Dexavit Stungulyf/innrennslislyf, lausn 4 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
22-08-2022

Virkt innihaldsefni:

Dexamethasonum natríumfosfat

Fáanlegur frá:

Vital Pharma Nordic ApS

ATC númer:

H02AB02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Dexamethasonum

Skammtar:

4 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf/innrennslislyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

519162 Lykja Lykjur úr gleri af tegund I ; 517803 Lykja Lykjur úr gleri af tegund I

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2018-11-26

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
DEXAVIT 4 MG/ML, STUNGULYF/INNRENNSLISLYF, LAUSN
dexametasónfosfat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Dexavit og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Dexavit
3.
Hvernig nota á Dexavit
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Dexavit
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM DEXAVIT OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Dexavit inniheldur dexametasón. Dexametasón tilheyrir flokki lyfja
sem nefnist barksterar. Það kemur
í veg fyrir losun bólguvaldandi efna í líkamanum. Dexavit er
notað í bráðatilvikum, þegar ekki er unnt
að nota barkstera til inntöku.
Dexavit er notað til meðferðar við ýmsum kvillum, svo sem:
-
heilabjúg (auknum þrýstingi innan höfuðkúpu) af völdum
heilaæxlis, heilaskurðaðgerðar, ígerðar í
heila eða mengisbólgu
-
alvarlegum húðkvillum
-
virkum stigum bandvefssjúkdóma, þ.m.t. kvilla sem nefnist rauðir
úlfar
-
alvarlegum smitsjúkdómum, ásamt meðferð með sýkingarlyfjum
-
Fyrirbyggjandi meðferð gegn og meðferð við ógleði og uppköstum
af völdum meðferðar með
krabbameinslyfjum
-
gigtsjúkdómum
-
íferð, svo sem bólgu í sinum eða liðpokum (vökvafylltir pokar
sem umlykja liði)
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Dexavit 4 mg/ml stungulyf/innrennslislyf, lausn
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver ml af lausn inniheldur 4 mg af dexametasónfosfati sem 4,37 mg af
dexametasónnatríumfosfati.
4 mg af dexametasónfosfati jafngilda 3,33 mg af dexametasóni.
Hver 1 ml lykja inniheldur:
4 mg af dexametasónfosfati (sem 4,37 mg af
dexametasónnatríumfosfati) - jafngildir 3,33 mg af
dexametasóni.
Hver 5 ml lykja inniheldur:
20 mg af dexametasónfosfati (sem 21,85 mg af
dexametasónnatríumfosfati) - jafngildir 16,55 mg af
dexametasóni.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf/innrennslislyf, lausn
Tær, litlaus lausn
pH: 7-8,5
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
-
Meðferð við heilabjúg af völdum heilaæxlis, skurðaðgerðar á
taugakerfi, ígerðar í heila eða
mengisbólgu af völdum baktería.
-
Upphafsmeðferð í æð við útbreiddum og alvarlegum húðkvillum,
svo sem roðaþotum
(erythroderma), langvinnri blöðrusótt (pemphigus vulgaris) eða
bráðu exemi.
-
Upphafsmeðferð í æð við virkum stigum bandvefssjúkdóma
(collagenosis), svo sem rauðum
úlfum (systemic lupus erythematosus), einkum í innyflum.
-
Meðferð við alvarlegum smitsjúkdómum (t.d. öldusótt
(brucellosis) og mengisberklum
(tuberculous meningitis)), eingöngu sem viðbótarmeðferð
(adjuvant) með viðeigandi meðferð
með sýkingarlyfjum.
-
Fyrirbyggjandi meðferð gegn og meðferð við ógleði og uppköstum
af völdum frumuhemjandi
(cytostatic) lyfja og við ógleði eftir skurðaðgerð.
-
Skammtíma viðbótarmeðferð við bráðum köstum eða versnun
gigtsjúkdóma.
-
Notkun í og kringum liði í bólgusjúkdómum, svo sem iktsýki,
slitgigt, liðgrenndarbólgu
(periarthritis) og gnípubólgu (epicondylitis).
-
Meðferð við íferð (infiltration), svo sem sinaskeiðabólgu
(tenosynovitis) og bólgu í liðpoka
(bursitis) sem ekki eru af völdum baktería, liðgrenndarbólgu og
sinakvilla (tendinopathy), sjá
leiðbeiningar um lyfjagjöf í íferð í
                                
                                Lestu allt skjalið