Dipentum Tafla 500 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
16-03-2021

Virkt innihaldsefni:

Olsalazinum natríum

Fáanlegur frá:

Atnahs Pharma Netherlands B.V.

ATC númer:

A07EC03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Olsalazinum

Skammtar:

500 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

485067 Töfluílát plast

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1994-10-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
DIPENTUM TÖFLUR 500 MG
olsalazinnatríum
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum um lyfið.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana
sem ekki er minnst á í þessum
fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast
alvarlegar.
Í FYLGISEÐLINUM:
1.
Upplýsingar um Dipentum og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að taka Dipentum
3.
Hvernig taka á Dipentum
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Dipentum
6.
Aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM DIPENTUM OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Dipentum er notað við ristilbólgu.
Nota má Dipentum við langvarandi blæðandi sáraristilbólgu
(colitis ulcerosa).
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ TAKA DIPENTUM
EKKI MÁ TAKA DIPENTUM:
-
ef þú ert með ofnæmi fyrir olsalazini eða öðrum salicylöltum
eða einhverju öðru innihaldsefni
Dipentum.
-
ef þú ert með alvarlega skerta lifrarstarfsemi.
-
ef þú ert með alvarlega skerta nýrnastarfsemi.
GÆTA SKAL SÉRSTAKRAR VARÚÐAR VIÐ NOTKUN DIPENTUM
Ræða skal við lækninn:
-
ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi.
-
ef þú ert með skerta lifrarstarfsemi.
-
ef þú ert með astma eða alvarlegt ofnæmi.
-
ef þú færð hita, hálsbólgu, sár í munn, marbletti eða
blæðingar af óþekktum orsökum.
-
ef þú þreytist auðveldlega.
TAKA ANNARRA LYFJA
Segið lækninum frá því:
-
ef þú færð samhliða 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Dipentum 500 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 500 mg af olsalazinnatríum.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
Gular, sporöskjulaga töflur með deiliskoru, 16x7 mm, auðkenndar
„D500“ á annarri hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Sáraristilbólga.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Bráð sáraristilbólga:
Fullorðnir og aldraðir: Einstaklingsbundið, venjulega 500 mg 2-4
sinnum á sólarhring.
Taka á töflurnar inn með reglulegu millibili yfir daginn, strax
eftir máltíð.
Til að tryggja að sjúklingurinn þoli lyfið skal hefja
meðferðina með 500 mg fyrsta daginn og auka
síðan skammtinn um 500 mg daglega í allt að 2 g, gefið í nokkrum
skömmtum.
Ef ekki næst nægileg verkun með 2 g og lyfið þolist vel, má auka
daglegan skammt í 3 g. Hver
einstakur skammtur ætti ekki að vera stærri en 1 g.
Fái sjúklingur þunnfljótandi niðurgang af völdum lyfsins skal í
3 sólarhringa minnka skammtinn í
þann skammt sem áður hafði þolast vel, en síðan má auka
skammtinn að nýju.
Viðhaldsskammtur, eftir að einkenni eru horfin:
Fullorðnir og aldraðir: Ráðlagður skammtur er 500 mg 2 sinnum á
sólarhring.
Hjá sjúklingum sem fá þunnfljótandi niðurgang kann að vera
nauðsynlegt í nokkra daga að skipta
sólarhringsskammtinum í fleiri skammta.
Ekki á að nota Dipentum handa börnum því takmarkaðar
upplýsingar liggja fyrir um öryggi og verkun
hjá börnum.
4.3
FRÁBENDINGAR
Alvarlega skert lifrar- eða nýrnastarfsemi.
Ofnæmi fyrir olsalazini eða öðrum salicylötum eða einhverju
hjálparefnanna.
2
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Mælt er með að eftirlit sé haft með sjúklingum með skerta
nýrna- eða lifrarstarfsemi (sjá einnig kafla
4.3).
Hjá sjúklingum með alvarlegt ofnæmi eða astma, skal fylgjast með
einkennum um versnun þessara
sjúkdóma.
Mælt er með að fylgst sé með nýrnastarfsemi hjá sjúklingum sem
f
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru