Dexavit Stungulyf/innrennslislyf, lausn 4 mg/ml

Country: Iceland

Language: Icelandic

Source: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Buy It Now

Active ingredient:

Dexamethasonum natríumfosfat

Available from:

Vital Pharma Nordic ApS

ATC code:

H02AB02

INN (International Name):

Dexamethasonum

Dosage:

4 mg/ml

Pharmaceutical form:

Stungulyf/innrennslislyf, lausn

Prescription type:

(R) Lyfseðilsskylt

Product summary:

519162 Lykja Lykjur úr gleri af tegund I ; 517803 Lykja Lykjur úr gleri af tegund I

Authorization status:

Markaðsleyfi útgefið

Authorization date:

2018-11-26

Patient Information leaflet

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
DEXAVIT 4 MG/ML, STUNGULYF/INNRENNSLISLYF, LAUSN
dexametasónfosfat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Dexavit og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Dexavit
3.
Hvernig nota á Dexavit
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Dexavit
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM DEXAVIT OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Dexavit inniheldur dexametasón. Dexametasón tilheyrir flokki lyfja
sem nefnist barksterar. Það kemur
í veg fyrir losun bólguvaldandi efna í líkamanum. Dexavit er
notað í bráðatilvikum, þegar ekki er unnt
að nota barkstera til inntöku.
Dexavit er notað til meðferðar við ýmsum kvillum, svo sem:
-
heilabjúg (auknum þrýstingi innan höfuðkúpu) af völdum
heilaæxlis, heilaskurðaðgerðar, ígerðar í
heila eða mengisbólgu
-
alvarlegum húðkvillum
-
virkum stigum bandvefssjúkdóma, þ.m.t. kvilla sem nefnist rauðir
úlfar
-
alvarlegum smitsjúkdómum, ásamt meðferð með sýkingarlyfjum
-
Fyrirbyggjandi meðferð gegn og meðferð við ógleði og uppköstum
af völdum meðferðar með
krabbameinslyfjum
-
gigtsjúkdómum
-
íferð, svo sem bólgu í sinum eða liðpokum (vökvafylltir pokar
sem umlykja liði)
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ 
                                
                                Read the complete document
                                
                            

Summary of Product characteristics

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Dexavit 4 mg/ml stungulyf/innrennslislyf, lausn
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver ml af lausn inniheldur 4 mg af dexametasónfosfati sem 4,37 mg af
dexametasónnatríumfosfati.
4 mg af dexametasónfosfati jafngilda 3,33 mg af dexametasóni.
Hver 1 ml lykja inniheldur:
4 mg af dexametasónfosfati (sem 4,37 mg af
dexametasónnatríumfosfati) - jafngildir 3,33 mg af
dexametasóni.
Hver 5 ml lykja inniheldur:
20 mg af dexametasónfosfati (sem 21,85 mg af
dexametasónnatríumfosfati) - jafngildir 16,55 mg af
dexametasóni.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf/innrennslislyf, lausn
Tær, litlaus lausn
pH: 7-8,5
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
-
Meðferð við heilabjúg af völdum heilaæxlis, skurðaðgerðar á
taugakerfi, ígerðar í heila eða
mengisbólgu af völdum baktería.
-
Upphafsmeðferð í æð við útbreiddum og alvarlegum húðkvillum,
svo sem roðaþotum
(erythroderma), langvinnri blöðrusótt (pemphigus vulgaris) eða
bráðu exemi.
-
Upphafsmeðferð í æð við virkum stigum bandvefssjúkdóma
(collagenosis), svo sem rauðum
úlfum (systemic lupus erythematosus), einkum í innyflum.
-
Meðferð við alvarlegum smitsjúkdómum (t.d. öldusótt
(brucellosis) og mengisberklum
(tuberculous meningitis)), eingöngu sem viðbótarmeðferð
(adjuvant) með viðeigandi meðferð
með sýkingarlyfjum.
-
Fyrirbyggjandi meðferð gegn og meðferð við ógleði og uppköstum
af völdum frumuhemjandi
(cytostatic) lyfja og við ógleði eftir skurðaðgerð.
-
Skammtíma viðbótarmeðferð við bráðum köstum eða versnun
gigtsjúkdóma.
-
Notkun í og kringum liði í bólgusjúkdómum, svo sem iktsýki,
slitgigt, liðgrenndarbólgu
(periarthritis) og gnípubólgu (epicondylitis).
-
Meðferð við íferð (infiltration), svo sem sinaskeiðabólgu
(tenosynovitis) og bólgu í liðpoka
(bursitis) sem ekki eru af völdum baktería, liðgrenndarbólgu og
sinakvilla (tendinopathy), sjá
leiðbeiningar um lyfjagjöf í íferð í
                                
                                Read the complete document