Bricanyl Turbuhaler Innöndunarduft 0,5 mg/úðaskammt

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
12-02-2024

Virkt innihaldsefni:

Terbutalinum súlfat

Fáanlegur frá:

AstraZeneca A/S

ATC númer:

R03AC03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Terbutalinum

Skammtar:

0,5 mg/úðaskammt

Lyfjaform:

Innöndunarduft

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

468374 Fjölskammtaílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1989-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
BRICANYL TURBUHALER 0,25 MG/SKAMMT OG 0,5 MG/SKAMMT INNÖNDUNARDUFT
terbútalínsúlfat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Bricanyl Turbuhaler og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Bricanyl Turbuhaler
3.
Hvernig nota á Bricanyl Turbuhaler
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Bricanyl Turbuhaler
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM BRICANYL TURBUHALER OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Bricanyl Turbuhaler er innöndunartæki með dufti sem inniheldur
virka efnið terbútalín.
Bricanyl Turbuhaler inniheldur berkjuvíkkandi efni sem slakar á
vöðvum öndunarvegarins og vinnur
þannig gegn skyndilegri þrengingu berkjanna af völdum astmans.
Þetta auðveldar leið loftsins um
öndunarveginn og auðveldara verður að draga andann. Við innöndun
í gegnum Turbuhaler
innöndunartækið berst lyfið niður í lungun. Verkun Bricanyl
Turbuhaler hefst innan fárra mínútna og
varir í allt að 6 klst.
Nota skal Bricanyl Turbuhaler til meðferðar við astmaköstum og
öðrum öndunarerfiðleikum. Aðeins
skal nota Bricanyl Turbuhaler þegar þörf er á í tengslum við
astmaköst. Ekki skal nota Bricanyl
Turbuhaler til viðhaldsmeðferðar nema öndunarerfiðleikar séu
alvarlegir. Bricanyl Turbuhaler skal
ekki nota eitt og sér til reglulegrar meðferðar á astma eða
öðrum
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Bricanyl Turbuhaler 0,25
mg/skammt
innöndunarduft.
Bricanyl Turbuhaler 0,5 mg/skammt innöndunarduft.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver gefinn skammtur inniheldur:
Terbutalinsúlfat 0,2 mg (sem samsvara 0,25 mg afmældum skammti) eða
0,4 mg (sem samsvara
0,5 mg afmældum skammti).
Hjálparefni með þekkta verkun:
Bricanyl Turbuhaler 0,25 mg/skammt: hver gefinn skammtur inniheldur um
það bil 0,7 mg af
laktósaeinhýdrati.
Bricanyl Turbuhaler 0,5 mg/skammt: hver gefinn skammtur inniheldur um
það bil 0,4 mg af
laktósaeinhýdrati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innöndunarduft. Hvítt innöndunartæki með bláu botnstykki,
innbyggðum skammtamæli og hvítri
hlífðarhettu.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Astmi og aðrir berkjukrampar.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Bricanyl Turbuhaler er aðeins ætlað til notkunar eftir þörfum og
ekki til reglulegrar notkunar.
Skammtar eru einstaklingsbundnir.
FULLORÐNIR, BÖRN 12 ÁRA OG ELDRI:
0,5 mg eftir þörfum. Í erfiðum tilfellum má auka stakan skammt í
1,5 mg. Heildarsólarhringsskammtur
má ekki vera stærri en 6 mg.
BÖRN Á ALDRINUM 3-11 ÁRA:
0,25-0,50 mg eftir þörfum. Í erfiðum tilfellum má auka stakan
skammt í 1 mg.
Heildarsólarhringsskammtur má ekki vera stærri en 4 mg.
Lyfjagjöf
Þegar Bricanyl Turbuhaler er ávísað ungum börnum er nauðsynlegt
að tryggja að þau geti fylgt
notkunarleiðbeiningum.
LEIÐBEININGAR UM RÉTTA NOTKUN TURBUHALER:
Turbuhaler tækið er innöndunardrifið, sem þýðir að þegar
sjúklingurinn andar að sér í gegnum
munnstykkið, fylgir lyfið innöndunarloftinu ofan í lungun.
2
ATHUGIÐ:
Mikilvægt er að leiðbeina sjúklingi um:
-
að lesa fylgiseðilinn vandlega.
-
að anda djúpt og kröftuglega að sér í gegnum munnstykkið til
að tryggja að sem mest af
skammtinum berist til lungnanna.
-
að anda aldrei frá sér í gegnum munnstykkið.
Vera má að sjúklingurinn finni hvorki bragð né verði að öðru
leyti 
                                
                                Lestu allt skjalið