Clarithromycin Alvogen (Clarithromycin ratiopharm) Filmuhúðuð tafla 500 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
19-04-2021

Virkt innihaldsefni:

Clarithromycinum INN

Fáanlegur frá:

Alvogen ehf.

ATC númer:

J01FA09

INN (Alþjóðlegt nafn):

Clarithromycinum

Skammtar:

500 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

499865 Þynnupakkning PVC/PVdC-Aluminium foil and the plastic foil is transparent V0116

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2014-03-28

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
CLARITHROMYCIN ALVOGEN 500 MG TÖFLUR
CLARITHROMYCIN
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum um lyfið.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Clarithromycin Alvogen og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Clarithromycin Alvogen
3.
Hvernig nota á Clarithromycin Alvogen
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Clarithromycin Alvogen
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM CLARITHROMYCIN ALVOGEN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
•
Clarithromycin Alvogen tilheyrir flokki lyfja sem kallast markrólíð
sýklalyf.
•
Clarithromycin Alvogen er notað við meðferð eftirtalinna sýkinga:
•
berkjubólgu og lungnabólgu
•
sýkingum í hálsi og skútum: skútabólgu og kokbólgu
•
sýkingum í húð og mjúkvefjum
•
_Helicobacter pylori_
sýkingu sem tengist skeifugarnarsári.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA CLARITHROMYCIN ALVOGEN
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA CLARITHROMYCIN ALVOGEN
•
ef þú ert með ofnæmi fyrir clarithromycini, öðru
makrólíðasýklalyfi (t.d. erythromycini,
azithomycini) eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp
í kafla 6)
•
ef þú notar lyf sem kallast terfenadin eða
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Clarithromycin Alvogen 500 filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
_500 mg:_
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg af clarithromycini.
Hjálparefni með þekkta verkun
_500 mg:_
Inniheldur tartrasín (E102) 14 mg og allúrarautt (E129) 0,001 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
500 mg
Ljósgul filmuhúðuð, sporöskjulaga tafla, merkt með „93“ á
annarri hliðinni og „7158“ á hinni hliðinni.
Lengd: 22 mm. Breidd: 11 mm. Þykkt: 6-7 mm.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Clarithromycin er ætlað til notkunar við eftirfarandi sýkingum af
völdum næmra lífvera:
-
Kokbólgu af völdum baktería
-
Bráðri skútabólgu (greind með fullnægjandi hætti)
-
Bráðri versnun langvinnrar berkjubólgu
-
Lungnabólgu sem smitast utan sjúkrahúss
-
Sýkingum í húð og mjúkvef (vægum til miðlungi miklum)
Ásamt viðeigandi sýklalyfjum og viðeigandi lyfjum gegn ætisárum
til að uppræta
_H. pylori_
hjá
sjúklingum með sár sem tengjast
_H. pylori_
. Sjá kafla 4.2.
Hafa skal í huga opinberar leiðbeiningar um viðeigandi notkun
sýklalyfja.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Læknirinn ákveður skammt clarithromycins einstaklingsbundið, byggt
á klínísku ástandi sjúklings.
500 mg töflur eru fáanlegar.
Skammtar
_Fullorðnir og unglingar _
Ráðlagður skammtur er 250 mg tvisvar á dag.
2
Við alvarlegum sýkingum má auka skammtinn í 500 mg tvisvar á dag.
_Börn _
Clarithromycin töflur henta ekki til notkunar hjá börnum sem eru
yngri en 12 ára og innan við 30 kg.
Önnur lyfjaform eru hentugri fyrir þessa sjúklinga.
_Aldraðir _
Eins og fyrir fullorðna.
_Uppræting H. pylori hjá fullorðnum _
Hjá sjúklingum með ætisár af völdum
_H. pylori _
sýkingar má gefa clarithromycin í skammti sem er 500
mg tvisvar á dag ásamt annarri viðeigandi sýklalyfjameðferð og
prótónpumpuhemlum í 7-14 daga.
Fylgja skal opinberum leiðbeiningum.
_Skert nýrnastarfsemi _
Hjá sjúkli
                                
                                Lestu allt skjalið