Diltiazem HCl Alvogen (Dilmin) Forðatafla 120 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
12-06-2023

Virkt innihaldsefni:

Diltiazemum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Alvogen ehf.

ATC númer:

C08DB01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Diltiazemum

Skammtar:

120 mg

Lyfjaform:

Forðatafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

020685 Þynnupakkning PVC/ÁL þynnur ; 158579 Þynnupakkning PVC/ÁL þynnur

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2013-07-30

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
DILTIAZEM HCL ALVOGEN 120 MG FORÐATÖFLUR
diltiazemhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum um lyfið.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Diltiazem HCl Alvogen og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Diltiazem HCl Alvogen
3.
Hvernig nota á Diltiazem HCl Alvogen
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Diltiazem HCl Alvogen
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM DILTIAZEM HCL ALVOGEN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Virka efnið í Diltiazem HCl Alvogen, þ.e diltiazem, tilheyrir
flokki kalsíumgangaloka. Það hægir á
hjartslætti, minnkar þörf hjartavöðvans fyrir súrefni og dregur
úr álagi á hjartað. Diltiazem lækkar
einnig blóðþrýsting með því að minnka vöðvaspennu í
æðaveggjum.
Diltiazem HCl Alvogen er notað til að fyrirbyggja þrýstingsverk
(hjartaöng) í brjóstholi í tengslum við
kransæðasjúkdóm, til að lækka hækkaðan blóðþrýsting og
við meðferð ákveðinna tegunda
hjartsláttartruflana.
Verið getur að dilitiazemi, sem er innihaldsefni Diltiazem HCl
Alvogen, hafi verið ávísað við öðrum
sjúkdómi en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Leitið frekari
upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða
öðrum heilbrigðisstarfsmanni ef þörf er á og ávallt skal fylgja
fyrirmælum þeirra.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA DILTIAZEM HCL ALVOGEN
E
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Diltiazem HCl Alvogen 120 mg forðatöflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver forðatafla inniheldur 120 mg diltiazem hýdróklóríð.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver forðatafla inniheldur 262 mg laktósa einhýdrat.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Forðatafla.
Hvít, tvíkúpt og filmuhúðuð, hylkislaga tafla með deiliskoru á
báðum hliðum og táknið „D/L“ á
annarri hliðinni. Stærð: 19x8 mm. Forðatöflunni má skipta í
jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Hjartaöng, Prinzmetal hjartaöng, háþrýstingur, minnkaður
viðbragðshraði í sleglum við gáttatif.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skömmtun skal aðlaga einstaklingsbundið.
Algengur upphafsskammtur er 1 forðatafla tvisvar á dag. Skammtinn
má auka í 1og ½ forðatöflu
tvisvar á dag, ef þörf krefur. Gleypa skal forðatöfluna eða
hálfu töfluna í heilu lagi.
Nauðsynlegur skammtur er að meðaltali 180-240 mg, skipt í 2
skammta á dag. Dagsskammtur allt að
480 mg hefur verið notaður á öruggan hátt.
Hjá öldruðum sjúklingum og sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi
skal hefja meðferð með minni
skammti: hálfri 120 mg forðatöflu, tvisvar á dag.
Forðatöflunum má skipta í jafna skammta en hvorki má tyggja þær
né mylja.
Engin reynsla er af meðferð hjá börnum.
4.3
FRÁBENDINGAR
•
Ofnæmi fyrir diltiazemi eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru
upp í kafla 6.1.
•
Heilkenni sjúks sínushnútar hjá sjúklingum sem ekki eru með
virkan gangráð.
•
Vanmeðhöndluð hjartabilun.
•
Annarrar eða þriðju gráðu gáttasleglarof hjá sjúklingum sem
ekki eru með virkan gangráð.
•
Hjartalost.
•
Brátt hjartadrep.
•
Verulegur hægsláttur (færri en 40 slög á mínútu).
•
Bilun í vinstri slegli ásamt lungnabjúgi.
•
Gáttaflökt eða gáttatif í tengslum við Wolff-Parkinson-White
heilkenni.
•
Alvarlegur lágþrýstingur.
2
•
Digitaliseitrun.
•
Samhliðanotkun dantrolen innrennslisl
                                
                                Lestu allt skjalið