Carduran Retard Forðatafla 4 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
18-01-2021

Virkt innihaldsefni:

Doxazosinum mesýlat

Fáanlegur frá:

Upjohn EESV

ATC númer:

C02CA04

INN (Alþjóðlegt nafn):

Doxazosinum

Skammtar:

4 mg

Lyfjaform:

Forðatafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

050660 Þynnupakkning V0042

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1999-08-11

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
CARDURAN RETARD
4 MG OG 8 MG FORÐATÖFLUR
DOXAZÓSÍNMESILAT
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Carduran Retard og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Carduran Retard
3.
Hvernig nota á Carduran Retard
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Carduran Retard
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM CARDURAN RETARD OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Carduran Retard tilheyrir flokki lyfja sem nefnist alfa-blokkar.
Carduran Retard veldur æðaútvíkkun
og þar með blóðþrýstingslækkun. Carduran Retard slakar einnig
á vöðvum blöðruhálskirtils.
Carduran Retard er ætlað til meðferðar við:
•
háum blóðþrýstingi.
•
þvaglátstregðu vegna stækkunar á blöðruhálskirtli á meðan
beðið er eftir skurðaðgerð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA CARDURAN RETARD
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA CARDURAN RETARD
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir doxazósíni, öðrum kínazólínum
(t.d. prazósín, terazósín) eða
einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).
•
ef þú hefur nýlega fundið fyrir sundli, ef til vill liðið yfir
þig við 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Carduran Retard 4 mg forðatöflur
Carduran Retard 8 mg forðatöflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver Carduran Retard 4 mg forðatafla inniheldur 4,85 mg
doxazósínmesílat, samsvarandi 4 mg
doxazósín.
Hver Carduran Retard 8 mg forðatafla inniheldur 9,7 mg
doxazósínmesílat, samsvarandi 8 mg
doxazósín.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Natríum (11,4 mg/4 mg töflu og 22,8 mg/8 mg töflu).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Forðatafla.
Carduran Retard forðatöflur eru hringlaga, tvíkúptar og
filmuhúðaðar töflur.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Háþrýstingur. Meðferð á einkennum góðkynja stækkunar
blöðruhálskirtils, fyrir aðgerð.
_Háþrýstingur _
Doxazósín forðatöflur eru ætlaðar til meðferðar við
háþrýstingi og hjá flestum sjúklingum má nota það
sem fyrsta lyf til að hafa stjórn á blóðþrýstingi. Hjá
sjúklingum þar sem ekki nægir að nota eitt lyf til
að ná viðunandi stjórn á blóðþrýstingi, má nota doxazósín
samtímis öðru lyfi, til dæmis þvagræsilyfi
af flokki tíazíða, beta-blokka, kalsíumgangaloka eða ACE-hemli.
_Góðkynja stækkun blöðruhálskirtils _
Doxazósín forðatöflur eru ætlaðar til meðferðar á klínískum
einkennum góðkynja stækkunar
blöðruhálskirtils og þvaglátatruflunum sem henni fylgir. Nota má
doxazósín forðatöflur handa
sjúklingum með góðkynja stækkun blöðruhálskirtils, hvort sem
þeir eru með háþrýsting eða eðlilegan
blóðþrýsting. Engar klínískt marktækar breytingar verða á
blóðþrýstingi þeirra sem eru með góðkynja
stækkun blöðruhálskirtils og eðlilegan blóðþrýsting en hjá
sjúklingum með góðkynja stækkun
blöðruhálskirtils og háþrýsting hefur doxazósín eitt sér
nægt til meðhöndlunar við hvoru tveggja, með
góðum árangri.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Allt að fjórar vikur geta liðið áður en hámarksverkun
doxazósíns hefur náðst. Ráðlagður
hámarksska
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru