Dolorin Tafla 500 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
13-02-2023

Virkt innihaldsefni:

Paracetamolum INN

Fáanlegur frá:

Williams & Halls ehf

ATC númer:

N02BE01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Paracetamolum

Skammtar:

500 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(L R) Ekki lyfseðilsskylt/ lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

466902 Þynnupakkning PVC/ Álþynnur ; 179207 Þynnupakkning PVC/ Álþynnur ; 413116 Þynnupakkning PVC/ Álþynnur

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2017-03-08

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
DOLORIN 500 MG TÖFLUR
Paracetamól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðing ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Dolorin og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Dolorin
3.
Hvernig nota á Dolorin
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Dolorin
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM DOLORIN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Virka efnið í Dolorin er paracetamól, sem er þekkt fyrir
verkjastillandi og hitalækkandi verkun sína.
Auk þess að vera verkjastillandi og hitalækkandi þá hefur það
eftirfarandi eiginleika: Það hefur ekki
áhrif á slímhúð magans, því geta þeir sem hafa
meltingarfæratruflanir notað lyfið. Það hefur ekki áhrif
á blóðstorknunarferlið þegar það er tekið í ráðlögðum
meðferðarskömmtum, og má því nota það
samhliða segavarnarlyfjum. Hinsvegar, hefur paracetamól, í
meðferðarskömmtum, enga bólgueyðandi
verkun eða áhrif á gigtareinkenni öfugt við salisýlöt.
Dolorin er til meðferðar við vægum til miðlungi miklum verkjum,
hálsbólgu (að frátalinni eitlabólgu),
og vægum til miðlungi miklum höfuðverk.
Dolorin er einnig til meðferðar við hita sem varir í 3 daga eða
skemur, og sem einkennameðferð við
kvefi og flensu.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA DOLORIN
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Dolorin 500 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 500 mg af virka efninu paracetamóli.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1
_ _
_ _
3.
LYFJAFORM
Tafla.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Dolorin er til meðferðar við vægum til miðlungi miklum verkjum,
hálsbólgu (að frátalinni eitlabólgu),
og vægum til miðlungi miklum höfuðverk.
Dolorin er einnig til meðferðar við hita sem varir í 3 daga eða
skemur, og sem einkennameðferð við
kvefi og flensu.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Aðeins til upplýsinga, og ef læknir hefur ekki mælt fyrir með
öðrum hætti, þá má gefa Dolorin á
eftirfarandi hátt:
Fullorðnir, aldraðir og börn eldri en 12 ára: 1-2 töflur allt að
4 sinnum á dag á 4 til 6 klst. fresti.
Ekki taka hærri skammt en 4 grömm á sólarhring (8 töflur af 500
mg).
Tími milli skammta skal vera að lágmarki 4-6 klst.
Dolorin á ekki að nota samhliða öðrum lyfjum sem einnig innihalda
paracetamól.
Börn yngri en 12 ára: Ekki er æskilegt að nota töflur vegna
hættu á köfnun. Nota á önnur hentugri
lyfjaform fyrir þennan aldurshóp.
Börn sem eru léttari en 30 kg: Ekki er æskilegt að nota töflur.
Það getur þurft að minnka skammta eða lengja tímabil milli
skammta hjá þeim sem hafa skerta
nýrnastarfsemi.
Í tilfellum þar sem um skerta lifrarstarfesemi er að ræða, þá
eykst helmingunartími paracetamóls hjá
þeim sem hafa lifrarsjúkdóma af völdum paracetamóls.
Ráðleggingar um skammtaaðlögun hjá
sjúklingum með aðra alvarlega lifrarsjúkdóma liggja ekki fyrir.
Töflurnar má gleypa heilar eða uppleystar í vatni.
2
4.3
FRÁBENDINGAR
-Ofnæmi fyrir virka efninu (paracetamóli) eða einhverju
hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.
-Alvarlegur lifrarsjúkdómur.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Paracetamól er tiltölulega óskaðlegt í ráðlögðum
meðferðarskömmtum. Ofnæmislík húðútbrot geta
samt komið fram, þar með 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru