Contalgin Uno Hart forðahylki 90 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
08-05-2023

Virkt innihaldsefni:

Morphini sulfas

Fáanlegur frá:

Mundipharma A/S

ATC númer:

N02AA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Morphinum

Skammtar:

90 mg

Lyfjaform:

Hart forðahylki

Gerð lyfseðils:

(R X) Eftirritunarskylt (og lyfseðilsskylt)

Vörulýsing:

433318 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1996-11-05

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
CONTALGIN UNO
30 MG, 90 MG, OG 150 MG
HÖRÐ FORÐAHYLKI
morfínsúlfat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið þeim
skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem
ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Contalgin Uno og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Contalgin Uno
3.
Hvernig nota á Contalgin Uno
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Contalgin Uno
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM CONTALGIN UNO OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Þér hefur verið ávísað Contalgin Uno til meðferðar við miklum
verkjum. Lyfið verkar í 24 klukkustundir.
Virka efnið í Contalgin Uno er morfín sem tilheyrir flokki lyfja
sem kallast sterk verkjalyf.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA CONTALGIN UNO
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
Hafðu í huga að þú getur orðið líkamlega og andlega háður
morfíni og að áhrif þess geta minnkað með
langvarandi notkun. Ef meðferð er hætt skyndilega geta komið fram
fráhvarfseinkenni.
EKKI MÁ NOTA CONTALGIN UNO:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir morfíni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).
-
ef þú ert með öndunarvandamál.
-
ef þú ert með öndunarerfiðleika, skerta lungnastarfsemi
(teppusjúkdóm 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Contalgin Uno 30 mg, 90 mgog 150 mg hörð forðahylki.
2.
INNIHALDSLÝSING
Morfínsúlfat 30 mg, 90 mgog 150 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Hart forðahylki.
Hörð gelatín forðahylki, sem innihalda hvítt til gráleitt kyrni.
30 mg: Ljósblá forðahylki, hylkjastærð 4, merkt með MS OD30.
90 mg: Bleik forðahylki, hylkjastærð 2, merkt með MS OD90.
150 mg: Blá forðahylki, hylkjastærð 1, merkt með MS OD150.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Miklir verkir.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Contalgin Uno á að taka inn á 24 klst. fresti. Skömmtun er
einstaklingsbundin og fer eftir því hversu
miklir verkir eru, aldri sjúklings og fyrri notkun verkjalyfja.
FULLORÐNIR
Ef mögulegt er skal reikna skammt út frá því magni af
hraðlosandi morfíni sem er notað áður en skipt
er yfir í forðalyfjaformið.
Skammtinn má auka vegna þolmyndunar og eftir alvarleika verkja.
Viðeigandi skammtur fyrir
sérhvern sjúkling er það magn sem nær að verkjastilla
sjúklinginn í 24 klst án þess að aukaverkanir
koma fram eða að aukaverkanir sem koma fram eru þolanlegar.
BÖRN ELDRI EN 1 ÁRS MEÐ ALVARLEGA KRABBAMEINSVERKI:
Upphafsskammtur er
0,4-1,6 mg/kg/sólarhring. Skammtinn skal síðan aðlaga eins og hjá
fullorðnum (sjá kafla 4.3).
SÉRSTAKIR SJÚKLINGAHÓPAR:
Það getur verið ráðlagt að minnka skammta hjá öldruðum,
sjúklingum með vanstarfsemi í skjaldkirtli
og hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi (sjá
kafla 4.3, 4.4 og 5.2)
2
VERKIR EFTIR AÐGERÐ:
Sjúklingar <70 kg:
30 mg einu sinni á sólarhring.
Sjúklingar >70 kg:
60 mg einu sinni á sólarhring.
Aldraðir:
Nauðsynlegt getur verið að minnka skammta.
Börn:
Ekki er mælt með að lyfið sé gefið börnum (sjá kafla 4.3).
Lyfjagjöf
Til inntöku.
Hylkin á annaðhvort að gleypa heil eða opna og dreifa innihaldinu
(kyrninu) yfir kaldan mjúkan mat.
Contalgin Uno má ekki skipta, tyggja eða mylja. Inntaka 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru