Dalacin Hart hylki 300 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
11-09-2023

Virkt innihaldsefni:

Clindamycinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Pfizer ApS

ATC númer:

J01FF01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Clindamycinum

Skammtar:

300 mg

Lyfjaform:

Hart hylki

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

588574 Þynnupakkning V0461

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1995-10-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
DALACIN
150 MG OG 300 MG HÖRÐ HYLKI
klindamýsín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
−
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
−
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
−
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
−
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Dalacin og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Dalacin
3.
Hvernig nota á Dalacin
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Dalacin
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM DALACIN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Dalacin
hylki innihalda sýklalyf.
Dalacin
er notað til meðferðar við sýkingum af völdum baktería
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA DALACIN
.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA DALACIN:
-
Ef um er að ræða ofnæmi fyrir klindamýsíni, linkómýsíni eða
einhverju öðru innihaldsefni
lyfsins (talin upp í kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Dalacin
er notað ef þú:
-
ert með eða hefur áður verið með sjúkdóm í þörmum (t.d.
Crohns sjúkdóm eða sáraristilbólgu).
-
ert með eða hefur áður verið með lifrar- eða nýrnasjúkdóm.
-
færð kláða og sviða í húð eða slímhúð. Það getur verið
einkenni um sveppasýkingu sem Dalacin
hefur ekki virkni gegn.
-
færð mikinn eða lan
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Dalacin 150 mg og 300 mg hörð hylki.
2.
INNIHALDSLÝSING
Eitt hylki inniheldur 150 mg eða 300 mg af klindamýsíni sem
klindamýsínklóríð.
Hjálparefni með þekkta verkun
Dalacin 150 mg inniheldur u.þ.b. 199 mg af laktósa.
Dalacin 300 mg inniheldur u.þ.b. 240 mg af laktósa.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Hörð hylki
150 mg hylkin eru hvít og merkt “Clin 150” og “Pfizer”.
300 mg hylkin eru fjólublá og merkt “Clin 300” og “Pfizer”.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Sýkingar af völdum klindamýsínnæmra baktería.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
SKAMMTAR
Fullorðnir
600-1.800 mg á sólarhring, skipt í 2-4 skammta.
Börn eldri en 1 mánaðar
10-30 (40) mg/kg/sólarhring skipt í 3-4 skammta.
Skömmtun Dalacin á að miðast við heildarlíkamsþyngd, án
tillits til yfirþyngdar (sjá kafla 5.2)
Eingöngu má nota Dalacin hylki handa börnum sem geta gleypt hylki.
Hugsanlega er ekki hægt að gefa nákvæmlega þá skammta í mg/kg
sem gefa á börnum ef hylki eru
notuð.
Börn yngri en eins mánaðar
Lyfið á ekki að nota fyrir börn yngri en eins mánaðar.
Aldraðir
Ekki er þörf á að breyta skömmtum (sjá kafla 5.2).
Skert nýrnastarfsemi
Ekki er þörf á að breyta skömmtum.
2
Skert lifrarstarfsemi
Lengri helmingunartími klindamýsíns hefur komið fram hjá
sjúklingum sem eru með meðal til
alvarlega skerta lifrarstarfsemi. Sé klindamýsín gefið á 8 klst.
fresti hefur uppsöfnun klindamýsíns
sjaldan komið fram. Því er ekki talið nauðsynlegt að minnka
skammta.
LYFJAGJÖF
Til að forðast ertingu í vélinda á að taka hylkin inn með
minnst 1 glasi af vatni.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir klindamýsíni, linkómýsíni eða einhverju
hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Fylgja skal reglum um notkun sýklalyfja (sjá kafla 5.1).
Alvarleg ofnæmisviðbrögð, svo sem lyfjaútbrot með
eósínfíklafjöld 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru