Coversyl Novum Filmuhúðuð tafla 5 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
23-11-2021

Virkt innihaldsefni:

Perindoprilum arginín

Fáanlegur frá:

Les Laboratoires Servier*

ATC númer:

C09AA04

INN (Alþjóðlegt nafn):

Perindoprilum

Skammtar:

5 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

020992 Töfluílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2005-06-07

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
COVERSYL NOVUM 5 MG FILMUHÚÐUÐ TAFLA
perindóprílarginín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Coversyl Novum og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Coversyl Novum
3.
Hvernig nota á Coversyl Novum
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Coversyl Novum
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM COVERSYL NOVUM OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Coversyl Novum er ACE-hemill (angiotensin-converting enzyme). Það
víkkar blóðæðar svo hjartað á
auðveldara með að dæla blóðinu um þær.
Coversyl Novum er notað:
-
til meðferðar á of
_HÁUM BLÓÐÞRÝSTINGI_
(háþrýstingi),
-
til meðferðar á
_HJARTABILUN_
(sjúkdómsástand þar sem hjartað getur ekki dælt nægu blóði
til að
uppfylla þarfir líkamans),
-
til að draga úr hættu á einkennum frá hjarta, svo sem
hjartaáföllum, hjá sjúklingum með
_KRANSÆÐASJÚKDÓM Í JAFNVÆGI_
(sjúkdómsástand þar sem blóðflæði til hjartans er skert eða
stíflað) og sem hafa þegar fengið hjartaáfall og/eða farið í
æðaútvíkkandi aðgerð til að auka
blóðflæði til hjartans.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA COVERSYL NOVUM_ _
EKKI MÁ TAKA COVERSYL NOVUM
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir perindopril eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Coversyl Novum 5 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Perindóprílarginín.
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur perindópríl 3,395 mg sem
jafngildir 5 mg af perindóprílarginíni.
Hjálparefni með þekkta verkun: 72,58 mg mjólkursykur einhýdrat
(laktósi).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
Ljósgræn, staflaga, filmuhúðuð tafla, auðkennd með
á annarri hliðinni, með skorum á báðum
köntum. Hægt er að brjóta töfluna í tvo jafna helminga.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Háþrýstingur
Til meðferðar á háþrýstingi.
Hjartabilun
Til meðferðar á hjartabilun með einkennum.
Kransæðasjúkdómur í jafnvægi
Til að draga úr hættu á hjartaáföllum hjá sjúklingum með
sögu um hjartadrep og/eða kransæðavíkkun.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
SKAMMTAR
Skammtur skal vera einstaklingsbundinn í samræmi við þarfir
sjúklings (sjá kafla 4.4) og blóð-
þrýstingssvörun.
Háþrýstingur
Coversyl Novum má nota sem einlyfja meðferð eða í samsettri
meðferð með öðrum flokkum
blóðþrýstingslækkandi lyfja (sjá kafla 4.3, 4.4, 4.5 og 5.1).
Ráðlagður upphafsskammtur er 5 mg einu sinni á dag að morgni.
Sjúklingar með mjög virkjað
renín-angíótensín-aldósterónkerfi (einkum nýrnaháþrýsting,
blóðsalta-
og/eða vökvatap, hjartabilun eða alvarlegan háþrýsting) geta
fundið fyrir of miklu blóðþrýstingsfalli
eftir upphafsskammtinn. Mælt er með 2,5 mg upphafsskammti fyrir
slíka sjúklinga og upphaf
meðferðar skal fara fram undir eftirliti læknis.
Skammtinn má auka í 10 mg einu sinni á dag eftir eins mánaðar
meðferð.
Lágþrýstingur með einkennum getur komið fram eftir að hafin er
meðferð með Coversyl Novum;
auknar líkur eru á því hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir eru
samtímis með þvagræsilyfjum.
Því er mælt með að gæta varúðar hjá slíkum sjúklingum þar
sem þeir geta verið haldnir vökva- og/eða
bló
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru