kreatínínúthreinsun sem er minna en eða
jafnt og 30 ml/mín.
_Börn_
Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun hjá börnum.
2
Lyfjagjöf
_ _
Til inntöku.
4.3
FRÁBENDINGAR
-
Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kaf
                                
                                Lestu allt skjalið