Dasatinib Krka Filmuhúðuð tafla 70 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
18-09-2023

Virkt innihaldsefni:

Dasatinibum INN

Fáanlegur frá:

Krka d.d. Novo mesto*

ATC númer:

L01EA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

dasatinib

Skammtar:

70 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R Z) Sérfræðingsmerkt (og lyfseðilsskylt)

Vörulýsing:

091667 Þynnupakkning oPA/Al/PVC/Al

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2019-10-03

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
DASATINIB KRKA 20 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
DASATINIB KRKA 50 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
DASATINIB KRKA 70 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
DASATINIB KRKA 80 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
DASATINIB KRKA 100 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
DASATINIB KRKA 140 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
dasatinib
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Dasatinib Krka og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Dasatinib Krka
3.
Hvernig nota á Dasatinib Krka
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Dasatinib Krka
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM DASATINIB KRKA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Dasatinib Krka inniheldur virka efnið dasatinib. Þetta lyf er notað
til að meðhöndla langvinnt
kyrningahvítblæði (CML) hjá fullorðnum, unglingum og börnum sem
hafa náð a.m.k. 1 árs aldri.
Hvítblæði er krabbamein í hvítum blóðfrumum. Þessar
hvítfrumur hjálpa líkamanum venjulega að
berjast gegn sýkingum. Hjá einstaklingum með langvinnt
kyrningahvítblæði byrja hvítfrumur sem
nefnast kyrningar að fjölga sér stjórnlaust. Dasatinib Krka
hindrar fjölgun þessara hvítblæðisfrumna.
Dasatinib Krka er einnig notað til að meðhöndla
Fíladelfíulitnings-jákvætt (Ph+) brátt
eitilfrumuhvítblæði (acute lymphoblastic leukaemia (ALL)) hjá
fullorðnum, unglingum og börnum
1 árs og eldri og lang
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Dasatinib Krka 20 mg filmuhúðaðar töflur.
Dasatinib Krka 50 mg filmuhúðaðar töflur.
Dasatinib Krka 70 mg filmuhúðaðar töflur.
Dasatinib Krka 80 mg filmuhúðaðar töflur.
Dasatinib Krka 100 mg filmuhúðaðar töflur.
Dasatinib Krka 140 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Dasatinib Krka 20 mg filmuhúðaðar töflur
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 20 mg af dasatinibi.
_Hjálparefni með þekkta verkun: _
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 26 mg af laktósa.
Dasatinib Krka 50 mg filmuhúðaðar töflur
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af dasatinibi.
_Hjálparefni með þekkta verkun: _
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 66 mg af laktósa.
Dasatinib Krka 70 mg filmuhúðaðar töflur
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 70 mg af dasatinibi.
_Hjálparefni með þekkta verkun: _
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 92 mg af laktósa.
Dasatinib Krka 80 mg filmuhúðaðar töflur
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 80 mg af dasatinibi.
_Hjálparefni með þekkta verkun: _
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 105 mg af laktósa.
Dasatinib Krka 100 mg filmuhúðaðar töflur
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 100 mg af dasatinibi.
_Hjálparefni með þekkta verkun: _
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 131 mg af laktósa.
Dasatinib Krka 140 mg filmuhúðaðar töflur
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 140 mg af dasatinibi.
_Hjálparefni með þekkta verkun: _
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 184 mg af laktósa.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla (tafla).
2
Dasatinib Krka 20 mg filmuhúðaðar töflur
Hvít til beinhvít, tvíkúpt, kringlótt, filmuhúðuð tafla,
u.þ.b. 5,6 mm í þvermál, merkt með „D7SB“ á
annarri hliðinni og „20“ á hinni hliðinni.
Dasatinib Krka 50 mg filmuhúðaðar töflur
Hvít til beinhvít, tvíkúpt, sporöskjulaga, filmuhúðuð tafla,
u.þ.b. 11,0 mm að lengd og u.þ.b. 6,0 mm
að breidd, merkt með „D7SB“ á annarri hliðinni og „50“ á
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru