Azithromycin STADA Mixtúruduft, dreifa 40 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
14-11-2023
MMR MMR (MMR)
25-11-2020

Virkt innihaldsefni:

Azithromycinum díhýdrat

Fáanlegur frá:

STADA Arzneimittel AG

ATC númer:

J01FA10

INN (Alþjóðlegt nafn):

Azithromycinum

Skammtar:

40 mg/ml

Lyfjaform:

Mixtúruduft, dreifa

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

100830 Glas HDPE glös með PP/PE- loki með innsiglishring V0821; 100843 Glas HDPE glös með PP/PE- loki með innsiglishring

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2017-04-18

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
AZITHROMYCIN STADA 40 MG/ML MIXTÚRUDUFT, DREIFA
azithromycin
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Azithromycin STADA og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Azithromycin STADA
3.
Hvernig nota á Azithromycin STADA
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Azithromycin STADA
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM AZITHROMYCIN STADA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Azithromycin er sýklalyf. Það tilheyrir flokki sýklalyfja sem
kallast makrólíðar. Það er notað við
sýkingum af völdum baktería.
Þessu lyfi er venjulega ávísað til að meðhöndla:
•
Sýkingar í brjóstholi, eins og berkjubólgu og lungnabólgu
•
Sýkingar í hálskirtlum, hálsi (koki) og skútum
•
Sýkingar í eyra
•
Sýkingar í húð og mjúkvefjum, þó ekki sýkingar í brunasárum
•
Sýkingar í þvagrás og leghálsi af völdum
_Chlamydia_
.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA AZITHROMYCIN STADA
_ _
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA AZITHROMYCIN STADA
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir azithromycini, öðru makrólíð
eða ketólíð sýklalyfi, eða einhverju
öðru innihaldsefni 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Azithromycin STADA 40 mg/ml mixtúruduft, dreifa.
2.
INNIHALDSLÝSING
5 ml af tilbúinni dreifu innihalda 209,6 mg af
azithromycintvíhýdrati, sem jafngildir 200 mg af
azithromycini.
1 ml af tilbúinni dreifu inniheldur 41,92 mg af
azithromycintvíhýdrati, sem jafngildir 40 mg af
azithromycini.
Hjálparefni með þekkta verkun:
1 ml af tilbúinni dreifu inniheldur 742,4 mg af súkrósa, 6,0 mg af
aspartami (E951), 0,000085 mg af
súlfítum, 0,00041 mg af bensýlalkóhóli og 0,00041 mg af etanóli.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Mixtúruduft, dreifa.
Hvítt til beinhvítt, kristallað duft.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Azithromycin mixtúruduft, dreifa er ætluð til meðferðar
eftirfarandi sýkinga, þegar þær eru af völdum
örvera sem eru næmar fyrir azithromycini (sjá kafla 4.4 og 5.1):
•
Bráð skútabólga af völdum baktería (greind á fullnægjandi
hátt)
•
Bráð miðeyrabólga af völdum baktería (greind á fullnægjandi
hátt)
•
Kokbólga, hálskirtlabólga
•
Bráð versnun langvinnrar berkjubólgu (greind á fullnægjandi
hátt)
•
Væg til miðlungi alvarleg lungnabólga sem smitast utan sjúkrahúss
•
Sýkingar í húð og mjúkvefjum
•
Þvagrásarbólga og leghálsbólga af völdum
_Chlamydia trachomatis_
, án fylgikvilla
Hafa skal í huga opinberar leiðbeiningar um viðeigandi notkun
sýklalyfja.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtur
_Fullorðnir _
Við þvagrásarbólgu og leghálsbólgu af völdum
_Chlamydia trachomatis_
, án fylgikvilla, er skammturinn
1.000 mg sem stakur skammtur til inntöku.
Við öllum öðrum sýkingum er skammturinn 1.500 mg, gefinn sem 500
mg á dag í þrjá daga í röð.
Að öðrum kosti má gefa sama heildarskammt (1.500 mg) á 5 daga
tímabili, 500 mg fyrsta daginn og
250 mg á degi tvö til fimm.
2
Einnig eru til önnur lyfjaform sem nota má við meðferð hjá
þessum sjúklingum.
_Aldraðir _
Nota má sama skammt og hjá fullorðnum. Vegna þess að
                                
                                Lestu allt skjalið